Náttúran

Lítið eitt um geislavirkni

Hvorki er hægt að sjá né snerta á geislavirkni. Engu að síður er hún hvarvetna í kringum okkur í náttúrunni og háir skammtar af geislavirkni geta drepið okkur. En hvernig myndast geislavirkni og af hverju er hún svona hættuleg?

BIRT: 11/11/2022

Hvað er geislavirkni? 

Geislavirk efni innihalda of margar nifteindir í atómkjarna miðað við fjölda róteinda. Þetta gerir atómin óstöðug og til þess að endurheimta stöðugleikann senda þau frá sér geislun – eða hrörna niður. Stærð atómsins ræður því hvers konar geislun það sendir frá sér. 

 

Það eru til þrjár gerðir geislunar: 

 

1. Alfageislun er vegna helíumkjarna:  Stór geislavirk atóm hrörna með því að senda frá sér helíumkjarna, þ.e.a.s. kjarna sem samanstendur af tveimur róteindum og tveimur nifteindum. Þyngsta náttúrulega frumefnið, úran-238, er geislavirkt og hrörnar með keðjuverkun í mörgum þrepum. Húðin getur auðveldlega stöðvað stórar alfaeindir en ef geislunin nær inn í líkamann með fæðu eða innöndun getur hún verið afar skaðleg. 

 

  • Þetta getur stöðvað alfageislun: húð manna. 

 

2. Betageislun er vegna rafeinda: Lítil geislavirk atóm, eins og t.d. ofurþungt vetni, hrörna með því að senda frá sér rafeindir eða svonefnda betageislun. Rafeind sendist út í hvert sinn sem nifteind umbreytist í róteind. Með beinni geislun enda geislarnir í húðinni og geta orsakað krabbamein en betageislun er þó hættulegust við inntöku.

 

  • Þetta getur stöðvað betageislun: álplata. 

 

3. Gammageislun er vegna ljóss:  Mörg meðalstór geislavirk atóm senda frá sér gammageislun. Hrörnunin gerist einkum í tveimur þrepum þar sem nifteind breytist fyrst í róteind með því að senda frá sér rafeind. Nýja atómið hörnar þessu næst frekar með því að senda frá sér gammageislun sem hefur afar stutta bylgjulengd. Geislarnir þrengja sér óhindrað inn í líkamann en eru ekki eins hættulegir og aðrar gerðir geislunar. 

 

 

  • Þetta getur stöðvað gammageislun: þykk blýplata. 

 

Hvers vegna er geislavirkni hættuleg? 

Geislavirk efni eru hættuleg því þau senda frá sér geislun með svo mikilli orku að geislunin getur rifið rafeindir frá atómum og sameindum þannig að þau öðlast rafhleðslu – og verða svokallaðar jónir. Ef allur líkaminn, líffæri eða nokkrar frumur verða fyrir geislavirkni getur komið fram skaði. 

 

Ef skammturinn er nógu stór drepur geislunin viðkomandi frumur. Nýjar frumur geta komið í stað hinna dauðu en ef frumudauðinn er umfangsmikill getur allt líffærið eyðilagst. 

 

Minni skammtar sem ekki drepa frumurnar geta hins vegar eyðilagt DNA okkar og leitt til erfðafræðilegra stökkbreytinga. Í sumum tilvikum geta efnahvatar bætt skaðann en þó ekki alltaf og þá gæti fruman breyst í krabbafrumu. 

 

Hvernig er geislavirkni mæld? 

Skaðinn ræðst bæði af geislunarskammti og geislunargerð. Til þess að meta hættuna nota sérfræðingar hugtakið virk geislun sem er mæld í einingunni sievert. 

 

Í sievert-skalanum er að finna allar gerðir geislunar með mismunandi vægi – alfageislun vegur þyngst. Sex sievert drepa nánast allar manneskjur vegna bráðrar geislunarveiki, meðan eitt sievert eykur líkur á krabbameini um 5%. 

 

Náttúrulega bakgrunnsgeislunin eða örbylgjukliðurinn er alls staðar á jörðu og í alheimi og er að meðaltali 2,4 millisievert. 

 

Hvernig er hægt að nýta geislavirkni? 

Rétt eins og geislavirkni getur verið skaðleg þá kemur hún að góðu gagni í litlum mæli innan læknisvísinda. 

 

Jáeindaskannar nota t.d. geislavirk skuggaefni til að staðsetja krabbaæxli í líkamanum. Fyrir myndatökuna fær sjúklingurinn sér þrúgusykur með efninu flúor-18. Krabbafrumurnar taka til sín meiri sykur og þar með meira af skuggaefni heldur en heilbrigðar frumur. Flúor-18 hrörnar með því að senda frá sér róteindir sem skanninn nemur og sýnir þannig staðsetningu æxlisins. 

 

Krabbafrumur má einnig drepa með því að leiða geislavirk efni inn í líkamann. Ein aðferðin er svonefnd brakymeðferð þar sem örlítið magn af geislavirku efni er flutt inn í sjálft æxlið eða við hlið þess. Samanborið við hefðbundna geislameðferð er kostur þessarar sú að geislunin verður mögnuðust á krabbameinssýktu svæði og drepur því færri heilbrigðar frumur. 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

5

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

6

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Sumt fólk sem ég þekki fullyrðir að hafa séð drauga. Ég hef aldrei upplifað neitt yfirnáttúrulegt. Er einhver skýring á þessu?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.