Brasilíuhnetur eru geislavirkar

Brasilíuhnetur eru þúsundfalt geislavirkari en flestar aðrar fæðutegundir.

BIRT: 26/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Sporöskjulaga Brasilíuhnetan er eilítið frábrugðin öðrum hnetum.

 

Hún felur nefnilega í sér örlítið magn af geislavirka frumefninu radíum sem gerir það að verkum að geislavirkni hnetunnar nemur allt að 444 Bq/kg.

 

Þetta er þúsundfalt meira en við á um flestar aðrar fæðutegundir en þó langur vegur frá markgildi ESB sem nemur 600 Bq/kg.

 

Brasilíuhnetan er þó engan veginn eins geislavirk og margt annað á jörðinni.

 

Geislavirkni úranmálms nemur 25 milljón Bq/kg. Þetta gerir það að verkum að úran er 56.300 sinnum geislavirkara en Brasilíuhnetur.

 

Úran er eitt algengasta frumefnið í skorpu jarðar þar sem það kemur fyrir sem úranmálmur. Hægt er að auðga málminn þannig að hann feli í sér meira magn af geislavirkasta ísótópanum, úran-235 sem bæði er notaður í kjarnorkuverum og -sprengjum.

3 geislavirkar fæðutegundir

Brasilíuhnetan er ekki eina fæðutegundin sem inniheldur geislavirkt frumefni.

 

Geislavirkni er nefnilega að finna víðs vegar á hnettinum og þar með talið einnig í matvælum sem við neytum. Tilteknar fæðutegundir á borð við Brasilíuhnetur eru með hátt innihald af kalíum sem er frumefni með óstöðugum atómkjörnum.

 

Óstöðugu atómkjarnarnir umbreytast í annað efni þegar kjarninn sundrast. Ferlið er geislavirkt og fyrir bragðið geta matvæli með miklu magni af kalíum orðið geislavirkari en matvæli sem fela í sér minna magn af því.

 

Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) eru þessar þrjár fæðutegundir geislavirkari en flestar aðrar:

 

Bananar

Guli bananinn er þekktur fyrir mikið magn af frumefninu kalíum en hann inniheldur 130 Bq/kg.

Gulrætur

Gulrætur fela í sér mikið af betakaróteni og C-vítamíni. Þessi gula rót felur einnig í sér um það bil 130 Bq/kg.

Rautt kjöt

Líkt og bananar og gulrætur felur rautt kjöt aðallega í sér kalíum en einnig agnarögn af radíum. Rautt kjöt inniheldur fyrir vikið rétt rúmlega 110 Bq/kg.

Orðskýring: Bekerel (Bq)

  • Bekerel er mælieining fyrir geislavirkni sem segir til um magnið af geislavirkni í tilteknu efni, þ.e. hversu mikið af jónandi geislun efnið sendir frá sér. Eitt Bq er sú geislavirkni sem samsvarar einni kjarnabreytingu á hverri sekúndu.

BIRT: 26/04/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is