Tækni

Djúpfölsun: Svo auðveldlega getur þú gabbað fólk með fölsuðum myndböndum. 

Fölsk myndskeið frá stríðinu í Úkraínu eru einungis byrjunin á markvissri viðleitni til að rugla í skynjun þinni með djúpfölsunartækni. Hér er hægt að læra að sjá í gegnum þessar tæknibrellur.

BIRT: 26/12/2022

Sagt er að sannleikurinn sé fyrsta fórnarlambið í sérhverju stríði. Og það á einnig við um stríðið sem geisar nú á milli Rússlands og Úkraínu. Bæði löndin hafa nýtt sér djúpfölsunartækni til að dreifa röngum upplýsingum hvorir um aðra.

 

Ekki er langt síðan slíkt myndskeið dúkkaði upp með forseta Úkraínu, Volodymyr Selenskí þar sem notuð er djúpfölsunartækni þannig að forsetinn virðist hvetja landa sína til að gefast upp fyrir Rússum.

Falsaða myndskeiðið af Selenskí forseta var fjarlægt af YouTube, rétt eins og allar aðrar viðlíka gerðir. Hér er endurunnin útgáfa af slíku myndbandi frá The Telegraph.

Áður höfðu Úkraínumenn sjálfir búið til háðskt djúpfölsunarmyndband af forseta Rússlands, Vladimir Pútín en þar segist hann vera heimsins hataðasti maður og hvetur alla til að styðja Úkraínumenn.

Djúpfölsun með gervigreind

Vissulega má segja að þessar fyrstu falsanir séu ekkert sérlega fágaðar fyrir þrautreynda áhorfendur. En það er sífellt verið að betrumbæta þær.

 

Eftir heldur brösótta byrjun upp úr 1990 varð djúpfölsunartækni sem nýtti gervigreind umtalsvert betri til að láta þekktar persónur halda fram undarlegasta boðskap.

 

Grunnurinn í þessari sköpun felst í að mata gervigreindina með gríðarlegu magni af myndum og myndskeiðum af fórnarlömbunum.

 

Með þeim hætti þjálfast gervigreindin í mynsturkennslum hvað varðar bæði andlitshreyfingar og aðra líkamstjáningu.

 

Þessu næst er tekið upp nýtt myndband, nú með andliti og hreyfingu fölsku persónunnar.

LESTU EINNIG

Með gervigreindinni er síðan bætt kunnuglegu háttalagi fórnarlambsins og töktum, þannig að útkoman verður trúverðug djúpfölsun.

 

Þegar öllu er komið fyrir á sinn stað, eins og líkamshreyfingum, augnsvip og munni, má endurskapa röddina með aðstoð tölvu.

 

Snjallir djúpfalsarar geta náð mjög góðum árangri eins og var raunin þegar þýskur forstjóri glataði 30 milljón krónum til glæpamanna árið 2019 sem höfðu afritað rödd forstjórans og nýttu hana í símtali sem varð til þess að kollegi hans millifærði þessa upphæð til einhvers ungversks viðtakanda.

Leikarinn Tom Cruise var settur í fjölmörg djúpfölsunarmyndbönd, þar sem hann kemur m.a. fram sem forsetaframbjóðandi árið 2020.

Þannig afhjúpar maður djúpfölsun

Fyrir utan tæknibrellur virkar djúpfölsun í samspili milli skynjunar þinnar á hljóði og mynd. Minni þitt getur einnig gert þér grikk.

 

Fyrri bresk-bandarískar rannsóknir hafa sýnt að allt að 85% af námi okkar og minningum stafar frá því sem við upplifum í gegnum sjónina.

 

Það er þó einungis 20% af sjónskynjun okkar sem skapast frá augum til heilans. Afgangurinn kemur frá heilanum sjálfum og einkum gagnaugablaðinu þar sem minnið er m.a. staðsett.

 

Sjón okkar er því ekki aðeins samsett úr skynhrifum frá augunum, heldur í miklum mæli sambland af því sem við sjáum, því sem við höfum séð áður og hvað það er sem við trúum að við sjáum.

 

Við erum þannig að jafnaði langtum ógagnrýnni á upplýsingar sem staðfesta þá skoðun okkar á heiminum sem er þegar til staðar eða styrkja fordóma okkar og væntingar.

 

Þetta „staðfestingarhlutdrægi“ gerir okkur að auðveldum fórnarlömbum djúpfölsunar.

Svona greinir þú djúpfölsun

Þú skalt fylgjast með þessum hlutum til að afhjúpa myndskeið sem djúpfölsun

 

  • Breytingar í lýsingu.

 

  • Sérkennilegir pixlar. 

 

  • Skyndilegir kippir og grunsamlegar hreyfingar.

 

  • Undarlegur og breytilegur húðlitur

 

  • Léleg samhæfing á hljóði, vörum og augum

 

  • Óskýrir hlutar persónunnar eða bakgrunnsins

Taktu prófið:

Getur þú fundið tæknilega galla í þessu myndskeiði með djúpfölsuðum Tom Cruise frá því í byrjun árs 2022?

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Mads Elkær

Screenshot/Youtube

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Gæti dregið úr mesta sársauka legslímuflakks

Tækni

Blýböðullinn: uppfinningamaðurinn sem jók heimsku mannanna

Jörðin

Aðeins eitt af fimm trjám er heilbrigt

Lifandi Saga

Rómverjar hefndu sín grimmilega: Gyðingar hraktir frá landi sínu í heilögu stríði

Maðurinn

Eftir 4.500 blind stefnumót geta vísindamenn nú sýnt fram á: Þetta er það sem karlar og konur laðast að

Alheimurinn

Fjársjóðsleið í geimnum: 5 smástirni verða gullnámur framtíðar 

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Lifandi Saga

Api var tekinn fyrir Frakka og hengdur sem slíkur

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Maðurinn

Augnlitur – hvað ræður augnlit barna?

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is