Maðurinn

5 mýtur um greind: „Karlar eru betri í stærðfræði“ 

Eru karlar greindari en konur? Erfir maður greind sína frá móður og föður? Og er leti til marks um heimsku? Margar sögusagnir eru á kreiki um greind – sem betur fer geta vísindin greitt úr þeim.

BIRT: 04/09/2023

Erfðir

 

Mýta 1: „Þú erfir greind foreldranna“

Fæðumst við með autt blað sem við fyllum síðan greind okkar út í eða getum við bara þakkað foreldrum okkar fyrir greindina? Núna eru vísindamenn ekki í neinum vafa.

 

Fjölmargar rannsóknir þar sem greind systkina og einkum tvíbura er borin saman sýna að greind er að miklu leiti arfgeng. Systkini hafa jafnan svipaða greind þrátt fyrir að hafa alist upp í ólíku umhverfi.

 

Vísindamenn áætla að allt að 80% af greind okkar sé arfgeng og þeir hafa fundið fjölmörg gen sem leggja sitt af mörkum til greindar – þ.á m. mörg sem stýra vexti frumna í heila fóstursins.

Þú getu aukið greind þína um eitt til fimm stig á hverju ári sem þú menntar þig.

Engu að síður ráða genin ekki alveg hlutskipti þínu. Þú getur aukið greindina með því bæði að lesa mikið og læra eitthvað nýtt.

 

Umfangsmikil rannsókn bendir til að maður geti aukið greindina um eitt til fimm stig á hverju ári sem maður menntar sig. Áhrifin virðast vera mest þegar að menntunin á sér stað meðan maður er ungur – en þau virðast einnig vara út allt lífið.

 

Mýta 1 er: AÐ MESTU LEITI SÖNN

 

 

Leti

 

Mýta 2: „Latar manneskjur eru heimskar“

Oft er talað illa um latar manneskjur. Þær geta víst verið sinnulausar, metnaðarlausar – og dálítið heimskar. En það þurfa þær ekki nauðsynlega að vera, samkvæmt bandarískri rannsókn.

 

Vísindamenn létu námsmenn fá spurningalista og mældu einnig líkamsrækt þeirra á einni viku. Niðurstöðurnar sýndu samhengi milli lítillar hreyfingar og ánægju við að leysa flókin vandamál – áhrif sem jafnan eru tengd við góða andlega eiginleika.

 

Leti getur þannig stafað af áhuga á því að kljúfa eitthvað til mergjar – og greindar – í hversdagslegum vandamálum.

LESTU EINNIG

Hinir lötu geta einnig glaðst yfir því að afslöppun í formi þess að fá sér blund á miðjum degi er góð fyrir greindina. Tilraunir hafa t.d. sýnt að heili manns vinnur með skilvirkari hætti á kvöldin, hafi maður fengið sér blund um miðjan dag.

 

Vísindamenn benda þó á að ákveðin líkamsrækt er mikilvæg til að minnka m.a. hættuna á elliglöpum og viljir þú viðhalda ágætri greind þinni neyðist þú til að stíga upp úr sófanum endrum og sinnum.

 

Mýta 2 er : ÓSÖNN

 

 

Stærð:

 

„Stærð heilans skiptir engu máli“

Ef þú ert með stórt höfuð þá eru það góð tíðindi fyrir þig. Margar rannsóknir sýna að fólk með stór höfuð hafa ekki einungis stóran heila – það nær einnig betri árangri á greindarprófum en fólk með lítil höfuð.

 

Og skýringin er líklega sú að meiri fjöldi heilafrumna kemur þannig til góða.

 

Þó eru til undantekningar á þessu samhengi – t.d. eru flestir sérfræðingar sammála um að konur og karlar séu álíka greind þrátt fyrir stærri höfuð karlmanna.

 

Sumir vísindamenn telja að konurnar bæti upp fyrir færri heilafrumur með því að vera með sterkari tengingar á milli heilahvelanna tveggja.

Mikil örvun og stuðningur í æsku getur aukið vöxt heilans um tíu prósent.

Stærð heilans ræðst í miklum mæli af erfðum en þó ekki alveg; t.d. sýnir rannsókn að börn sem hljóta virkan stuðning í námi fyrstu fimm ár þeirra geta náð 10% stærri heila en önnur börn. Mikil örvun í æsku getur einnig aukið vöxt heilans.

 

Mýta 3 er: ÓSÖNN

 

 

Greindarpróf

 

Mýta 4: „Greindarpróf er góð mæling á greind“

Hefðbundin greindarpróf mæla tölfræðilega, rúmfræðilega og rökfræðilega getu og um 70% okkar munu skora milli 85 og 115 stig í prófi – og í því tilviki erum við talin vera með „eðlilega greind“.

 

En greindarpróf hafa einnig sína veikleika. Framsetning prófsins getur t.d. gert að verkum að fólk frá vissum menningarsvæðum eigi örðugara með að skilja verkefnin og niðurstaðan getur einnig ráðist af því hvort að maður sé stressaður eða hafi bara lítinn áhuga á prófinu.

 

Auk þess telja fjölmargir sérfræðingar að getu eins og félagsfærni og tónlistargáfu, beri að reikna inn í greindarpróf en ekki er hægt að mæla slíkt í hefðbundnum prófum.

 

Engu að síður telja sérfræðingar að greindarpróf geti verið mikilvægt verkfæri í vissu samhengi. Og gott skor í greindarprófi getur haft verulega þýðingu í raunheimum; sem dæmi getur einungis eitt aukastig að meðaltali aukið innkomu manns um 2,4%.

 

Mýta 4 er: AÐ HLUTA TIL SÖNN

 

 

Karlar og konur

 

Mýta 5: „Karlar eru betri í stærðfræði“

Það eru um 23 milljarðar heilafruma í heilaberki karlmanna. Konur eru með 19 milljarða. Vísindamenn hafa auk þess fundið margs konar mun í uppbyggingu heilans hjá kynjunum tveimur. En hvað þýðir það fyrir greindina?

 

Umfangsmikil rannsókn frá árinu 2017 komst að því að karlar skora að meðaltali 3,75 stigum meira í greindarprófum en konur. Aðrar tilraunir benda til að karlar hafi einnig betri rýmisgreind á meðan málgreind kvenna er meiri.

Heilinn geymir þrjár gerðir af mismun kynja.

Margar rannsóknir sýna smávægilegan mismun milli heila karla og kvenna sem kunna að geta leitt af sér mismunandi hugræna getu. Hvernig þetta á sér stað er þó ekki ljóst.

 

1. Konur finna til með ennisblaðinu

Fremst í heilanum er að finna hægri tóttarennisbörk þar sem við ráðum í og stýrum tilfinningum. Svæðið er stærra og virkara hjá konum en hjá karlmönnum sem kann að leiða til mismunar í tilfinningalegri getu greindarinnar.

 

2. Karlar eru með augu í hnakkanum

Svokallað hægra sjónarblað aftast í heilanum stýrir m.a. rýmisskyni og er stærra og virkara hjá körlum en hjá konum. Þessi munur kann að veita körlum forskot hvað varðar þessa gerð greindar.

 

3. Konur tengjast vináttu með hvirfilblaðinu

Svonefnt præcuenus í hvirfilblaði heilans er virkara og tengist betur öðrum hlutum heilans hjá konum en hjá körlum. Þessar góðu tengingar auka kannski félagsfærni kvenna og jafnvel einnig skammtímaminnið.

Margir fræðimenn telja þó nú að munurinn milli kynjanna sé mun minni en hefur jafnan verið haldið fram. Þeir hafa m.a. hafnað þeirri þrautseigu ályktun að karlar séu betri en konur í stærðfræði.

 

Bandarísk greining sem náði til sjö milljón grunnskólanema fann engan mun á árangri drengja og stúlkna í stærðfræðiprófum.

 

Aðrar rannsóknir sýna að drengir spjara sig lítillega betur í sumum prófum – en sá munur endurspeglar ekki nauðsynlega eiginlegan mun á getu kynjanna.

 

Ofmeta greind sína

Tilraunir hafa sýnt að konur spjara sig verr í prófum fái þær að vita fyrir prófin að karlmenn séu betri í stærðfræði. Þannig getur mýtan um stærðfræðigetu karla og kvenna átt sinn þátt í að draga konurnar niður.

 

Auk þess hafa foreldrar og kennarar reynst styðja drengi meira en stúlkur í stærðfræðikennslu.

 

Að lokum er sú hugmynd að karlmenn hafi yfirburði innan t.d. stærðfræði orðið til þess að karlmenn ofmeta jafnan greind sína, meðan konur vanmeta greind sína.

 

Mýta 5 er: AÐ MESTU LEITI ÓSÖNN

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: KARIN DITLEVSEN

Shutterstock,

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.