Search

10 óvanalegar tegundir af fælni

Til er fólk sem þjáist af ótta við blóm, trúða eða lykt. Lesið ykkur til um tíu öðruvísi tegundir af fælni.

BIRT: 17/05/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Með fælni er átt við órökrétta hræðslu við tiltekinn hlut eða aðstæður sem kann að vera svo alvarleg að líf einstaklingsins sem á í hlut, sé algerlega háð þessum tiltekna ótta.

 

Flestir kannast við myrkfælni, hræðslu við köngulær, lofthræðslu og innilokunarkennd en fælni getur snúist um allt mögulegt annað. Hér má sjá stutt yfirlit yfir þessar fælnitegundir.

 

Oddfælni (Aichmophobia): Hræðsla við beitta og oddhvassa hluti. Þeir sem þjást af þessari fælni geta meira að segja verið smeykir við fingur sem bent er með.

 

Gatnamótafælni (Agyrophobia) : Ótti við að fara yfir götu. Óttinn er alveg óháður umferð, því mannlaus gata getur verið alveg jafn skelfileg og sú sem mikil umferð er um.

 

Blómafælni (Anthophobia): Hræðsla við blóm. Kvilli sem kann að reynast mörgum erfiður sem vilja hreyfa sig út fyrir hússins dyr.

 

Dansfælni (Chorophobia): Hræðsla við að dansa. Margir kæra sig ekkert um að dansa en hér er um að ræða ótta sem getur gert fólk veikt.

 

Trúðafælni (Coulrophobia): Hræðsla við trúða. Hér er ekki einvörðungu um að ræða reiðilega trúða sem hafa þann tilgang að hræða fólk, heldur einnig ofur venjulega trúða.

 

Símaleysisfælni (nomophobia): Óttinn við að lenda í því að vera farsímalaus. Þetta er ein nýjasta tegundin af fælni sem þekkt er. Þessi fælni kann að vera svo alvarleg að aldrei sé slökkt á símanum og hann hafður með hvert sem er.

 

Lyktarfælni (Osmophobia): Hræðsla við lykt. Þessi kvilli kann að tengjast einhverri tiltekinni lykt eða þá öllum mögulegum gerðum af sterkri lykt.

 

Fælnifælni (Phobophobia): Ótti við fælni. Fólk getur orðið svo hrætt við að verða hrætt við eitthvað að sá ótti getur komið fólki í koll.

 

Speglafælni (Spectrophobia): Hræðsla við spegla og eigin spegilmynd. Þessi kvilli er einkar sjaldséður en er álitinn vera til marks um ótta við að viðurkenna hver maður er. 

 

Fjarkafælni (Tetraphobia): Hræðsla við töluna fjóra. Þessi fælni er einkar algeng í mörgum löndum í Asíu þar sem talan 4 og tákn dauðans líkjast oft verulega.

Slagsmál í heila losa okkur við fælni

Gríðarstór könguló skríður upp eftir handleggnum en þú haggast ekki. Nýleg tækni sem þróuð var af vísindamönnum í Cambridge í fyrra gerir kleift að eyða fælni og sálrænum áföllum úr undirmeðvitundinni.

 

Tilraunin gekk út á að framkalla fyrst ótta hjá þátttakendunum með því að gefa þeim rafstraum í hvert skipti sem þeir sáu rauðan hring. Þeir gátu greint óttaviðbrögðin í heilanum og komust síðar að raun um að viðbrögðin gerðu alveg ómeðvitað vart við sig á tilviljanakenndum tímum dagsins.

 

Með því að virkja umbunarkerfi heilans þegar óttinn gerði vart við sig, gátu vísindamennirnir unnið bug á óttanum. Þegar fram í sækir vonast þeir til að nýta megi aðferðina til að eyða áfallaminningum hjá t.d. hermönnum sem snúið hafa heim úr stríði.

BIRT: 17/05/2022

HÖFUNDUR: Lars Thomas

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is