Af hverju er hollenski búningurinn appelsínugulur?

Appelsínuguli liturinn á sér fastan sess í hugum Hollendinga. Ástæðunnar er að leita aftur á 16. öld þegar prins nokkur greip til vopna gegn Spánverjum.

BIRT: 29/11/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Appelsínuguli liturinn tengist Hollendingum traustum böndum og er t.d. áberandi þegar íþróttamenn klæðast keppnisbúningum sínum. Tengingin við þennan lit nær aftur til 16. aldar þegar Holland okkar tíma var á valdi Spánverja, en Spánarkonungur var af ætt Habsborgara.

 

Árið 1559 skipuðu Habsborgarar Vilhelm 1. – prins af furstadæminu Oranje – sem landsstjóra í Hollandi. Vilhelm var hins vegar mótmælendatrúar og harður andstæðingur undirokunar spænskra kaþólikka. Hann lagðist því að sveif með Hollendingum í uppreisn gegn Habsborgurum.

Flest hollenskt íþróttafólk, þar á meðal knattspyrnulandsliðin, klæðast appelsínugulum búningum.

Appelsínugult var litur Vilhelms

Með Vilhelm prins í broddi fylkingar unnu uppreisnarmenn marga mikilvæga sigra og þegar kaþólskur leigumorðingi banaði honum 1584, hafði hann rutt brautina fyrir sjálfstæði Hollands. Enn í dag líta Hollendingar á hann sem hinn mikla landsföður.

 

Fyrir dauða sinn hafði Vilhelm stofnað hollenska konungdæmið og appelsínuguli liturinn varð einkennislitur þess. Í flestum tungumálum er orðið „orange“ notað um appelsínugulan lit, en getur auðvitað verið stafsett á mismunandi vegu.

 

Þetta var því tilvísun í Oranje-furstadæmið og hinn appelsínugula fána sem Vilhelm notaði sem merki sitt. Liturinn hefur af þessum sökum alveg sérstaka sögulega þýðingu fyrir Hollendinga, sem líta á hann sem hið fullkomna þjóðartákn.

 

Appelsínuguli liturinn hefur stundum verið hafður með í hollenska fánanum, en árið 1937 var með konunglegri tilskipun ákvarðað að fánalitirnir skyldu vera rauður, hvítur og blár. Ákvörðunin markaði andstöðu við nasista en hollenskir nasistar notuðu appelsínugula rönd í sínum fána og veifuðu honum áfram meðan Holland var undir hæl Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld.

BIRT: 29/11/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is