Tækni

Algrím getur leyst mörg helstu vandamál heims

Algrímið AlphaFold hefur kennt sér að líkja eftir helstu brellum mannslíkamans. Árangurinn af þessu afreki getur falist í nýjum lyfjum gegn öllum hugsanlegum sjúkdómum. En gervigreind þessi getur einnig leyst önnur vandamál mannkyns – ekki síst loftslagsvandann.

BIRT: 12/12/2022

„Þetta á eftir að gjörbreyta læknavísindum. Þetta á eftir að gjörbreyta rannsóknum. Þetta á eftir að gjörbreyta líftækni. Þetta á eftir að gjörbreyta öllu.“

 

Svo mælti þýski sameindalíffræðingurinn Andrei Lupas. Hann er bara einn af mörgum vísindamönnum sem eiga erfitt með að dylja hrifningu sína á tölvuforritinu AlphaFold.

 

Forritið sem nýtir sér öfluga gervigreind, hefur á fáeinum árum kortlagt formgerð hundruða þúsunda prótína, þ.á m. eitt sem Lupas og kollegar hans hafa unnið með í meira en áratug – án árangurs.

 

Form prótínsins skiptir sköpum fyrir þróun lyfja gegn margvíslegum kvillum manna, allt frá kórónuveiru til krabbameins.

98,5 prósent af prótínum mannsins hafa þegar verið kortlögð af AlphaFold.

AlphaFold er talið af mörgum vera eitt helsta vísindaafrek aldarinnar og tæknin á bak við það sem er þróuð af fyrirtækinu DeepMind sem er í eigu Google, á ekki einungis eftir að umbylta læknavísindum.

 

Það getur einnig hjálpað okkur við að gera mun betri veðurspár, þróað ný tölvuforrit – og leyst loftslagsvandann.

 

AlphaFold ræður kóðann

Prótín eru bæði byggingarsteinar og vinnumaurar. Þau halda frumum þínum saman og fá efnaferli í líkamanum til að virka sem skyldi. Þau taka þátt í öllum ferlum sem gerast í líkama þínum, jafnvel þegar maður veikist.

 

Leiðin að heppilegri meðferð við sjúkdómum varðar því einatt prótínin. Með því að þekkja formgerð þeirra prótína sem verka á sjúkdóma geta vísindamenn mótað skilvirk lyf sem tengjast prótínunum og hafa þannig áhrif á virkni þeirra.

 

En það er sannarlega ekkert einfalt mál að kortleggja prótín. Eitt prótín samanstendur af langri keðju af svonefndum amínósýrum og vísindamenn geta án vandkvæða kortlagt gerð og skipan allra amínósýra í prótíninu. Keðjan snýr stundum upp á sig, myndar fellingar og verður að klumpi og þá vandast málið illilega fyrir vísindamenn.

Árið 2010 stofnuðu æskuvinirnir Demis Hassabis (til vinstri) og Mustafa Suleyman (til hægri) DeepMind ásamt skólafélaganum Shane Legg.

Prótínið getur nefnilega snúið upp á sig á nánast óendanlega marga vegu. Þrátt fyrir það vindur prótínið sig alltaf í fellingar með tilteknum hætti í frumunum.

 

Form þess er ekki sýnilegt í smásjá þar sem prótínin eru örsmá og enginn getur sagt fyrir um hvaða fellingaform tiltekið prótín getur tekið á sig. En það getur hins vegar AlphaFold afrekað.

 

Þessi geta forritsins felst í gervigreind sem lærir af eigin reynslu. Áður en forritið sló í gegn meðal vísindamanna var það prófað á nokkuð einfaldari áskorunum: Nefnilega gömlum tölvuspilum.

 

Forrit æfir sig á spilum

Árið 2013 lét DeepMind, fyrirtækið sem stendur að AlphaFold, þessa nýþróuðu tækni sína spila gömul tölvuspil eins og t.d. Space Invaders. Gervigreindin varð skjótt sérfræðingur í spilinu og gerðist það einvörðungu með æfingu. Enginn hafði kóðað inn reglur spilsins fyrir gervigreindina.

 

Árið 2014 keypti Google DeepMind og tveimur árum síðar var það á forsíðum flestra dagblaða þegar gervigreindin spilaði við besta go-spilara heims, Lee Sedol. Go er borðspil sem þarfnast ekki einungis rökhugsunar, greiningar og hernaðaráætlana, heldur einnig innsæis og sköpunargáfu, nokkuð sem yfirleitt hefur einvörðungu verið eignað manneskjum.

DeepMind sigraði stórmeistarann

Go er eitt elsta borðspil heims. Þrátt fyrir að það minni á yfirborðinu nokkuð á skák með sína svörtu og hvítu leikmenn skiptist borðið upp í ferninga og er mun flóknara. Flækjustig borðspilsins gerir ómögulegt að vinna leik með hreinum útreikningum en gervigreind DeepMind tókst það engu að síður. Þetta snjalla algrím kenndi sér sjálft skilvirka leikaðferð og vann árið 2016 einn af heimsins bestu go spilurum, Lee Sedol, í fjórum leikjum af fimm.

Forrit hafa áður sigrað borðspilara af holdi og blóði, t.d. þegar forrit IBM, DeepBlue, sigraði heimsmeistarann í skák, Garry Kasparov árið 1997. En ólíkt fyrri forritum studdist gervigreind DeepMind ekki við neina líkindareikninga sem voru kóðaðir inn í gervigreindina af forriturum. Rétt eins og með gamla tölvuleikinn hafði það lært að spila Go upp á eigin spýtur.

 

Þessari einstöku getu gervigreindarinnar til að kenna sér sjálf og finna tengsl sem krefjast meira en bara einfaldrar rökhugsunar er nú ætlað að hjálpa okkur við að leysa fjölmörg alvarlegustu vandamál manna.

LESTU EINNIG

Algrím DeepMind hefur þegar kennt sjálfu sér að kóða forrit með álíka skilvirkum hætti og hámenntaðir forritarar. Algrímið tekur þannig fram fyrri aðferðum við að spá fyrir um skyndilegar breytingar í veðurfari. DeepMind hefur einnig reynst getað aukið vindorkuframleiðslu um minnst fimmtung og þannig aukið einnig ábatann af henni. Forritið getur einnig greint brjóstakrabbamein með betri nákvæmni heldur en læknar.

 

En helsta afrek DeepMind er án vafa kortlagning á formi og fellingum prótína.

 

Algrím heillar vísindamenn

Annað hvert ár frá 1994 hafa vísindamenn skipulagt keppni þar sem ólík algrím keppa um að segja fyrir um form prótína með mestri nákvæmni. Í hvert sinn eru niðurstöður algrímanna bornar saman við þau tiltölulega fáu prótín sem vísindamenn hafa unnið með á rannsóknarstofu í langan tíma og þekkja jafnframt þegar fellingaform prótínanna.

 

AlphaFold tók í fyrsta sinn þátt árið 2018 og sigraði í keppninni með nákvæmni sem nam um 70%. Tveimur árum síðar má segja að allir þátttakendur hafi orðið fyrir ánægjulegu áfalli þegar DeepMind gat státað af nákvæmni sem var yfir 90%, nokkuð sem fáir töldu mögulegt með núverandi tækni.

Algrím ræður grundvallarkóða

Prótín samanstanda jafnan af keðjum með hundruðum amínósýra. Í 50 ár hafa vísindamenn reynt að skilja hvernig fellingar þessarra löngu keðja verða. Nú hefur algrímið AlphaFold ráðið kóðann.

1. Gerðir raðast upp

AlphaFold ber saman prótínkeðju af amínósýrum (efsta röðin) með svipuðum prótínum frá ólíkum dýrategundum (þrjár neðstu raðirnar). Sumar amínósýrur (nr. 1, 3 og 6) eru eins hjá öllum tegundum, meðan aðrar hafa stökkbreyst í þróunarsögu tegundanna.

2. Stökkbreytingar afhjúpa granna

Algrímið finnur par af amínósýrum sem stökkbreytast í takti – það er þegar ein amínósýran (nr. 2) hefur stökkbreyst hefur einnig önnur (nr. 5) jafnan gert það líka. Þetta stafar líklega af því að amínósýrurnar tvær sitja nálægt hvor annarri í prótíninu.

3. Formgerðinni stýrt og hún löguð til

Algrímið býr til líkan af prótíni þar sem keðjan fellur saman svo að útvaldar amínósýrur (nr. 2 og 5) verða grannar. Það bætir síðan líkanið hvað eftir annað þar til eins mörg nágrannapör eru möguleg í öllu prótíninu.

4. Algrím smíðar tilbúið líkan

Algrímið kemur síðan með endanlega tillögu að líkani sem byggir á formum prótínanna. Síðan má bera þessa formgerð við núverandi þekkingu á prótíninu þannig að algrímið geti kennt sjálfu sér hvar því hefur mögulega skjátlast og getur þannig bætt spá sína.

Enn má þó bæta AlphaFold. Þó hefur forritið nú þegar náð getustigi þar sem vísindamenn geta nýtt það í margvíslegu endamiði. DeepMind hefur nú kortlagt um eina milljón prótína í opnum gagnagrunni og fjölmörg rannsóknarverkefni eru þegar farin í gang með hliðsjón af þessari nýju þekkingu.

 

Kínverska lyfjafyrirtækið Insilico Medicine hefur t.d. þróað nýtt meðal sem kann að gagnast gegn krabbameini í lifur. Hönnunarferlið hefur áður fyrr tekið fjölmörg ár en núna tók það einungis 30 daga – þökk sé AlphaFold og öðrum gerðum af gervigreind.

 

Vísindamenn fyrirtækisins nýttu sér í fyrstu gervigreind til að finna prótín sem gegnir mikilvægu hlutverki í sjúkdóminum. Síðan studdust þeir við AlphaFold til að kortleggja form og fellingar prótínsins – og að lokum nýttu þeir sér þriðja forritið til að skapa lyf sem smellpassaði við prótínið.

 

Enn er ekki búið að prófa þetta lyf í raunveruleikanum en verkefni þetta boðar nýtt tímaskeið innan læknavísinda – og ryður jafnvel braut að nýjum lyfjum gegn öllum hugsanlegum sjúkdómum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

Shutterstock, © Tobias Hase/AP/Ritzau Scanpix/Michael Bowles/Shutterstock, © GOOGLE DEEPMIND/AFP/Ritzau Scanpix,

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

3

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

4

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

5

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

6

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Lifandi Saga

Hvað gerðu blikksmiðir fyrr á tímum? 

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Í Hollywood-myndinni Braveheart svíkur Robert the Bruce málstað Skota og færir Englendingum William Wallace á silfurfati til grimmilegrar aftöku. Í veruleikanum var þessi skúrkur þó hetja Skota. Þótt frelsisbarátta Skota kostaði bræður hans lífið og systur hans enduðu bak við lás og slá, gafst hinn raunverulegi Braveheart aldrei upp.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.