Af hverju smellur í svipu?

Þegar dýratemjari í sirkus sveiflar svipunni myndar hún háværan smell. Hvers vegna?

BIRT: 10/03/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Smellurinn stafar einfaldlega af því að svipuólin rýfur hljóðmúrinn þegar henni er sveiflað kröftuglega.

 

Hljóðið er sem sagt skylt þeim háværu drunum sem fylgja því þegar háhraðaþota rýfur hljóðmúrinn.

 

Þessi mikli hraði ólarinnar næst með því að handarhreyfingin yfirfærist gegnum svipuskaftið út í ólina sem er afar lipur og sveigjanleg. Þetta skapar bylgjuhreyfingu sem verður æ hraðari eftir því sem hún berst lengra fram í ólina.

 

Annað mál er svo það að menn eru ekki sammála um hvort ólin rjúfi hljóðmúrinn allra fremst, innar á ólinni eða jafnvel á leið bylgjunnar til baka.

BIRT: 10/03/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is