Maðurinn

Vísindamenn: Grátt hár getur endurheimt upprunalegan lit sinn

„Grátt hár er og verður grátt“. Þetta voru vísindamenn vanir að segja áður fyrr. Nýlegar rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að það er svo sannarlega hægt að endurheimta gamla hárlitinn með því að gera tilteknar breytingar á lifnaðarháttunum.

BIRT: 09/02/2023

Litlausar, stinnar próteinkeðjur sem þjóta upp og blandast rösklega 100.000 öðrum hárþráðum í hársverðinum.

 

Grátt hár telst vera eðlilegur hluti af öldrunarferli líkamans og þegar hársekkur hefur glatað lit sínum verður ekki aftur snúið eða svo töldu vísindamenn í það minnsta til skamms tíma.

 

Í upphafi árs 2020 sýndu stofnfrumufræðingar við Harvard-háskóla að streita gerði hárið í raun réttri grátt.

 

Örfáum mánuðum síðar eða í maí 2020, komust vísindamenn við Columbíu-háskóla svo að raun um að litlaust hár getur svo sannarlega endurheimt upprunalega litinn með breyttum lifnaðarháttum sem ekki einkennast af streitu.

Leiðin að gráa hárinu

1.  Stofnfrumur í efstu húðlögunum breytast í frumur sem framleiða litarefnið melanín og kallast litfrumur. Þær berast niður í sjálfan hársekkinn.

 

2. Litfrumurnar framleiða litarefni sem ljá hárinu þann lit sem því er ætlað. Litfrumurnar flytja litarefnið út í sjálfan hárþráðinn.

 

3.  Stofnfrumurnar deyja síðan eftir því sem aldurinn færist yfir og engar nýjar litfrumur myndast til að ljá hárinu lit sem verður grátt á að líta.

 

4. Hver hársekkur og hver einstakur hárþráður fylgja sínu einstaka ferli og einn lokkur getur orðið grár mörgum árum á undan öðrum. Nasahárin glata oft lit sínum snemma, því næst hárin á höfðinu, þá skeggið og líkamshárin og að lokum augnabrúnirnar.

Hárþráður gabbaði vísindamennina

Í seinni rannsókninni söfnuðu vísindamenn alls 397 hárþráðum frá 14 tilraunaþátttakendum af ólíkum kynstofnum.

 

Fyrst í stað leituðu vísindamennirnir að hárþráðum sem voru með lit á endanum og litlausir við rótina, til að ganga úr skugga um aldur hársins.

 

Sér til mikillar furðu rákust vísindamennirnir jafnframt á mörg hár sem reyndust í smásjá vera með lit við hársræturnar og litlaus eftir því sem fjær dró. Þetta var í raun nákvæmlega hið öndverða af því sem þeir höfðu gert ráð fyrir.

 

Nánari skoðun á próteinunum í hárþráðunum sem safnað hafði verið saman, leiddi í ljós að grái hluti háranna fól í sér hátt innihald af svonefndum hvatberapróteinum sem m.a. myndast þegar líkaminn er undir miklu álagi, auk þess að tengjast beint öldrun.

Vissir þú að … hárið vex hraðar á sumrin?

Á sumrin tryggir blanda af færri hárþráðum, hlýrra veðri og næringu, afar ákjósanleg vaxtarskilyrði fyrir próteinið keratín sem hár okkar samanstendur aðallega af.

Hlýja og sólargeislar auka blóðstreymi til húðarinnar og höfuðsins, sökum þess að æðarnar víkka út til að losa sig við hita.

Aukið blóðflæði, svo og færri hárþræðir, sjá fyrir meira súrefni og aukinni næringu, m.a. steinefnum, amínósýrum og sykrum, í hársekkina sem eftir eru.

Meira súrefni og aukin næring gera það að verkum að frumurnar sem framleiða litarefni í hársekkjunum vaxa og skipta sér hraðar og komast leiðar sinnar upp úr húðinni sem nýir hárþræðir.

Streita sest í hárið

Þessi uppgötvun opnaði augu vísindamannanna og þeir spurðu þátttakendurna út í þau tímabil undanfarinna tólf mánaða sem mest eða minnst hefðu einkennst af streitu.

 

Fólk var beðið um að tilgreina nákvæmar dagsetningar.

 

Á þessu stigi fór rannsóknin að verða verulega áhugaverð. Vitað var að mennskt hár vex að meðaltali sem nemur 1,016 cm á mánuði og með þá vitneskju í huga tókst að tímasetja tiltekna viðburði í lífi þátttakendanna nákvæmlega og tengja við tiltekið magn litar í hárþráðunum.

 

Niðurstöðurnar leiddu í ljós að litlausu tímabilin voru í nákvæmu samræmi við þau tímabil þegar þátttakendurnir höfðu verið undir miklu álagi.

 

Greinilegt dæmi mátti sjá hjá þrítugri konu sem var með litlaust hár á u.þ.b. tveggja cm svæði í hársýnunum en það samsvaraði einmitt því tímabili þegar hún skildi við eiginmann sinn.

 

Annar þátttakandi endurheimti á hinn bóginn litinn í mörgum hárþráðum á meðan hann var í tveggja vikna sumarfríi.

 

Vísindamennirnir leggja áherslu á að þeir hafi einungis virt fyrir sér einstaka hárþræði og geti fyrir vikið ekki slegið því föstu hvort hægt sé að endurheimta allan hárlitinn með því að slaka rækilega á.

 

Þeir þykjast þó vissir um að öldrun mannsins sé engan veginn línulegt ferli og að það sé unnt að hefta og jafnvel snúa því við.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

5

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

6

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Sumt fólk sem ég þekki fullyrðir að hafa séð drauga. Ég hef aldrei upplifað neitt yfirnáttúrulegt. Er einhver skýring á þessu?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.