Lifandi Saga

Austurþýskar grobbsögur um Berlínarmúrinn: „Vestur-Berlín er búin að vera sem sýningargluggi“

Berlínarmúrinn var reistur aðfaranótt hins 13. ágúst 1961. Leiðtogi Austur-Þýskalands, Walter Ulbricht, hafði fyrirskipað að landamærunum milli Austur- og Vestur-Berlínar skyldi lokað til að koma í veg fyrir að Austur-Þjóðverjar flýðu yfir til vestursins. Í bréfi sem hann skrifaði bandamanni sínum, sovéska leiðtoganum Nikita Krústsjov, státaði hann sig síðar meir af afrekinu.

BIRT: 20/09/2022

15. september 1961

 

Nú þegar lokið hefur verið við fyrsta þrep þess verkefnis sem er fólgið í undirbúningi friðarsáttmálans  langar mig að upplýsa miðstjórn þýska kommúnistaflokksins um ástandið.

 

Framfylgd ákvörðunarinnar um að loka landamærunum sem umlykja Vestur-Berlín gengur alveg samkvæmt áætlun.

 

Aðferð okkar sem fól það í sér að inna verkefnið smám saman af hendi, gerði það að verkum að andstæðingurinn átti erfiðara með að gera sér grein fyrir umfangi aðgerðanna og auðveldaði okkur á hinn bóginn að loka landamærunum þar sem erfiðast hafði virst vera að gera það.

 

Virkjun sovéskra hersveita og nærvera eininga í þýska þjóðarhernum í Berlín gerðu það að verkum að andstæðingurinn hugsaði sig tvisvar um.

 

Öllu máli skipti að lönd Varsjárbandalagsins störfuðu í samstöðu undir sovéskri stjórn og sovéska pressan var hliðholl Austur-Þýskalandi eftir hinn 13. ágúst.

Walter Ulbright

– Var uppi:

1893-1973.

– Þjóðerni:

Austur-Þjóðverji.

 

– Starf:

Húsgagnasmiður, stofnandi stjórnmálaflokks, aðalritari og þjóðhöfðingi ríkisins.

 

Hjúpskaparstaða:

Kvæntur og faðir þriggja dætra.

 

Þekktur fyrir:

Ulbricht var frá unga aldri sjóðheitur kommúnisti og mikill stuðningsmaður samstarfs við Sovétríkin. Hann var stofnandi og leiðtogi þýska kommúnistaflokksins og bar þannig aðalábyrgðina á stofnun austurþýska ríkisins og einræðisstjórnmálanna sem þar ríktu.

Á undanförnum árum hefur okkur lærst að sósíalískt ríki á borð við Austur-Þýskaland hefur ekkert bolmagn til að berjast með friðsamlegum aðferðum við heimsveldi í líkingu við Vestur-Þýskaland á meðan landamærin eru opin.

 

Sá möguleiki verður þá fyrst fyrir hendi þegar sósíalíska kerfið getur sýnt fram á meiri tekjur á hvern íbúa en við á í auðvaldsríkjum.

Við leystum þennan vanda með því að fjarlægja fólkið af götunum og koma þeim í vinnubúðir til þess að það gæti lært að gera eitthvað.

Walter Ulbricht

Austur-Þjóðverjar gleðjast á hinn bóginn yfir því að andstæðingurinn skuli nú hafa orðið fyrir höggi sem kemur við kaunin á honum.

 

Völd ríkisins hafa aukist verulega í hugum íbúanna. Þetta á ekki einvörðungu við um hinn mikla fjölda sem starfar við iðnað, heldur einnig verkamenn sem starfa við samyrkjubú landsins en framleiðni þeirra hefur aukist til muna.

 

Umræðurnar meðal kraftminni þjóðfélagshópa, þá einkum menntamanna, snúast mestmegnis um framtíðarhorfur.

Hús meðfram landamærunum voru rifin til jarðar og íbúarnir fluttir á brott með valdi til að rýma fyrir Berlínarmúrnum.

Margir segjast ekki geta heimsótt frændfólk reglulega líkt og áður.

 

Það sem þeir eiga við í raun og veru er að sýn þeirra á Vesturlöndin hafi beðið hnekki og að þeir geri sér grein fyrir að eina leiðin sé fólgin í því að ganga til liðs við verkalýðs- og bændaríkið Austur-Þýskaland og ganga sósíalismanum á hönd.

 

Við höfum aðeins lent í alvarlegum átökum við unga menntamenn sem hafa kynnst kapítalismanum af eigin raun.

 

Sumt ungt fólk sem áður starfaði við vesturþýskar verksmiðjur hefur nú fengið starf í verksmiðjum hér.

 

Þessi ungmenni höfðu verið smituð af vestrænum heimsvaldaáróðri og götumenningu. Sum þeirra neituðu að vinna og ráfuðu þess í stað um.

 

Við leystum þennan vanda með því að fjarlægja fólkið af götunum og koma þeim í vinnubúðir til þess að það gæti lært að gera eitthvað.

 

Bæjar- og sveitastjórnarkosningarnar sem eiga sér einmitt stað sem stendur hafa gefið okkur ríkulegt tækifæri til að mennta lýðinn og að treysta gildandi aðstæður.

 

Gott ummerki um þær miklu breytingar sem eiga sér stað meðal verkalýðsins er ákvörðunin um að auka framleiðnina fyrir sömu laun innan tiltekinna tímamarka.

 

Þá má einnig geta þess að 50.000 ungir menn hafa skráð sig sem sjálfboðaliða í þýska þjóðarherinn.

„Konurnar eru einnig sáttar, því nú komast þær nefnilega á hárgreiðslustofu“.

Walter Ulbricht

Í Vestur-Berlín eru landamærasvæðin þegar orðin eyðileg. Margar verslanir og kvikmyndahús hafa lagt upp laupana. Og þess má einnig geta að margir af borgarastétt hafa flust til Vestur-Þýskalands.

 

Vestur-Berlín er búin að vera sem útsýnisgluggi fyrir Vesturlandaauðvaldið og verður framvegis aðeins að takmörkuðu leyti notuð fyrir undiróðursstarfsemi.

 

Vestur-Berlín getur síðan einungis þróast með því að eiga í góðu samstarfi við Austur-Þýskaland. Fram til þessa hefur Vestur-Berlín tekið við hálfrar annarrar milljón marka styrk á ári frá Bandaríkjunum og ríkisstjórninni í Bonn.

 

Við þetta bætist svo að margar byggingar hafa verið reistar fyrir fjármuni frá Bandaríkjunum og Bonn.

 

Engum hnöppum er um það að hneppa að Vestur-Berlín hefur að miklu leyti verið háð Austur-Þýskalandi efnahagslega í gegnum tíðina.

 

Áður fyrr var kjöt oft uppselt um miðjan dag en nú eftir lokun landamæranna getum við keypt fyrsta flokks kjöt, jafnvel að kvöldi til.

 

Við eigum heldur ekki í basli með að komast yfir brauð og smjör lengur. Konurnar eru einnig sáttar, því nú komast þær nefnilega á hárgreiðslustofu.

 

Áður fyrr voru stóru stofurnar í Austur-Berlín ætíð yfirfullar af konum frá Vestur-Berlín.

 

Þá má enn fremur geta þess að viðbrögð annarra landa við atburðunum sem áttu sér stað þann 13. ágúst eru öll á jákvæðum nótum. Íbúar í alþýðulýðveldunum hafa öðlast meiri skilning á því að baráttan gegn vesturþýska hernaðarveldinu og fyrir friðarsáttmála á erindi við okkur öll.

LESTU EINNIG

Stöðugt fleiri auðvaldsríki í Vestur-Evrópu gera sér nú grein fyrir hættunni sem stafar af vesturþýsku hernaðarveldi. Færri hlutlaus ríki eru tilbúin til að styðja Bandaríkin nú í kröfum sem þeir setja fram sem hernámsveldi í Vestur-Þýskalandi og Vestur-Berlín.

 

Austur-Þýskaland mun að sama skapi styrkjast. Samkeppnin við Vestur-Þýskaland mun halda áfram þó svo að landamæri landanna tveggja séu nú lokuð.

 

Á komandi árum verðum við að endurheimta þann missi sem orsakast hefur af vesturþýsku ofurefli. Í efnahagslegu samstarfi við Sovétríkin munum við ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur á sjö ára ætluninni fyrir árið 1963.

 

Í okkar augum er mikilvægt að stofnun Austur-Þýskalands hinn 7. október verði fagnað í meira mæli í ár en undanfarin ár.

 

Við höfum í hyggju að bjóða þér, kæri félagi Nikita Sergeevich (Nikita Krústsjov ritstj.)  en viljum ekki koma þér í klípu með því að bjóða þér fyrirvaralaust, því við þykjumst vita að þú sért önnum kafinn við undirbúning flokksþingsins.

 

Við erum þér afskaplega þakklát fyrir að senda okkur félaga Konev marskálk. Heimsókn hans kom sér afar vel og við metum samstarf okkar mikils.

 

Með einlægri ósk um góða heilsu þér til handa og með kærri kommúnistakveðju,

þinn W. Ulbricht

 

Eftirskrift:

Þrátt fyrir hrakspár Ulbrichts öðlaðist Vestur-Berlín enn meiri merkingu sem útvarðarstöð frelsisins sem komst í hámæli í ræðu Kennedys Bandaríkjaforseta árið 1963, þar sem hann sagði „Ich bin ein Berliner“.

 

Berlínarmúrinn sem aðskildi fjölskyldur og nágranna á svo vægðarlausan hátt leiddi í ljós veikleika kommúnistastjórnarinnar og árið 1989 kom síðan greinilega í ljós að um veikbyggðasta punkt járnteppisins hafði verið að ræða.

 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© Ullstein Bild/Getty Images, © HUM Images/Getty Images

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Heilsa

Vísindamenn: Blóðsýni afhjúpa elliglöp 15 árum fyrir einkenni

Maðurinn

Af hverju erum við með mismunandi blóðflokka?

Alheimurinn

Bilaðasta tilraun heims: Komdu með í ferðalag til endimarka alheims

Maðurinn

Getur kláði verið smitandi?

Alheimurinn

Jörðinni var bjargað af illa tvíbura sínum

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is