Tækni

5 mýtur um skjái

Leit á netinu slævir heilann og samfélagsmiðlum má líkja við eiturlyf. Heyrst hafa margar fullyrðingar um skjái og hér hyggjumst við skoða sannleiksgildi nokkurra algengustu staðhæfinganna.

BIRT: 12/04/2023

MÝTA 1: FORHEIMSKANDI AÐ LEITA Á NETINU

Rithöfundurinn Nicholas Carr öðlaðist heimsfrægð árið 2008 fyrir grein sína „Er Google forheimskandi?“ og margir hafa borið upp sömu spurningu síðan.

 

Ekki er unnt að draga þá ályktun að netleit sé forheimskandi, því rannsóknir hafa einmitt leitt í ljós að leit á netinu sé vel til þess fallin að örva heilastarfsemina.

 

Vísindamenn við Columbia háskóla eru þeirrar skoðunar að netið gegni hlutverki eins konar utanáliggjandi minnis.

 

Þeir hafa rannsakað hvort fólk geti lagt á minnið upplýsingar á meðan netið er tiltækt. Tilraunaþátttakendurnir mundu frekar hvar upplýsingarnar væri að finna, umfram það að muna hvert innihald þeirra hefði verið.

 

Ástæðuna segja vísindamennirnir m.a. vera þá að heilinn sé ekki fær um að vinna úr meiru en þremur til fimm upplýsingabútum í einu. Þær þúsundir upplýsinga sem netið hefur að geyma valda ofhleðslu í vinnsluminninu, þar sem unnið er úr vitneskju áður en upplýsingarnar eru vistaðar í langtímaminninu.

LESTU EINNIG

Heilinn brennur ekki yfir vegna upplýsingamagnsins. Þess í stað losar hann „diskarými“ með því að láta netinu eftir að muna innihaldið og man sjálfur einungis hvar upplýsingarnar er að finna.

 

Fyrirbæri þetta nefnist samskiptaminni og þekkist m.a. þegar pör „deila“ minni í tengslum við heimilishald og fjárhagsáætlanir, auk afmælisdaga og annarra dagsetninga.

 

Þegar við deilum minni með netinu, sem sér til þess að geyma stóran hluta af merkingarminninu, þ.e. þeim hluta af langtímaminninu sem hefur að geyma almenna vitneskju og stundarvitneskju, losum við hins vegar aðra vitsmunaforða, ef marka má rannsóknir.

 

Sýnt var fram á í rannsókn, sem gerð var við Kaliforníuháskóla, að leit á netinu virkjar þau svæði heilans sem tengjast ákvarðanatöku og skynsemi, stöðvar sem ekki eru virkjaðar þegar við t.d. lesum bók.

Netið eykur heilavirkni

Vísindamenn við háskólann í Kaliforníu hafa skannað heila einstaklinga. Til vinstri má sjá heilavirkni við lestur bókar. Hægra megin má sjá heilavirkni við leit á netinu sem jók virkni heilasvæða sem er t.d tengt rökum og ákvörðunum.

Mýtan um netleit er: ÓSÖNN

MÝTA 2: ,,EKKI SKILJA SÍMANN EFTIR Í HLEÐSLU"

Árið 2016 kviknaði fyrirvaralaust í nokkrum snjallsímum af gerðinni Samsung Galaxy Note 7.

 

Þessir atburðir ýttu undir gamla sögusögn þess eðlis að kviknað geti í símum sem fólk skilur eftir í hleðslu yfir nótt. Óttinn á hins vegar ekki við rök að styðjast.

 

Ástæða þess að það kviknaði í rafhlöðunum er sú að bilið milli rafskautanna í rafhlöðunum hafði styst sökum þess að léleg efni höfðu verið notuð. Fyrir vikið hafði raflausnin, þ.e vökvinn sem leiðir jónirnar í rafhlöðunni, ofhitnað og byrjað að sjóða, með þeim afleiðingum að það kviknaði í rafhlöðunni.

 

Allir nútíma símar eru útbúnir svonefndu BMS-kerfi í rafhlöðunum sem kemur í veg fyrir að slíkt gerist.

 

Þegar símar eru hlaðnir færast liþíum-jónir frá bakskauti til forskauts, þaðan sem þær svo færast til baka, en þetta ýtir rafskautum áfram í hringrás þegar snjallsíminn er notaður. Notaður er örgjörvi til að mæla stöðugt spennuna í rafhlöðunni á meðan hleðslutækið er í gangi.

 

Þegar spennan er komin upp í 4,2 volt virkjast díóða, sem gegnir hlutverki eins konar einstefnuloka fyrir rafstraum og lokar fyrir, þannig að rafhlaðan ofhitni ekki.

 

Díóður í rafhlöðunum sjá einnig til þess að rafstraumur fari ekki af rafhlöðunni á meðan verið er að hlaða.

Díóður virka sem lokur fyrir straum

Nútíma snjallsímar eru með kerfi sem tryggir að það kvikni ekki í rafhlöðunni. Kerfið heitir BMS (Battery Management System) og notar svokallaðar díóður.

Rafhlaðan hlaðin með liþíum-jónum

Rafhlaðan er hlaðin með því að færa jákvætt hlaðnar liþíum-jónir frá bakskauti til forskauts. Neikvætt hlaðnar rafeindir komast ekki framhjá himnunni, þannig að þær streyma í hringrás að rafskautinu.

Díóður loka fyrir og lækka spennuna

Á meðan rafhlaðan er í hleðslu geta díóður lokað fyrir þannig að straumur hverfur ekki úr rafhlöðunni og lækka spennuna.

Díóður loka fyrir strauminn

Þegar spennan í rafhlöðunni er 4,2 volt lokast díóðurnar þannig að straumur kemst nú ekki inn í rafhlöðuna.

Mýtan um hleðsluna er: ÓSÖNN

MÝTA 3: ,,HÁLSINN SKAÐAST VIÐ SNJALLSÍMANOTKUN"

Fyrir hverju gráðu sem við beygjum höfuðið til að horfa á símann, færist þunginn til og veldur álagi á hálsinn.

 

Þegar við beygjum höfuðið fram á við til að líta á símann myndast gífurlegt álag á hnakkann. Fyrirbæri þetta kallast stundum „tækniháls“ og getur haft í för með sér slitmeiðsli og slælega líkamsstöðu.

 

Árið 2014 rannsakaði bandaríski skurðlæknirinn Kenneth Hansraj álagið sem myndast á hálsinn þegar við erum öllum stundum með nefið ofan í símanum.

 

Höfuð vegur um fimm og hálft kíló en um leið og við beygjum höfuðið fram eða aftur eykst þrýstingurinn á hálsinn og hryggsúluna.

 

Sé höfuðið beygt um einungis 15 gráður gerir þyngdartilfærslan það að verkum að álagið sem myndast á hrygginn, vöðvana og sinarnar samsvarar 12 kg þunga.

 

Þegar við horfum stíft á símaskjáinn og beygjum höfuðið sem nemur 60 gráðum, veldur breytt staða höfuðsins álagi á hrygginn, vöðvana og sinarnar, sem nemur ríflega 27 kg, þ.e. fimmföldum þunga höfuðsins.

Höfuð okkar vega að jafnaði 5,5 kg en þegar við horfum á snjallsímann beygjum við hnakkann yfirleitt sem nemur 45 gráðum. Við þetta hliðrast þungi höfuðsins og álagið sem myndast á hnakkann samsvarar 22 kg.

Tækniháls virðist vera útbreitt vandamál.

 

Gerð var rannsókn við Khon Kaen háskólann í Tælandi sem leiddi í ljós að 32 prósent af 779 snjallsímanotendum við háskólann þjáðust af hálsverkjum, önnur 26 prósent af verkjum í herðum, á meðan alls 20 prósent þjáðust af verkjum í efri hluta baksins.

Mýtan um hálsmeiðsl er: SÖNN

MÝTA 4: AUGUN GREINA EKKI OFURHÁSKERPUNA

Ofurháskerpuskjár er útbúinn 8.294.400 dílum, þ.e. fjórfalt fleiri en við á um háskerpuskjá. Því fleiri dílar, þeim mun skarpari verða myndgæðin.

 

Augað hefur yfir að ráða upplausn sem er u.þ.b. 72 sinnum meiri en við á um ofurháskerpusjóvarp en engu að síður er ógerlegt að greina þessa miklu upplausn á skjánum nema við séum alveg upp við skjáinn ellegar þá notumst við risaskjá.

 

Ástæðan er sú að geta augans til að greina tvo punkta í sundur er háð fjarlægðinni sem horft er úr.

Upplausn augans samsvarar 576-megadíla myndavél. Við sjáum með milljónum sjónfrumna í sjónugrófinni aftast í auganu.

Augað getur einungis greint í sundur tvo punkta ef þeir eru aðgreindir sem nemur sextugasta hluta úr gráðu.

Úr eins metra fjarlægð geta einstaklingar með eðlilegan sjónstyrk greint að hluti með 0,3 mm millibili. Úr þriggja metra fjarlægð verður stærð skjás að vera minnst 70 tommur  til að að greina ofurháskerpu frá háskerpu.

Upplausn augans samsvarar 576-megadíla myndavél. Við sjáum með milljónum sjónfrumna í sjónugrófinni aftast í auganu.

Augað getur einungis greint í sundur tvo punkta ef þeir eru aðgreindir sem nemur sextugasta hluta úr gráðu.

Úr eins metra fjarlægð geta einstaklingar með eðlilegan sjónstyrk greint að hluti með 0,3 mm millibili. Úr þriggja metra fjarlægð verður stærð skjás að vera minnst 70 tommur  til að að greina ofurháskerpu frá háskerpu.

Mýtan um ofurháskerpuna er: AÐ HLUTA TIL SÖNN

MÝTA 5: ,,SAMFÉLAGSMIÐLAR VALDA VÍMU LÍKT OG EITURLYF"

Þegar við fylgjumst með samfélagsmiðlunum fylgjum við vana sem heilinn hefur byggt upp. Slík vanaverk gera það að verkum að heilinn losar þrjú boðefni. Efnið nóradrenalín beinir athygli okkar að vananum. Serótónín virkjar sjálfa tilfinninguna sem vaninn hefur í för með sér.

 

Dópamín styrkir tengslin milli tiltekinna vanaverka og unaðarins sem okkur er umbunað með fyrir að iðka vanann.

 

Þegar fram líða stundir fer heilinn að framleiða meira dópamín þegar vanaverkið er framkvæmt, þ.e. áður en við vitum hvort okkur verður umbunað líkt og venjulega. Á hinn bóginn minnkar dópamínframleiðslan ef umbunin, sem búist var við, lætur standa á sér.

Þrjár leiðir dópamíns

Notkun samfélagsmiðla og fíkniefnaneysla kveikja á dópamínrásum í heilanum.

Nautn undir áhrifum dópamíns

Leiðin liggur að neðri rákahjarna og hefur m.a. áhrif á nautn og umbun.

Skynfærin vinna með dópamíni

Þessi leið liggur að efri rákahjarna og hefur áhrif á hreyfingu og upplifun.

Dópamín hefur áhrif á hvernig við lærum

Leiðin liggur m.a. til ennisblaða og hefur sér í lagi áhrif á hvatningu og nám.

Rannsóknir við Harvard háskóla hafa leitt í ljós að notkun samfélagsmiðla og eiturlyfjanotkun styðjast við sömu dópamínhringrás heilans.

 

„Like“ á samfélagsmiðlum getur losað úr læðingi dópamín í heila, líkt og við á um örvandi áhrifin af kókaíni, og hvort tveggja hvetur til að við ánetjumst, annars vegar því að fylgjast með á samfélagsmiðlunum og hins vegar því að taka inn kókaín.

Umbun losar dópamín í heila

Upphaf, væntingar og umbun hafa áhrif á losun dópamíns í heilanum á mismunandi hátt.

Óvænt umbun veldur gleði

Ef við upplifum meiri umbun en búist hafði verið við, eða þá umbunin er alveg óvænt, t.d. þegar við fáum ótrúlega mörg „like“ við færslu á Instagram, losnar mikið magn dópamíns úr læðingi.

Væntingar taka völdin

Þegar fram líða stundir gerum við okkur væntingar um tiltekna umbun fyrir ákveðin verk og dópamín hættir að losna úr læðingi umbunarinnar vegna heldur af væntingunni um slíkt hið sama, t.d. þegar við opnum Facebook.

Skortur á umbun dregur okkur niður

Ef við fáum ekki þá umbun, t.d. „like“, þegar við opnum smáforrit þar sem allt er morandi í „like“ að öllu jöfnu, minnkar dópamínframleiðslan. Þetta gefur vísbendingu um að við ættum að velta því fyrir okkur hvort tiltekin venja er æskileg.

Mýtan um samfélagsmiðla er: SÖNN

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ESBEN SCHOUBOE

© Gary W. Small,© Ken Ikeda Madsen,© Claus Lunau & Lasse Lund-Andersen,© Harvard University & SPL & Claus Lunau & Anders Bothmann,

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.