Læknisfræði

„Ég leið ólýsanlegar kvalir“

Þegar rithöfundurinn Frances Burney fór til læknis árið 1812 vegna æxlis, velktist læknirinn ekki í vafa: Hann yrði að fjarlægja brjóstið. Á þeim tíma tíðkaðist enn ekki að svæfa sjúklinga og Frances þurfti að undirgangast alla aðgerðina með fullri meðvitund. Hún lýsti hryllingnum í bréfi til systur sinnar.

BIRT: 22/08/2023

Lifandi saga leyfir lesendum að skyggnast inn í hugarheim þekktra og óþekktra einstaklinga frá ýmsum tímaskeiðum með því að birta bréf þeirra.

París, Frakklandi, 22/3 1812

 

Lýsing á skelfilegri aðgerð

 

Kæra Esther1, ég hafði lofað að senda þér frásögn og hér kemur hún. Sem stendur líður mér alveg bærilega og sömu sögu er að segja af Alexandre og Alexander2. Þú getur því lesið bréf þetta í fullvissu um að allt fór á besta veg.

 

Ég rita þér þessar línur sökum þess að ég veit að þig fýsir að heyra alla söguna.

1. Esther, eldri systir Frances Burney, býr í Englandi en Frances hafði þegar þarna var komið sögu verið búsett í París, ásamt frönskum eiginmanni sínum, í 10 ár.

 

2. Alexandre og Alexander eru eiginmaður Frances Burney, hershöfðinginn Alexandre d’Arblay og hinn 18 ára gamli sonur hjónanna, Alexander Charles Louis.

Ég fann fyrst fyrir sársauka í öðru brjóstinu í ágúst árið 1810. Verkurinn versnaði eftir því sem vikurnar liðu en var þó ekki óbærilegur. Verknum mætti fremur lýsa sem þyngslum og fyrir vikið grunaði mig ekki að neitt alvarlegt væri að.

 

Þannig liðu margir mánuðir þar til náin vinkona mína, frú de Maisonneuve, ásamt hr. d’Arblay, hvatti mig eindregið til að fara til læknis og láta rannsaka mig.

 

Ég fékk tíma hjá læknunum Larrey, Ribe og Moreau og þeir komust að raun um að ég yrði að fara í uppskurð hjá þeim þremur3.

3. Brjóstkrabbi var þekktur á 19. öld og margt hafði verið ritað um hann, þrátt fyrir að vitneskja um orsakir hans og meðferðarúrræði væru af skornum skammti.

Daginn sem uppskurðurinn hafði verið áætlaður gætti ég þess að hafa nóg fyrir stafni. Þegar ég gat ekki látið mér detta í hug neitt meira að gera fór ég niður í móttökusalinn.

 

Þar gat ég ekki staðnæmst lengi. Mér varð illt af að horfa á öll sárabindin, grisjurnar og annan búnað sem búið var að taka til.

 

Brátt sneri ég þó þangað aftur og beið í salnum þar til klukkan þrjú, þegar fyrirhugað var að aðgerðin skyldi hefjast.

 

Þá gengu inn í skurðstofuna sjö svartklæddir karlmenn4. Hr. Dubois5 virtist vera í forsvari fyrir mennina og lét koma fyrir rúmi í miðri stofunni.

 

Ég sneri mér undrandi að dr. Larrey sem hafði lofað mér að hægindastóll myndi nægja. Hann lygndi aftur augunum og neitaði að horfast í augu við mig.

4. Þrír læknar Frances nutu aðstoðar enn eins læknis í aðgerðinni, tveggja læknanema og hins þekkta skurðlæknis Antoine Dubois.

 

5. Antoine Dubois var skurðlæknir og fæðingarlæknir Marie-Louise, eiginkonu Napóleóns, þegar hún fæddi son sinn árið 1811 sem síðar varð krýndur sem Napóleón 2.

Þegar búið var að hagræða dýnum og rúmfötum að hans ósk bauð hann mér að stíga upp í rúmið.

 

Eitt andartak stóð ég alveg hreyfingarlaus og velti því fyrir mér hvort ég ætti að flýja af hólmi. Augu mín leituðu fyrst til dyranna og síðan til glugganna.

Frances Burney

– Var uppi:

1752-1840.

 

– Þjóðerni:

Englendingur.

 

– Starf:

Höfundur skáldsagna og leikrita, auk þess að vera hirðdama hjá Karlottu Englandsdrottningu.

 

– Hjúpskaparstaða:

Gift og móðir eins sonar.

 

– Þekkt fyrir:

Frances Burney vakti athygli 26 ára að aldri þegar hún gaf út skáldsöguna „Evelina“ sem fjallaði um tilraunir ungrar konu til að laga sig að ströngum siðareglum samfélagsins. Frances hélt jafnframt dagbók reglulega og teljast lýsingar hennar þar vera mikilvæg heimild um atburði þess tíma.

Allt stóð þetta mjög stutt yfir og fyrr en varði tók skynsemi mín völdin. Ég vissi að mér stæði veruleg ógn af sjúkdómi mínum og að aðgerðin sem ég átti að undirgangast væri það eina sem gæti frelsað mig frá ógninni.

 

Ég fór síðan frjálsviljug upp í rúmið og leyfði hr. Dubois að hagræða mér á dýnunni. Hann lagði jafnframt fínofinn léreftsdúk yfir andlitið á mér.

 

Dúkurinn var hins vegar gegnsær og í gegnum hann sá ég mennina sjö umkringja mig, ásamt hjúkrunarkonu.

 

Ég afþakkaði að mér yrði haldið niðri. Þegar ég svo kom auga á slétt, glansandi stál hnífsins í gegnum dúkinn lokaði ég augunum. Ég vildi ekki þurfa að umbera þann ótta sem fælist í því að sjá mennina skera í mig.

 

Alger kyrrð fylgdi í kjölfarið. Nokkrar mínútur liðu. Ó, hve skelfilegur biðtíminn var. Ég gat ekki andað.

„Ég byrjaði að öskra og óp mitt varði allan þann tíma sem læknirinn skar mig“.
Frances Burney, 1812.

Ég óttaðist að allt brjóstið væri sýkt og sá ótti reyndist síðan á rökum reistur.

 

Í gegnum andlitsdúkinn sá ég upprétta höndina á hr. Dubois. Fingur hans sýndu fyrst beina línu frá efri hluta brjóstsins að neðri hluta þess. Síðan teiknaði hann kross út í loftið og að lokum hring.

 

Handahreyfingar hans gátu einungis táknað að fjarlægja þyrfti allt brjóstið, þóttist ég skilja6. Ég lokaði aftur augunum ákveðin í að samþykkja allt sem yrði látið yfir mig ganga.

 

Þegar þessi ákvörðun hafði verið tekin hélt ég mér fast. Þegar svo ógnvekjandi stálinu var stungið inn í brjóst mitt, þar sem það skarst gegnum bláæðar, slagæðar, hold og taugar, þurfti ekki að hvetja mig til að gefa öskrum mínum lausan tauminn.

 

Ég byrjaði að móta óp sem stóð yfir í allan þann tíma sem læknirinn skar mig. Í raun réttri er ég mest hissa á því að öskrið skuli ekki enduróma fyrir eyrum mínum enn. Kvalirnar voru ólýsanlegar.

6. Skurðlækningar voru eina aðferðin sem unnt var að beita gegn krabbameini í þá daga. Geislameðferð var ekki farið að nota fyrr en á 20. öld.

Þegar ég næst fann fyrir hnífnum tók hann sveigju. Ég skynjaði hvernig hnífurinn skarst gegnum æðar mínar.

 

Þegar svo áhald læknisins mætti svo mikilli mótstöðu í holdi mínu að hann neyddist til að skipta um hönd og skera með hinni, leið yfir mig.

 

Þessu var þó engan veginn lokið enn og andartaki síðar fann ég hnífinn skarka upp við bringubeinið og síðan skrapast við það. Sársaukinn var hroðalegur meðan á öllu þessu stóð.

 

Að svo búnu heyrði ég rödd dr. Larreys spyrja þá sem til staðar voru hvort þeir teldu að gera þyrfti meira eða hvort aðgerðinni teldist nú vera lokið.

 

Flestir svöruðu játandi. Einn fingurinn á hr. Dubois sem mér fannst ég finna svífa yfir sárinu, þó svo að ég sæi ekkert, gaf til kynna að ekki væri öllu lokið enn.

 

Hnífurinn fór enn og aftur að skrapa. Rétt á eftir benti dr. Moreau á annan sýktan stað. Hann átti svo eftir að benda hr. Dubois ítrekað á fleiri staði sem þyrfti að fjarlægja.

Það var svo alveg undir lok 19. aldar sem læknum tókst að fjarlægja konubrjóst við læknisfræðilega hreinlegar og heilsusamlegar aðstæður.

Það liðu margir dagar, vikur og mánuðir áður en ég gat talað um þennan hrikalega atburð. Meira að segja núna, alls níu mánuðum síðar, á ég erfitt með að rifja þetta upp.

 

Ég þori ekki einu sinni að lesa yfir þessa sorglegu frásögn sem ég hóf að semja fyrir þremur mánuðum, áður en ég sendi þér hana.

 

Hér í lok frásagnar minnar get ég upplýst að meinið var svo langt inni í brjóstinu að öll aðgerðin, að meðtöldum frágangi sáraumbúða, tók alls 20 mínútur.7

 

Ég get með sanni sagt að ég beitti öllu því hugrekki sem ég hafði yfir að ráða og hreyfði mig hvorki né gerði tilraun til að stöðva læknana. Ég tel mig heldur ekki hafa fallið í ómegin, utan það eina skipti sem ég hef greint frá.

7. Skurðaðgerðin stóð yfir lengur en aðrar aðgerðir sem gerðar voru án deyfingar. Sem dæmi tók aflimun að öllu jöfnu minna en eina mínútu.

Þegar öllu var lokið var styrkur minn gjörsamlega þrotinn og það þurfti að bera mig í rúmið. Hjúkrunarkonan hefur tjáð mér að andlit mitt hafi verið alveg litlaust.

 

Guði veri með þér, kæra Esther. Ég óttast að þessi skrif mín séu ruglingsleg en ég treysti mér ekki til að lesa bréfið yfir, né heldur veld ég því að rita meira.

 

Vertu blessuð, mín kæra Ester

 

Eftirskrift

Frances Burney lifði í 28 ár eftir aðgerðina og lést ekki fyrr en árið 1840, þá 87 ára að aldri. Sjö árum eftir aðgerðina sem Frances lýsir í bréfi sínu, þ.e. árið 1847, var svo farið að beita vísindalegri aðferð við að svæfa sjúklinga. Læknar í þá daga notuðu eter en þeirri sömu aðferð var beitt allt fram yfir 1970.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© ART Collection/Imageselect,© Ian Dagnall/Imageselect

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Vinsælast

1

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

2

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

3

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

4

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

5

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

6

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

1

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

2

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

3

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

4

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

5

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

6

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Maðurinn

Af hverju get ég ekki kitlað sjálfan mig?

Menning

11 dýrustu málverk heims

Maðurinn

Hversu lengi getum við lifað án matar?

Lifandi Saga

,,Kjarnorkusprengjurnar voru ástæða uppgjafar Japana“

Maðurinn

Hvað verður um líkamann eftir jarðarförina?

Maðurinn

Geta siðblindir lifað eðlilegu lífi?

Tækni

Vetnisflugvél fer sína fyrstu mönnuðu ferð

Jörðin

Hvaða eldgos drap flest fólk?

Brostu! Þetta er falin myndavél

Faldir hljóðnemar og útsmognir sjónvarpshrekkir gerðu Allen Funt frægan um gervöll Bandaríkin á sjöunda áratugnum. En þegar hann lenti í raunverulegu flugráni reyndist það vera hálfgerð martröð að vera þekktur prakkari.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is