Upp úr 1840 fundu frumkvöðlar olíuvinnslunnar upp á því að vinna steinolíu úr hráolíu.
Allt í einu var mannkyn komið með eldfiman og ódýran vökva sem veitti bjartan, gulan loga. Í samanburði við ljós frá gamaldags olíulampa var steinolían sannkallað framfaraskref.
Enn batnaði það þegar steinolíulampinn var fundinn upp. Hann samanstóð af geymi og brennandi kveik sem var varinn með háu glerröri.
Lampinn lýsti vel innanhúss en var óheppilegur þegar farið var utandyra því glerrörið gat dottið auðveldlega af. Auk þess var loginn veikur og það slökknaði auðveldlega á honum við minnsta gust.
Módel: Dietz steinolíulampi
Fyrst framleiddur: 1880
Brunatími: 11 tímar
Fyrst árið 1862 þegar uppfinningamaðurinn John Erwin fékk einkaleyfi á steinolíulampa úr formpressuðu blikki breyttist ljósið fyrir alvöru um heimsbyggðina.
Loft sogaðist inn í gegnum grind lampans til kveiksins á meðan notað loft fór út í gegnum op á toppnum.
Með þessum hætti nýtti lampinn eldsneytið afar vel og loginn var mjög stöðugur. Þegar loginn var lokaður inni í gleri lýsti lampinn jafnvel í stormi.
Svona virkar steinolíulampinn
Toppurinn leiðir loftið inn og út
Efsti hluti steinolíulampans hefur tvenns konar virkni – sem strompur og loftinntak.
Þar er loftið leitt út og ferskt loft dregið inn til að næra logann.
Loft streymir í gegnum grindina
Ferskt loft er leitt niður í gegnum grindina sem er hol að innan. Rörin tryggja að utanaðkomandi vindur hafi ekki mikil áhrif, því gusturinn kemur úr báðum áttum þegar hann nær til logans.
Skrúfa stýrir ljósmagninu
Skrúfubúnaður gerir mönnum kleift að stýra styrk ljóssins. Kveikurinn er flatur og þetta form eykur loftflæðið í kringum logann og bætir þannig brunann.
Glerið skermar af logann
Fjaðrabúnaður heldur glerinu föstu á sínum stað.
Glerið tryggir hreinan bruna og eins að ekki er hægt að slökkva á loganum.
Þegar það er annars gert er glerinu lyft upp og þá má blása á logann.
Steinolía heldur loganum lifandi tímunum saman.
Lampinn er búinn til úr blikki.
Stærð eldsneytisgeymisins er breytileg eftir gerðum. Fullur staðaltankur inniheldur 0,24 l af steinolíu – nóg til að halda loganum lifandi í minnst 11 tíma.
Toppurinn leiðir loftið inn og út
Efsti hluti steinolíulampans hefur tvenns konar virkni – sem strompur og loftinntak.
Þar er loftið leitt út og ferskt loft dregið inn til að næra logann.
Loft streymir í gegnum grindina
Ferskt loft er leitt niður í gegnum grindina sem er hol að innan.
Rörin tryggja að utanaðkomandi vindur hafi ekki mikil áhrif, því gusturinn kemur úr báðum áttum þegar hann nær til logans.
Skrúfa stýrir ljósmagninu
Skrúfubúnaður gerir mönnum kleift að stýra styrk ljóssins.
Kveikurinn er flatur og þetta form eykur loftflæðið í kringum logann og bætir þannig brunann.
Glerið skermar af logann
Fjaðrabúnaður heldur glerinu föstu á sínum stað.
Glerið tryggir hreinan bruna og eins að ekki er hægt að slökkva á loganum.
Þegar það er annars gert er glerinu lyft upp og þá má blása á logann.
Steinolía heldur loganum lifandi tímunum saman.
Lampinn er búinn til úr blikki.
Stærð eldsneytisgeymisins er breytileg eftir gerðum. Fullur staðaltankur inniheldur 0,24 l af steinolíu – nóg til að halda loganum lifandi í minnst 11 tíma.
Lampinn var framleiddur af hinum bandaríska Robert Edwin Dietz. Fjöldaframleiðsla á þessum örugga lampa tryggði að flestir íbúar fengu nú möguleika á að ferðast um í myrkri í hvers konar veðri.
Lampinn varð vitanlega skjótt ákaflega vinsæll og sem dæmi má nefna að bandarísku járnbrautarfyrirtækin voru dyggir viðskiptavinir Dietz.
Bændur vildu líka eignast lampann, t.d. til að veiða leðurblökur sem gátu dreift hundaæði. Lampinn er því kallaður leðurblökulampinn á nokkrum tungumálum.
Dietz lampinn er ennþá í framleiðslu og er útbreiddur í löndum þar sem íbúar hafa ekki aðgang að rafmagni.