Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Eitruðustu efnin eru banvæn, jafnvel í smásæjum skömmtum. Ekki þarf nema einn milljarðasta af grammi til að það kosti þig lífið.

BIRT: 25/03/2024

Eitur hefur alla tíð verið hulið ákveðnum leyndardómshjúp en hver eru eiginlega eitruðustu efni í heimi?

Vísindamenn mæla styrk eiturs oft á LD50-kvarða sem segir til um hversu mikið af tilteknu efni þurfi til að bana helmingi þeirra sem fyrir verða – sem oftast eru tilraunamýs og rottur.

 

Sum af eitruðustu efnum heims í heiminum eru:

  • Kvikasilfur

 

  • Taugaeitrið VX

 

  • RísÍn

 

  • Arsenik

 

  • Slöngueitur

 

  • Batrachotoxín

 

  • Pólóníum-210

 

  • Bótúlín 

 

KVIKASILFUR

Kvikasilfur veldur skjálfta

Kvikasilfur er nr. 80 í lotukerfinu og var áður notað í tannfyllingar. Þar er kvikasilfrið tiltölulega skaðlítið en efnið getur þó verið sterkt eitur, allt eftir því hvers konar kvikasilfur um er að ræða.

Lífrænt kvikasilfur er eitraðast með LD50-gildi upp á 100 mg/kg.

Hið eitraða kvikasilfur er eini málmurinn sem er fljótandi við stofuhita.

Einkenni kvikasilfurseitrunar fara eftir því hve mikið maður fær í sig og hve lengi.

 

Bráð eitrun veldur einkennum á borð við blóðug uppköst, mikla kviðverki og skerta nýrnastarfsemi en langvarandi eitrun getur valdið handskjálfta og sárum í munni.

Magnflokkun eiturs

LD50 er gefið upp sem fjöldi gramma, milligramma eða jafnvel nanógramma af eiturefninu á hvert kíló líkamsþunga.

  • Minna en 5 mg/kg – Gríðarlega eitrað

 

  • 5-50 mg/kg – Mjög eitrað

 

  • 50-500 mg/kg – Talsvert eitrað

 

  • 500-5.000 mg/kg – Nokkuð eitrað

 

  • 5.000-15.000 mg/kg – Ekki verulega eitrað

 

  • Meira en 15.000 mg/kg – Skaðlaust

 

TAUGAEITRIÐ VX

Taugaeitrið VX lamar öndunarfærin

VX er gerviframleitt taugaeitur með LD50-gildið 25-30 mg/kg við innöndun. Komist VX í snertingu við húð fer gildið hins vegar allt niður í 10 mg/kg.

Þetta eiturefni var fundið upp á sjötta áratugnum í tengslum við rannsóknir á skordýraeitri en fljótt kom í ljós að efnið var allt of eitrað til notkunar í akuryrkju.

Það var þess vegna skilgreint sem efnavopn og um langan tíma áttu mörg ríki þetta efni á lager til hernaðarnota. Þessum birgðum hefur nú í flestum tilvikum verið eytt.

VX er nú fyrst og fremst þekkt vegna þess að það hefur í seinni tíð verið notað til hryðjuverkaárása.

Japanski dómsdagstrúarhópurinn Aleph notaði þetta eitur á grunaða njósnara um miðjan tíunda áratuginn og 2017 var Kim Jong Nam, elsti sonur Kims Jong Il, myrtur í Malasíu með þessu eitri.

VX veldur dauða með því að loka fyrir tiltekið ensím sem leyfir vöðvum að slaka á. Af því leiðir að vöðvar halda stöðugt áfram að draga sig saman og þegar það gerist í þind og brjóstkassa, verður ógerlegt að ná andanum.

 

RÍSÍN

Rísín notað í regnhlífarmorði

Rísín er unnið úr pálmafræjum, svonefndum kastorbaunum og hefur LD50-gildi um 20 mg/kg ef það er tekið í mat. En berist rísín í innöndun eða ef því er sprautað í líkamann þarf aðeins 0,022 mg/kg.

Kastorbaunir eru m.a. notaðar í bremsuvökva og hægðatregðulyf.

Árið 1978 fékk búlgarski stjórnarandstæðingurinn Georgi Markov í sig rísín þar sem hann beið eftir strætisvagni í London. Sú árás er þekkt undir heitinu regnhlífarmorðið, þar eð árásarmaðurinn duldi vopn sitt í regnhlíf og náði þannig að koma rísínkúlu í lærið á Georgi Markov nánast án þess að eftir væri tekið.

Georgi Markov fékk mjög fljótt eitrunareinkenni og lést á sjúkrahúsi fjórum dögum síðar.

Rísín er meðal öflugustu eiturefna heims. Það lokar á hæfni frumnanna til að mynda prótín. Án prótína deyja frumurnar og lífsnauðsynlegri starfsemi í líkamanum er hætt.

ARSENIK

Arsenik veldur miklum sársauka

Arsenik líkist sykri í útliti en það ætti maður ekki að láta gabba sig, því arsenik er meðal eitruðustu efna með LD50-gildi upp á 15 mg/kg sé það tekið inn.

Efnið er ólífrænt og var áður notað sem rottueitur. Sums staðar getur arsenikeitrun stafað af mengun í grunnvatni. Fyrstu einkennin eru mikill höfuðverkur.

Eitrið skaddar æðarnar og veldur sársaukafullum kviðverkjum, uppköstum og niðurgangi. Að lokum verður æðakerfið óstarfhæft.

SLÖNGUEITUR

Slöngueitur verkar lamandi

Eitur flestra slangna er óþægileg blanda margvíslegra prótína sem mörg eru taugaeitur og hamla taugaboðum í heila og taugakerfi og geta t.d. lamað vöðva.

Taugaeiturefni í slöngueitri hafa oft LD50-gildi undir 1 mg/kg þegar því er sprautað í líkamann.

 

Eitraðasta tegundin er brotnaðran í Ástralíu. LD50-gildið er 0,0225 mg/kg.

Ástralska brotnaðran er eitraðasta slanga heims og takist ekki að gefa móteitur strax getur bit hennar dregið mann til dauða á hálftíma.

Verði maður fyrir slöngubiti skiptir miklu máli að vita hve hratt eitrið virkar ef von á að vera til þess að lifa af.

BATRACHOTOXÍN

Batrachotoxín veldur hjartastoppi

Indíánar í Suður-Ameríku notuðu fyrrum eiturörvar bæði gegn óvinum og á veiðum. M.a. notuðu þeir eitrið Batrachotoxín sem er að finna á húð froskanna Phyllobates terribilis og Phyllobates bicolor.

 

Komist eitrið beint inn í líkamann er LD50-gildið aðeins 0,002 mg/kg en tífalt hærra ef það berst aðeins utan á húðina eða 0,02 mg/kg

Þegar guli eiturfroskurinn vex upp í vörslu manna er hann ekki eitraður. Vísindamenn telja því að eitrið eigi rætur að rekja til skordýra sem froskurinn étur í náttúrulegu umhverfi.

Þetta sérkennilega froskaeitur opnar kalíumæðar taugafrumna og lokar þannig fyrir boð til vöðvanna. Þetta veldur því að vöðvarnir geta ekki slakað á. Það eykur álag á hjartað sem að lokum gefst upp.

PÓLÓNÍUM-210

Pólóníum-210 úðar banvænni geislavirkni

Pólóníum-210 er geislavirkt ísótóp sem m.a. varð rússneska njósnaranum Alexander Litvinenko að bana. Efnið er ofboðslega eitrað, jafnvel þó magnið sé minna en milljarðasti partur af grammi.

Pólóníum-210 er eitt þeirra efna sem ekki er hægt að gefa vægi á LD50-kvarðanum. Pólóníum drepur nefnilega með því að senda frá sér geislavirkni sem drepur frumur líkamans – öfugt við eiturefni sem drepa með áhrifum sínum á tilteknar frumur eða líffæri.

BÓTÚLÍN

Bótúlín er eitraðasta efnið

Þótt bótúlín sé notað til lýtalækninga, t.d. í bótox, er þetta efni ekki einungis eitrað, heldur er það sterkasta eitur heims.

Bótúlín er prótín og banvænir skammtar mælast í nanógrömmum. Jafnvel skammtur sem er svo lítill að hann er ekki banvænn, lamar mús í allt að mánuð.

  • Við innsprautun er banvænn skammtur 1,3-2,1 ng/kg (0,0000013-0,0000021 mg/kg)

 

  • Við innöndun er banvænn skammtur 10-13 ng/kg (0,000010-0,000013 mg/kg)

 

  • Við inntöku er banvænn skammtur 1.000 ng/kg (0,001 mg/kg)

Það er lítil og óásjáleg lífvera sem framleiðir þetta eitur, sem sé bakterían Clostrium Difficile sem t.d. getur valdið heiftúðugum þarmabólgum.

Rétt eins og taugagasið VX virkar bótúlín með því að hamla gegn því ensími sem leyfir vöðvum að slakna. Þá safnast efnið acetylcholín upp í taugakerfinu og veldur lömun, krampa og loks köfnun.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Charlotte Kjaer

Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

Maðurinn

Af hverju þreytumst við í hita?

Menning og saga

Hvað varð um Nefertítí drottningu?

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is