Maðurinn

Vísindin skoða fjórar mýtur um kulda

Yfir vetrarmánuðina eiga líkamar okkar í sífelldri baráttu við kuldann. Hér verður úr því skorið með vísindalegum hætti hvernig best sé að takast á við kuldann.

BIRT: 07/02/2023

1. LOFT HELDUR Á OKKUR HITA

Heit húð sem kemst í snertingu við kalt loft reynir að auka hitastig loftsins í ferli sem nefnist varmaburður. Því meiri sem hitastigsmunurinn er, þeim mun hraðar gefur líkaminn frá sér hita til umhverfisins.

 

Það er þetta hitatap sem lætur okkur verða kalt.

 

Þegar við klæðum okkur í föt hyljum við líkamann með kyrrstæðu lofti. Líkamanum reynist auðvelt að hita þetta loftlag upp og fyrir vikið færist hitatapið og hitastigsmunurinn frá líkamanum yfir í snertiflötinn á milli fatnaðarins og loftsins.

 

Getan til að halda á okkur hita ræðst því af:

 

  • Umfangi loftrýmisins milli líkamans og ytra lags fatnaðarins.

 

  • Önduninni sem ákvarðar hversu mikið loft komist í gegnum vefnaðinn.

 

Ákjósanlegasti fatnaðurinn myndi því vera gerður úr stórri blöðru sem samanstæði af efni sem ekki andar, á borð við latex eða plast. Hins vegar er vandkvæðum bundið að halda stóru loftlagi þéttu og plastefni myndu einnig loka inni rakann í loftinu sem leiða myndi til þess að líkaminn yrði þvalur og rakur.

 

Hitatapið myndi síðan aukast, sökum þess að hiti flyst hraðar til vatns en lofts.

 

Geta fatnaðar til að halda okkur heitum felur fyrir bragðið í sér margvíslega víxlverkun sem jafnvægi þarf að vera á, t.d. með nokkrum lögum í skíðajakka.

 

Niðurstaða: Mýtan er sönn.

Uppbygging trefjanna, líkt og hér í ull, skapar loftrými í vefnaðinum og ljær honum einangrandi eiginleika.

Enginn vefnaður hefur fullkominn hemil á hitastiginu

Mörg náttúruleg efni, svo og gerviefni, halda okkur afskaplega vel heitum en ekkert eitt efni er fullkomið.

Dúnn

Kostur: Myndar mikið loftrými.

Ókostur: Dúnn drekkur í sig raka, klessist saman og glatar eiginleika sínum.

 

Pólýester/flís

Kostur: Mikil einangrun.

Ókostur: Andar of mikið.

 

Silki

Kostur: Þéttofnar trefjar halda á okkur hita en drekka í sig og gefa frá sér raka.

Ókostur: Yfirleitt aðeins fáanlegt sem þunnur vefnaður.

 

Ull

Kostur: Getur drukkið í sig og gefið frá sér raka og samsetning ullartrefjanna ljær ull ákjósanlegustu einangrunargetuna en trefjarnar mynda náttúrulega loftvasa.

Ókostur: Þungt efni, einkum ef ullin blotnar.

2. HITINN HVERFUR FRÁ HÖFÐINU

Góðviljaðir foreldrar toga húfuna oft niður fyrir eyru á börnum sínum með þeim röksemdum að 40-45 prósent líkamshitans gufi upp frá höfðinu.

 

Kenning þessi sem á ugglaust rætur að rekja til hernaðartilraunar á 6. áratug 20. aldar, á hins vegar ekki við rök að styðjast.

 

Hversu miklum hita hver líkamshluti glatar er í nánu hlutfalli við yfirborðsflöt þess líkamshluta.

 

Árið 2008 vissu vísindamenn að á bilinu 7-10 prósent líkamshitans fer út gegnum höfuðið. Þetta er nokkurn veginn í samræmi við hlutfall höfuðsins af yfirborðsfleti líkamans sem nemur einmitt sjö af hundraði.

 

Vísindamenn leggja hins vegar áherslu á að húfur geri mikið gagn, einkum meðal eldra fólks sem er með minna fitumagn í undirhúðinni sem annars gagnast við að halda á okkur hita.

 

Niðurstaða: Mýtan er ósönn.

3. MÖRG LÖG AF FATNAÐI HITA BETUR EN EITT ÞYKKT LAG

Skíðafólk lærir fljótt að klæða sig í mörg lög fatnaðar umfram það að klæðast einum þykkum skíðajakka.

 

Mörg lög hita betur sökum þess að loftið milli laganna einangrar. Sé vefnaðurinn samsettur á réttan máta sér hann einnig um að varðveita jafnvægið á milli öndunar og vatnsheldni.

Þrjú lög halda hita og raka í jafnvægi

Þrjú til fjögur lög tryggja stöðugan líkamshita.

Innst

Svitaleiðandi lag heldur rakanum fjarri líkamanum, t.d. pólýester, merínóull eða silki. Forðist bómull sem drekkur í sig raka, líkt og svampur.

Í miðjunni

Fatnaður sem þrengir ekki að, myndar einangrandi loftlag, t.d. ull, dúnn eða flís. Miðjulagið má bæta upp með aukalegu lagi.

Yst

Skel framleidd úr vind- og vatnsheldu efni kemur í veg fyrir að innri lögin verði rök og varnar því einnig að loftlaginu við líkamann sé skipt út, t.d. Gore-Tex.

Skíðajakkar eru iðulega gerðir úr nokkrum lögum af vefnaði sem hafa fyrir vikið sömu áhrif og klæðnaður í nokkrum lögum.

 

Niðurstaða: Mýtan er sönn

4. KULDINN NÆR BETRI TÖKUM ÞEGAR VIÐ ERUM SVÖNG

Þegar búkurinn er heitur flytur hann blóð sem inniheldur ofgnótt næringarefna, súrefnis og hita úr brennsluferlinu um allan líkamann.

 

Þegar okkur verður kalt hægir á blóðflæðinu út í fót- og handleggi en mikilvæg líffæri, svo og heilinn, fá nóg. Minna blóð flæðir einnig til húðarinnar og fyrir bragðið eru það oftast húðin og limirnir sem kólna.

 

Líkaminn framleiðir hita þegar hann nýtir orku, þ.e. brennir hitaeiningum. Þegar tennurnar byrja að glamra og við skjálfum úr kulda er ástæðan sú að líkaminn virkjar vöðvana til þess að eyða orku.

 

Ef líkaminn býr ekki yfir nægilegu magni hitaeininga fyrir brennslu, reynist okkur erfitt að halda á okkur hita.

 

Þetta skýrir hvers vegna við hættum oft að skjálfa eftir hádegismat, þó svo að hitastigið sé óbreytt.

 

Niðurstaða: Mýtan er sönn

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jeppe Woicik

Shutterstock,© CSIRO,

Náttúran

Ljós ruglar viðbrögð skordýranna

Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Maðurinn

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Vinsælast

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

3

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

6

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

3

Maðurinn

3 ókostir við greind

4

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

5

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

6

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Lifandi Saga

Hvenær voru fóstureyðingar gerðar frjálsar í Bandaríkjunum?

Maðurinn

Hvers vegna þarf eldra fólk minni svefn?

Lifandi Saga

Fjöldamorðin í Katyn: Stalín hugðist brjóta Pólverja á bak aftur

Maðurinn

Matseðill morgundagsins: Skordýrabrauð með ostlíki úr geri

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

Maðurinn

Auðmaður vill drekka úr æskubrunninum

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

Maðurinn

Íhugun getur breytt heila þínum

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Árið 2009 kom dularfullur forritari fram með heimsins fyrstu rafmynt. Það átti eftir að gjörbreyta fjárhagslífi heimsins. Rafmynt gæti gert banka ónauðsynlega og komið í veg fyrir verðbólgu – en hún er fullkominn myntfótur fyrir glæpamenn.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.