Af hverju skjótum við upp flugeldum um áramót?

Fyrir um 1200 árum kveiktu kínverjar í bambusrörum fylltum púðri - og síðan þá hafa flugeldar og blys verið notuð við hátíðleg tækifæri.

BIRT: 29/12/2022

LESTÍMI:

3 mínútur

Við getum þakkað Kínverjum fyrir að himinninn lýsist upp af litríkum flugeldasprengingum um hver áramót. Hvenær Kínverjar fundu upp flugelda er hins vegar ekki vitað með vissu.

 

Góð ágiskun er að frumstæðir flugeldar hafi komið fram um 8. öld e.Kr. þegar kínverskir gullgerðarmenn kveiktu í pappír- og bambusrörum sem voru fyllt með m.a. kolum, brennisteini og saltpétri.

Nútíma flugeldar voru þróaðir á 19. öld, þegar litum var bætt við byssupúður.

Kínverjar trúðu því að háværar sprengingarnar myndu fæla í burtu illa anda og færa gæfu. Hin nýja uppfinning var því notuð við hátíðleg tækifæri – t.d. Á kínversku nýári.

 

Háir hvellir færðu hamingju

Flugeldar dreifðust til Miðausturlanda og þaðan til Evrópu á miðöldum. Þar voru flugeldar sérlega vinsælir meðal kóngafólks og voru þeir mikið notaðir við krýningar, brúðkaup og hersýningar.

 

Englandskonungur Hinrik VII fagnaði til dæmis brúðkaupi sínu árið 1486 með flugeldum og síðar varð Elísabet I svo hrifin af sprengjunum og  ljósasýningunni að hún skipaði sérstakan  „eldmeistara Englands“.

Víða um heim er hefð fyrir því að opna kampavínsflösku á gamlárskvöld.

Uppruni nýárshefða

Nokkrar nýárshefðir eiga rætur að rekja úr fjarlægri fortíð – og var m.a. ætlað að bægja frá illum öndum. Hér er bakgrunnur þriggja vinsælustu hefðanna.

Kampavín

Í Frakklandi á 18. öld skálaði Marie-Antoinette drottning í kampavíni um áramót. Kampavín varð hins vegar ekki vinsæll meðal almennings fyrr en um 1800, þegar freyðivínið var markaðssett sem drykkur við hátíðleg tækifæri.

Áramótaheiti

Fyrsta áramótaheit sögunnar er u.þ.b. 4.000 ára gamalt. Á babýlonska nýárinu í mars lofuðu Babýloníumenn að vinna hylli guðanna og hefja nýja árið á góðu nótunum. Vinsæl loforð voru t.d. greiðsla skulda og skil á lánuðum verkfærum.

Nýárskoss

Sú hefð að kyssa maka sinn á nýársdag á rætur að rekja til gamalla breskra jólahefða sem buðu manneskjum að kyssa ástvini sína til blessunar og verndar. Hugmyndin var sú að kossinn héldi illum öndum í burtu.

Fyrstu flugeldarnir sköpuðu fyrst og fremst reyk og hvell en hinir skærlituðu neistar sprungu fyrst á þriðja áratug 19. aldar þegar ítalskir flugeldameistarar lituðu sprengingarnar með því að blanda mismunandi málmum í byssupúðrið.

 

Síðan þá hafa flugeldar haft sinn fasta sess í áramótaskemmtunum Evrópubúa sem fylgdu fordæmi Kínverja og halda upp á nýja árið með háværum og hamingjuríkum sprengjum.

BIRT: 29/12/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © PD-Art,© Niels Noordhoek, Shutterstock,© The Metropolitan Museum of Art,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is