Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Í rannsóknastofunni gætu vísindamenn nú hafa fundið leiðina að grunnpunkti þessara ofvirku og hættulegu frumna. Uppgötvunin mun þó væntanlega helst nýtast gegn einni tiltekinni gerð krabba.

BIRT: 31/07/2024

Krabbamein getur átt upptök sín nánast í hvaða líffæri sem er og er næstalgengasta dánarorsök fólks á heimsvísu.

 

Krabbamein hefst þannig að ein af um 50 billjón frumum líkamans tekur að hegða sér óeðlilega og þverskallast við því grundvallarboðorði að deyja ef galli kemur upp. Þess í stað verður fruman ofvirk og skiptir sér hömlulaust og það gera dótturfrumur hennar líka.

 

En nú hafa vísindamenn hjá háskólum í Kaliforníu og Indiana gert uppgötvun sem kynni að gera kleift að ráðast gegn þessum frumuverksmiðjum úr tveimur áttum.

 

Getur aukið árangur

Læknar ráða nú þegar ýmsum vopnum í baráttunni við krabbamein.

 

Meðal hinna nýjustu er svonefnd T-frumu-meðferð en þá eru ónæmisfrumur, svokallaðar T-frumur eftir genagræðslu notaðar til að ráðast beint á krabbafrumurnar.

 

Þetta getur einkum gagnast vel gegn blóðkrabba. Meðferðin hefur þó líka skilað nokkrum árangri gegn æxlum sem t.d. vaxa í lungum, meltingarvegi, höfði og hálsi eða í lifrinni.

 

Uppgötvun bandarísku vísindamannanna kynni nú að geta bætt þann árangur.

 

Í rannsóknastofu sinni tókst þeim að finna lítinn prótínlykil sem bindur sig við sérstakan viðtaka, nefndan CD95 sem er að finna á yfirborði krabbafrumna.

 

Gæti verið mikilvæg bylting fyrir meðferðina

Þegar prótínið virkjar þessa viðtaka getur það sett af staða keðjuverkun efnaboða sem koma krabbafrumunni til að fremja sjálfsmorð. Þessi „dauðaviðtaki“ hefur lengi verið í sigtinu í baráttunni en tilraunir til að virkja hann ekki skilað árangri.

 

Nú gera vísindamennirnir sér vonir um að með uppgötvun þess prótínlykils sem virkjar viðtakann hafi þeir náð að stíga afgerandi skref í baráttunni. Og reyndar ekki nóg með það.

 

Uppgötvunin kynni líka að koma krabbafrumunum til að opna leið inn í æxlið og hleypa þar inn genabreyttum T-frumum, nokkuð sem gæti breytt vígstöðunni.

Egyptar lýstu krabbameini fyrir 4.600 árum en fornleifafundir sýna að þessi vágestur hefur fylgt mannkyninu miklu lengur.

Og það telja vísindamennirnir að muni koma sérstaklega að haldi gegn krabbameini í eggjastokkum.

 

Rannsóknin var gerð á músum og mannsfrumum, ræktuðum á rannsóknastofu.

 

Það þarf því fleiri rannsóknir til að hægt sé að fullyrða að uppgötvunin muni í raun og veru koma að haldi gegn krabbameini í mönnum.

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

Shutterstock/ Crystal light.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvenær komu fyrstu gauksklukkurnar fram?

Náttúran

Af hverju verða hlutir rafmagnaðir?

Náttúran

Topp 5 – Hvaða sprengiefni er eldfimast?

Maðurinn

Hugtökin vinstri og hægri stríða gegn eðli okkar

Náttúran

Geta dýr einnig orðið ástfangin?

Lifandi Saga

Mahatma Gandhi – Frelsishetja Indlands

Lifandi Saga

Pestin lagði Rómarríki í gröfina

Tækni

Tilviljanir skópu helstu sigra vísindamanna

Maðurinn

Af hverju klæjar mig undan ull?

Heilsa

Er ekki hægt að fá krabbamein í hjartað?

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.