Afmyndað höfuð var stöðutákn

Konur með aflagað höfuð voru giftar til að styrkja valdabandalög í Evrópu á miðöldum.

BIRT: 26/07/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Í allmörgum þorpum meðfram Dóná í Suður-Þýskalandi hafa fornleifafræðingar fundið athyglisverðar beinagrindur kvenna með afmynduðum höfuðkúpum.

 

Lögunin stafar af því bundið hefur verið um höfuð stúlknanna á uppvaxtarárunum.

 

Nú hafa vísindamenn hjá Johannes Gutenberg-háskólanum í Mainz fundið skýringu á fyrirbrigðinu.

 

Dökkar konur komu úr austri

Við DNA-greiningu kom í ljós að konurnar hafa verið dökkhærðar og brúneygðar, en það var ekki algengt í Suður-Þýskalandi kringum árið 500.

 

Þessar beinagrindur hafa allar fundist við hlið annarra, sem ekki höfðu sætt slíkri afmyndun. Þær beinagrindur eru hins vegar af ljóshærðu og bláeygðu fólki.

 

Erfðaefni þessa fólks kemur heim og saman við þáverandi íbúa svæðisins, en höfuðlengdu konurnar líkjast meira þáverandi íbúum Rúmeníu og Búlgaríu, þar sem það tíðkaðist meðal betur stæðra að lengja höfuðlag bæði drengja og stúlkna.

 

Styrktu valdabandalög

Þar eð höfuðkúpurnar eru einungis af konum, telja vísindamennirnir ekki aðeins víst að þær hafi komið úr austri, heldur virðist einnig ljóst að ekki hafi verið um almenna fólksflutninga að ræða.

 

Líklegast er að þær hafi verið giftar valdhöfum í tengslum við myndun bandalaga á þessum landsvæðum Evrópu snemma á miðöldum.

BIRT: 26/07/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is