Í allmörgum þorpum meðfram Dóná í Suður-Þýskalandi hafa fornleifafræðingar fundið athyglisverðar beinagrindur kvenna með afmynduðum höfuðkúpum.
Lögunin stafar af því bundið hefur verið um höfuð stúlknanna á uppvaxtarárunum.
Nú hafa vísindamenn hjá Johannes Gutenberg-háskólanum í Mainz fundið skýringu á fyrirbrigðinu.
Dökkar konur komu úr austri
Við DNA-greiningu kom í ljós að konurnar hafa verið dökkhærðar og brúneygðar, en það var ekki algengt í Suður-Þýskalandi kringum árið 500.
Þessar beinagrindur hafa allar fundist við hlið annarra, sem ekki höfðu sætt slíkri afmyndun. Þær beinagrindur eru hins vegar af ljóshærðu og bláeygðu fólki.
Erfðaefni þessa fólks kemur heim og saman við þáverandi íbúa svæðisins, en höfuðlengdu konurnar líkjast meira þáverandi íbúum Rúmeníu og Búlgaríu, þar sem það tíðkaðist meðal betur stæðra að lengja höfuðlag bæði drengja og stúlkna.
Styrktu valdabandalög
Þar eð höfuðkúpurnar eru einungis af konum, telja vísindamennirnir ekki aðeins víst að þær hafi komið úr austri, heldur virðist einnig ljóst að ekki hafi verið um almenna fólksflutninga að ræða.
Líklegast er að þær hafi verið giftar valdhöfum í tengslum við myndun bandalaga á þessum landsvæðum Evrópu snemma á miðöldum.