Hvaða gerð geislunar er skaðlegust?

Maður lærði í skóla að það séu til mismunandi gerðir af geislavirkni. En af hverju er geislavirkni svona hættuleg fyrir líkamann og hvaða gerð hennar er sú skaðlegasta fyrir heilbrigði manna?

BIRT: 30/11/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

 

Geislavirkni er oft skipt í þrjár gerðir: Alfa-, beta- og gammageislun. Alfageislun er sú hættulegasta þrátt fyrir að hún sé mun orkuminni en hinar tvær. 

 

Alfageislun er tilkomin vegna kjarna í helíum-atómum sem þjóta í gegnum loftið á hraða sem nemur milli 10.000 – 20.000 km/sek. og samanborið við betaagnir sem myndast vegna rafeinda er greinilegt hvers vegna þær eru jafn hættulegar og raun ber vitni: Ef betaagnir eru á stærð við baun þá myndu alfaagnirnar vera sem þungar stálkúlur með allt að átta kílóa massa og tólf sentimetra þvermál. 

 

Drægnin er lítil 

 

Sem betur fer er drægni alfaagnanna afar lítil – jafnvel í loftinu ekki meiri en fáeinir sentimetrar. Alfaagnirnar geta þó verið skaðlegar nái þær að komast inn í líkamann, t.d. við innöndun af geislavirku gasi eins og radóni. 

 

Geislun fer í gegnum okkur

      Alfageislun (rauð píla)

Samanstendur af þungum helíumkjörnum. Ein stök alfaögn getur skaðað meira en 100.000 sameindir. Þetta krefst þó þess að þessi skammdræga ögn finni leið inn í líkamann, ýmist með fæðu eða við innöndun. 

 

       – Betageislun (blá píla)

Rafeindirnar í betageislun geta þrengt sér í gegnum mun lengri veg og drægni þeirra er tíu sinnum meiri en alfaagnanna. Hins vegar eyðileggja þessar litlu betaagnir ekki sameindir líkamans í næstum jafn ríkum mæli.   

 

       – Gammageislun (græn píla)

Þessar agnir hafa afar stutta bylgjulengd og eru orkuríkir, rafsegulmagnaðir gammageislar sem myndast við geislavirka hrörnun frumeinda. Í stórum skömmtum getur gammageislun verið banvæn en yfirleitt verðum við mennirnir ekki fyrir slíkum öflugum geislum. 

Geislun eyðileggur vatnsameindir

Líkaminn samanstendur aðallega af vatni og alfaagnirnar eyðileggja því fyrst og fremst vatnsameindir. Það skapar svokölluð sindurefni – óstöðugar sameindir sem þurfa að stela rafeindum úr öðrum efnum til að verða stöðugar.

 

Það ferli myndar m.a. vetnisperoxíð, sem drepur frumurnar. Alfaagnir geta einnig eyðilagt DNA og valdið miður góðum stökkbreytingum.

BIRT: 30/11/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Getty Images

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is