Af hverju þarf ég að pissa af hlátri?

Af hverju þarf ég að pissa af hlátri? Mér finnst stundum að ég sé alveg að fara að pissa í buxurnar þegar einhver segir eitthvað ofsalega fyndið. Er þetta eðlilegt eða er eitthvað hægt að gera?

BIRT: 10/07/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Þegar við hlæjum upphátt draga magavöðvarnir sig taktfast saman og þrýsta á líffærin, þar á meðal blöðruna.

 

Jafnframt missum við að hluta þá stjórn sem við annars höfum á öðrum vöðvum líkamans. Þetta gildir m.a. um lokunarvöðva þvagrásarinnar sem yfirleitt opnast og lokast samkvæmt skipunum okkar.

 

Úr þessu getur orðið aðkallandi þörf fyrir klósettheimsókn eða jafnvel skyndilegt óhapp, ýmist lítið eða stærra. 

 

Óæskileg þvagþörf hefur áhrif á konur

Fólk sem stríðir við ósjálfráð þvaglát vegna hláturs getur átt við svipaðan vanda að stríða þegar það t.d. hnerrar, prumpar eða er að leggja sig fram í íþrótt. Þetta hefur verið nefnt streituþvaglát. 

 

Bandarísk samtök segja um 7% fólks verða fyrir streituþvaglátum en konur eru í miklum meirihluta, m.a. vegna þess að fæðingar auka áhættuna.

Grindarbotn heldur þvagi

Hvar:

Óstyrkur grindarbotn eykur hættu á ósjálfráðum þvaglátum en þjálfun grindarbotnsvöðvanna getur komið í veg fyrir óhöpp.

Hvað:

Grindarbotnsvöðvarnir eru litlir og ámóta þykkir og vör. Þá má þjálfa án þess að hreyfingin sjáist í gegnum föt.

Hvernig:

Með klemmuhreyfingu eru vöðvarnir við endaþarm og þvagrás dregnir saman.

Rannsóknir hafa til viðbótar sýnt að grindarbotninn bregst við virkni í vörum og vöðvum sem sveigja hálsinn.

 

Þetta þýðir að hin klassíska hláturstelling, þegar þú skellihlærð og hallar höfðinu aftur á bak, dregur mjög úr hæfninni til að halda þvagi.

 

Skyldar hreyfingar, svo sem við hósta geta einnig leitt til ósjálfráðs þvagláts. Vísindamenn hafa líka fundið skýr tengsl milli reykinga og streituþvagláta.

BIRT: 10/07/2022

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is