Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Járnbeisli fyrir kjaftforar konur, afhöggnar hendur fyrir þjófnað og brennimerking á fyllibyttum – öldum saman hlutu lögbrjótar líkamlega refsingu. Sem viðbót við sársaukann bættist svo skömmin.

BIRT: 25/02/2024

Morðingjar og þjóðvegaræningjar enduðu líf sitt í gálganum en landráðamenn voru hins vegar pyntaðir til dauða. Allt fram á 19. öld, þegar fangelsi komu til sögunnar, tíðkaðist að beita dauðarefsingu í Evrópu til að losna við harðsvíraða glæpamenn. Hins vegar var einnig þörf fyrir vægari refsingu til að halda mætti uppi lögum og reglu.

 

Í mörgum löndum var til siðs að gera fólk útlægt og að beita líkamlegum refsingum. Svipuhögg, brennimerking og viðlíka var einkum ætlað til að hræða fólk frá því að brjóta lögin á nýjan leik en refsingin var oftast útfærð á torgum úti eða öðrum opinberum stöðum, þannig að aðrir íbúar væru jafnframt áminntir um að gerast ekki lögbrjótar, því refsingin var ekki einatt sársaukafull heldur fól hún að sama skapi í sér gífurlega niðurlægingu.

1. SLEF OG AUMIR KJÁLKAR

Beisli þaggaði niður í kerlingum

Konum var oft refsað með beisli eftir ábendingar eiginmannsins.

Grímur sem gengu undir heitinu scold’s bridle (skassbeisli) voru notaðar á 17. öld í Englandi og Skotlandi. Bridle er enska orðið yfir beisli og enska orðið scold táknaði í þá daga geðvondar kerlingar sem sjaldnast fengust til að þegja. Áhaldið scold’s bridle gat hins vegar þaggað niður í þeim.

 

Þetta járnbeisli var gjarnan sett á konur sem trufluðu almannaró með því að ónáða aðra með háværum hrópum. Refsingin fól í sér bæði óþægindi og sársauka því svokallað scold’s bridle var útbúið eins konar mélum með plötu eða kúlu úr járni sem erfitt var að gjamma með.

 

Mélin komu í veg fyrir að konan gæti mælt sökum þess að munnurinn var þvingaður til að vera opinn. Til voru sérlega kvalafullar útgáfur af beislinu, útbúnar með oddi sem gerði það að verkum að kvalafullt var að hreyfa tunguna.

 

Þær konur sem neyddust til að ganga með scold’s bridle gátu heldur ekki kyngt og fyrir vikið var óumflýjanlegt að þær slefuðu. Auk þess að verða aumar í kjálkunum af að bera þetta óþægilega tól voru konurnar að sama skapi niðurlægðar með því að þurfa að ganga með þetta gegnum bæinn eða þær voru settar í gapastokk með útbúnaðinn á sér.

2. REFSINGIN VAR AÐ BERA KLAFA

Ótrúir gengu af sér skömmina

„Steinar staðarins“ voru þungir og óþægilegt að bera þá á öxlunum.

Framhjáhaldi var refsað grimmilega í Stokkhólmi á miðöldum. Sekum konum var refsað með „steinum staðarins“ en um var að ræða 13 kg steina sem festir voru saman með járnkeðju.

 

Steinana skyldi bera á herðunum í langri yfirbótagöngu í gegnum bæinn. Refsing þessi var þekkt í nokkrum Evrópulöndum, þar sem einnig aðrar yfirsjónir gátu haft í för þessa opinberu niðurlægingu sem refsingu.

 

Í ágúst árið 1475 fylgdust íbúarnir í Stokkhólmi með konu að nafni Ärmgard sem burðaðist með „steina staðarins“ um götur bæjarins. Sökudólgurinn sem Ärmgard hafði svikið eiginmann sinn með, slapp með vægari hegningu. Hann gekk undir nafninu Litli Andrés og þurfti að greiða talsvert háa sekt.

 

Konan hefði sennilega getað látið sér nægja að greiða sekt en hugsanlega neitaði afbrýðisamur eiginmaður hennar að greiða sektina. Þar sem konur á miðöldum höfðu engin fjárráð sjálfar neyddist hún til að ganga þessa niðurlægjandi yfirbótagöngu.

 

Hefði Litli Andrés heldur ekki greitt sína sekt hefði Ärmgard samkvæmt lögum orðið að draga hann á eftir sér í bandi sem bundið hefði verið við kynfæri hans.

3. BÓKSTAFUR Á ENNI

Drykkju og guðlasti refsað með brennimerki

Rauðglóandi áhald böðulsins var oft borið að enni hins dæmda.

Englendingurinn James Naylor sem lýst hafði sig sjálfan sem spámann, reið um göturnar í Bristol á hesti sínum árið 1656. Hann hugðist endurgera innreið Krists í Jerúsalem. Nayler var kvekari og tilraun hans til að afla sér fylgjenda hafði í för með sér dóm fyrir guðlast honum til handa.

 

Böðullinn stakk fyrst rauðglóandi nagla í gegnum tungu hans í refsingarskyni og síðan var stafurinn B brennimerktur á enni hans en enska orðið yfir guðlast er einmitt blasphemy.

 

Refsað var fyrir ýmsar yfirsjónir með brennimerkingu og bókstafurinn gaf þá til kynna hvaða glæp verið var að refsa fyrir.

 

Í Ameríku notuðu landnemarnir nánast allt stafrófið til að gefa til kynna í hverju glæpurinn hafði verið fólginn. Sem dæmi var bókstafurinn D (drukenness eða fyllerí) brenndur inn í húðina á fylliröftum með rauðglóandi járni.

 

Í Frakklandi voru glæpamenn dæmdir til að þræla við árarnar á galeiðum herflotans. Allt fram til ársins 1832 brennimerktu frönsk yfirvöld slíka þræla með bókstöfunum GAL. Glæpamenn sem dæmdir voru í þrælavinnu á landi fengu á sig bókstafina TF sem var stytting á orðunum travaux forcés (nauðungarvinna).

4. BARINN AF FÉLÖGUM

Barsmíðar félaganna fólu í sér marga böðla

Barsmíðar hermanna í röðum tíðkuðust í 2.000 ár.

Ef hermaður mætti ekki til herþjónustu á 17. og 18. öld var honum refsað af þeim félögum sem hann sveik með atferli sínu. Hermaðurinn sem í hlut átti var látinn afklæðast að ofan og með hendur bundnar fyrir aftan bak átti hann að hlaupa milli tveggja raða af hermönnum sem allir fengu skipun um að berja hann.

 

Hermennirnir voru útbúnir með prikum og bareflum úr viði og beittu þeim óspart á bak þess sem refsað var. Fremst gekk liðsforingi með sverð á lofti. Með því að halda beittu vopni sínu uppi við bringu sakborningsins kom liðsforinginn í veg fyrir að hann gæti hlaupið í gegn.

 

Fyrir aftan hermannaraðirnar stóðu liðsforingjar sem voru tilbúnir til að refsa þeim sem sýndu linkind og slógu ekki. Algengt var að láta brotamenn hlaupa þrjár umferðir gegnum raðir alls 300 hermanna og slíkt hafði í för með sér ekki færri en 900 högg á þeim sem gerst hafði brotlegur við hersveit sína.

 

Ofangreind refsing þótti fela í sér meiri heiður en t.d. svipuhögg því hermaðurinn sem átti í hlut gat tekið barsmíðunum af karlmennsku og sýnt hetjudáð. Á stríðstímum var skrópi frá herþjónustu refsað með níu umferðum gegnum raðir alls 300 hermanna sem táknar að brotamaðurinn gat fengið á sig alls 2.700 högg sem þótti jafngilda dauðadómi.

5. GRIMMILEG REFSING HAFSINS

Sjómenn stukku niður úr mastrinu

Bæði í herskipaflotanum og um borð í verslunarskipum var beitt líkamsrefsingum.

Hollenskir skipstjórar voru þeir fyrstu sem beittu refsingunni „stökk úr ránni“ sem ætlað var að draga úr óhlýðni, svo og átökum milli sjómanna. Ráin er þversláin á siglutrénu sem þversegl seglskips er fest við.

 

Til þess að komast hjá því að hinn sökótti krækti sig í mastrið eða rána og neitaði að stökkva útbyrðis var reipi bundið um mittið á honum og hann hífður upp. Þegar hann svo hékk í 20 metra hæð yfir sjávarborði slepptu áhafnarmeðlimirnir taki á reipinu og létu manninn detta niður.

 

Úr þetta mikilli hæð er álíka sárt að lenda í sjó og á yfirborði jarðar ef lendingin á sér ekki stað með réttum vinkli. Þar sem afar fáir voru syndir var reipið um mitti brotamannsins notað til að toga hrakinn manninn um borð aftur.

 

Árið 1632 voru tveir skipverjar, annar háseti og hinn liðsforingjaefni, á hollenska Austur-Indíaskipinu Zutphen, dæmdir til þessarar lífshættulegu refsingar. Brot mannanna fólst í því að þeir höfðu strítt sofandi félaga sínum með því að lita andlit hans og kynfæri svört með sóti og olíu. Báðir lifðu þeir refsinguna af.

6. ÖR Á BAKIÐ

Hýddir fengu salt í sárin

Bæði menn og konur áttu á hættu að vera barin þar sem þau stóðu bundin uppi við staurinn.

Þegar menn voru barðir með pískum í gamla daga var talað um að kagstrýkja menn. Sú refsing fór þannig fram að hinn dæmdi var bundinn við staur í miðjum bænum.

 

Í sumum löndum voru hinir dæmdu hlekkjaðir við staurinn með keðju sem brugðið var um hálsinn á þeim en annars staðar voru hendur þeirra bundnar svo hátt uppi að þeir urðu að standa á tám.

 

Þannig varð hryggur mannanna beinn og böðullinn gat hafist handa við að berja af öllum lífs- og sálarkröftum með svipu, priki eða líkt og tíðkaðist víða á Norðurlöndum, með knippi af ferskum birkigreinum. Til þess að auka á sársaukann var birkihrísinu gjarnan dýpt í saltupplausn fyrst til þess að mennina nú sviði örugglega óbærilega í sárin.

 

Auk þess sem sársaukinn var nánast óbærilegur fengu refsifangarnir einnig skelfileg ör á hrygginn. Það sem eftir lifði ævinnar áttu örin svo að sýna að viðkomandi hefði verið refsað fyrir glæp.

7. HALDIÐ HONUM Á MEÐAN ÉG SAGA

Hendur og nef á víð og dreif á höggstokknum

Böðlar aflimuðu í meira mæli en læknar.

Næst á eftir dauðadómi þótti aflimun vera versta refsingin. Auk þess að verða að þola sársaukann sem fólst í því að missa líkamshluta varð refsifanginn að bera með sér skömmina það sem hann átti eftir ólifað með því að það vantaði á hann nef, eyra eða hönd.

 

Aðeins var refsað með aflimun fyrir mjög alvarlega glæpi en þess ber að geta að ýmislegt var litið mjög alvarlegum augum áður fyrr.

 

Í „jósku lögunum“ frá árinu 1241 er m.a. sagt um peningafölsun:

 

„Hver sá sem falsar, skal missa hægri hönd til konungsins“.

 

Böðlar miðalda hjuggu hendur af dæmdum mönnum án þess að víla það fyrir sér en glæpamenn áttu einnig á hættu að missa aðra líkamshluta. Sem dæmi voru iðulega skorin eyru eða nef af þjófum.

 

Á meðan Friðrik mikli réði ríkjum í Prússlandi (1740-1786) var nefið skotið af konum sem voru mönnum sínum ótrúar en siður þessi átti rætur að rekja aftur til austrómverska ríkisins, svo og til arabískrar og indverskrar menningar. Í skriflegum heimildum er því lýst að afskurður eyrna hafi tíðkast í sumum af nýlendum Breta í Ameríku allt fram undir lok 18. aldar.

8. UPP Á HESTINN

Særindi í klofi þóttu mjög skammarleg

Árið 1864 teiknaði listamaðurinn A.W. Warren mynd af Norðurríkjahermanni sem sætti refsingu.

Tréhesturinn var ein auðveldasta refsiaðferðin og fyrir vikið einnig sú algengasta. Á Norðurlöndum var sá dæmdi látinn sitja klofvega á planka, líkt og hann eða hún væri á hestbaki.

 

Þar var syndaselurinn svo látinn sitja í minnst klukkustund á meðan beittar brúnir plankans skárust upp í klof hans. Til þess að reiðtúrinn yrði nú örugglega kvalafullur voru steinar og lóð stundum hengd á fæturna.

 

Bæði menn og konur voru dæmd til þessarar niðurlægjandi og kvalafullu refsingar sem átti rætur að rekja til Suður-Evrópu: Á meðan spænski rannsóknarrétturinn var við lýði á 16. öld var aðferðin notuð til að pynta konur. Þær voru látnar setjast naktar upp á tréhestinn sem stundum var útbúinn járnbroddum. Pyntingin dró þolendurna oft til dauða vegna sýkingar sem hljóp í sárin.

 

Undir lok 18. aldar beitti ameríski hershöfðinginn George Washington refsingunni í miklum mæli til að aga hersveitir sínar og tréhesturinn var einnig notaður áratugum síðar í bandaríska frelsisstríðinu.

9. ROTIN EGG OG HRÁKAKLESSUR

Hæðst að smáglæpamanni

Hlekkir með ýmsu móti gerðu sakamennina varnarlausa. Háði, hrákaklessum og úldnum eggjum rigndi fyrir vikið yfir þá öldum saman á meðan þeim var stillt upp til sýnis í bæjunum.

Smelltu á mynd til að sjá hana stærri með lýsingu

10. STARAÐ Í KIRKJU

Niðurlæging var bönnuð eftir morð

Middelalderstraffe-syndige-kvinder

Í Svíþjóð urðu konur einnig að gangast við synd sinni með því standa á „skemli skammarinnar“ meðan á messu stóð.

Ef ógift kona á Norðurlöndum á 18. öld reyndist hafa stundað kynlíf fyrir hjónaband var hún ekki dæmd til að greiða háa sekt. Hún varð hins vegar að játa synd sína frammi fyrir öllum söfnuðinum í kirkjunni sem hún sótti. Hefði konan jafnframt orðið vanfær eða þegar fætt barn á laun var nánast ógerningur að komast hjá refsingu.

 

Ef leynilegur elskhugi konunnar neitaði allri vitneskju um ástarsamband þeirra átti konan á hættu að geta aldrei gengið í hjónaband því enginn vildi ganga að eiga fallna konu. Horfurnar á að lifa lífinu í fátækt og útskúfun hvöttu konurnar til að fremja í örvæntingu enn verri glæp, nefnilega að myrða hvítvoðunginn og fela líkið.

 

Tilgangurinn með því að játa syndina í kirkju var sá að söfnuðurinn myndi fyrirgefa konunni og taka hana í sátt aftur en sú varð sjaldnast raunin. Í Svíþjóð og Finnlandi tíðkaðist sama refsing sem kallaðist „kirkjuskylda“ en konungurinn bannaði hana árið 1741. Banninu var ætlað að koma í veg fyrir allan þann skelfilega fjölda barnamorða sem tíðkuðust í ríki hans.

Lesið meira um niðurlægjandi refsingar

Alice Morse Earle: Curious Punishments of Bygone Days, Wentworth Press, 2019

 

William Andrews: Medieval Punishments: An Illustrated History of Torture, Skyhorse Publishing, 2013

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Linda Jensen

© Granger/Imageselect,© Torgén, Per/Örebro läns museum & Shutterstock,© Internet Archive Book Images, Bettman/Getty Images, Google Books,© Luisa Ricciarini/Bridgeman Images,© Russell-Cotes Art Gallery/Bridgeman Images,

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

4

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

5

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

6

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Tækni

Brennandi gas gaf vélinni ofurkrafta

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Vísindamenn hafa skapað níðsterkt silki sem með seiglu og sveigjanleika gæti orðið valkostur við gerviefni á borð við pólýester og nælon.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is