Af hverju virkar inflúensu-bóluefni ekki alltaf?

Öll fjölskyldan er bólusett við inflúensu en engu að síður fengu flestir flensuna í vetur. Af hverju virkar bóluefnið stundum ekki?

BIRT: 06/10/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Bóluefni ver gegn inflúensu með því að koma ónæmiskerfinu til að framleiða mótefni sem fljótt bera kennsl á veirur sem ónæmiskerfið vinnur svo bug á.

 

Mótefnin eru komin um 14 dögum eftir bólusetningu og líkaminn myndar þá líka einskonar minnisfrumur sem geyma uppskriftina og geta strax framleitt meira af mótefnum.

 

Hins vegar eru viðbrögð við bólusetningu mjög einstaklingsbundin.

 

Bólusetning krefst sterkt ónæmiskerfis

Fólk með öflugt ónæmiskerfi, t.d. yngra fólk sem hefur jafnvel áður fengið í sig svipaðar veirur, bregst strax við og myndar mikið af mótefnum og mögulega minnisfrumum.

 

Sé ónæmiskerfið fremur veikburða bregst það ekki jafn hraustlega við og myndar yfirleitt minna af mótefnum.

 

Fyrir bragðið verður þetta fólk móttækilegra fyrir veirum. Bólusetning ver þó flest fólk fyrir alvarlegum veikindum.

Þess vegna klikkar bóluefnið

Vísindamenn þurfa að glíma við tilviljanir, stökkbreytingar og tíma þegar þeir setja saman bóluefni ársins.

1. Neyðast til að giska

Bóluefnið ver aðeins gegn 3-4 af alls 60 þekktum gerðum veirunnar. WHO ákvarðar hvaða gerðir skulu valdar og skjátlist mönnum í valinu ver bóluefnið ekki.

2. Stökkbreytingar plata

Þegar veirugerðin A H3N2 er ráðandi, er vinnsla bóluefnis erfið. Þessar veirur stökkbreytast auðveldlega og það veldur því að bóluefnið verndar síður.

3. Verndin dvínar fljótt

Vörn inflúensubóluefnis minnkar hratt og er nánast horfin eftir 5 mánuði. Sé bólusett í október er verndin aðeins hálf í yngra fólki í mars og lítil sem engin fyrir eldra fólk.

Sum ár er bóluefnið ekki nægilega vel sniðið að þeirri gerð inflúensu sem gengur og þá verður virknin lakari en venjulega.

 

Tölur frá Bretlandi sýna að gott bóluefni eins og árið 2015 kemur í veg fyrir að 52% smitist en lélegt bóluefni eins og 2017 ver aðeins 15%.

BIRT: 06/10/2023

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is