Af hverju var ísmaðurinn Ötzi með húðflúr?

Ötsi var með húðflúr á þeim stöðum sem hann fann til sársauka. Húðflúrin voru hugsanlega einhvers konar verkjastillandi meðferð.

BIRT: 26/02/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Húðflúr verkjastillandi

Margt bendir til þess að hinn 5.000 ára gamli múmíu-maður frá Ölpunum hafi verið húðflúraður af því að hann var verkjaður. Meginhluti af 61 húðflúri Ötzis voru á liðamótum þar sem slitgigt kvaldi hann; mjöðmum, hnjám, úlnliðum og ökklum. Sérfræðingar telja því að húðflúrið hafi átt að virka eins og yfirnáttúruleg verkjastilling.

Á vinstri úlnlið voru tvö samhliða húðflúr gerð með sóti.

Frumstæð húðflúrtækni

Greiningar sýna að húðflúrið var gert úr sóti frá trjákolum sem Ötzi kann að hafa skrapað af með steini. Ólíkt húðflúri nútímans sem er gert með því að stinga litarefnum niður undir húðina var tæknin á tímum Ötzis öllu frumstæðari: litlar, djúpar ristur voru skornar í húðina og annað hvort hann eða einhver töfralæknir hefur nuddað sóti í sárið, þannig að liturinn náði djúpt niður í húðina.

 

Húðflúr Ötzis eru jafnan litlir krossar eða litlir skurðir í húðina en á vinstri úlnlið myndar það tvo heila hringi líkt og armband. 

BIRT: 26/02/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is