Ofnæmissjúklingar þjást af stífluðu nefi, tárvotum augum og endalausum hnerrum. Hins vegar er ekkert af einkennunum eins pirrandi og hinn djöfullegi kláði.
Stöðugur kláði í húð og augum verður frekar óþægilegur og pirrandi þegar ónæmiskerfið kallar fram ofnæmisviðbrögð vegna svokallaðra ofnæmisvaka frá td frjókornum, dýrafeldi eða mat.
Kláði skapast vegna þess að mastfrumur ónæmiskerfisins gefa frá sér histamín. Efnið örvar skyntaugafrumur í húðinni sem senda merki í gegn um mænuna upp í heila. Þar er unnið úr merkinu og kláðaviðbrögð virkjuð.
Auk ofnæmiskláða er histamín einnig ábyrgt fyrir kláða vegna útbrota, þurri húð og skordýrabitum.
Keðjuverkun skapar kláðann.
Ofnæmisviðbrögð losa um histamín. Efnið leysir úr læðingi gríðarmagn taugaboða sem valda óviðráðanlegri löngun til að klóra sér..
1. Histamín losnar
Mótefni á mastfrumum ónæmiskerfisins þekkja ofnæmisvaka frá t.d. frjókornum, kattahárum eða skordýrabitum. Mastfrumurnar gefa síðan frá sér histamín sem virkjar taugafrumur í húðinni.
2. Taugar vara heilann við
Í mænunni berast taugaboðin með taugafrumum upp í heilann. Þar er unnið úr merkinu á ýmsum svæðum eins og í stúkunni sem og í skyn- og hreyfisvæðum í heilaberki.
3. Heilinn virkjar kláða
Hreyfisvæðin örva kláðann á kláðastaðnum. Heilasvæðið PAG sendir síðan merki til mænunnar, sem dregur úr kláðanum og skapar stundarléttir.
Þar sem histamín er lykillinn að kláðanum eru ofnæmissjúklingar oft meðhöndlaðir með andhistamínum til að draga úr óþægindunum.
Erfitt að átta sig á ástæðum kláðans. Það er skynsamlegt fyrir ónæmiskerfið að örva hnerra og stífla nef til að koma í veg fyrir innrás örvera og ofnæmisvaka. En ástæðan fyrir kláðanum er óljósari.
Kláðaviðbragðið er hins vegar að finna í langflestum dýrum sem nokkurs konar varnarkerfi til að fjarlægja sníkjudýr úr húðinni.