Menning og saga

Elsta mynd Ástralíu af kengúru

Tveggja metra löng teikning af kengúru hefur reynst meira en 17.000 ára gömul og þar með sú elsta í Ástralíu. Þetta sýna kolefnisgreiningar á geitungabúi.

BIRT: 28/05/2022

Maðurinn hefur haft búsetu á ástralska meginlandinu í 50.000 ár og nú hefur fundist sönnun þess að menn gerðu þar nákvæmar klapparmyndir fyrir meira en 17.000 árum.

 

Tveggja metra löng mynd af kengúru undir klettasnös í Vestur-Ástralíu hefur nú verið aldursákvörðuð sem elsta mynd Ástralíu.

 

Yfirleitt er afar erfitt að greina aldur hellamynda af nákvæmni en bæði yfir og undir þessari mynd fundu vísindamennirnir leifar geitungabúa og í þeim lífrænar leifar af bæði plöntum og dýrum og C-14 aldursgreining á þeim gaf til kynna 17.100-17.500 ára aldur.

 

Af aldursgreiningunni má líka ráða að svæðið hafi á þessum tíma verið fremur þéttbýlt. Það þykir áhugavert vegna þess að þá ríkti enn ísöld í Ástralíu og loftslag var bæði kaldara og þurrara en nú.

17.100 ára gamalt er hellamálverk í norðausturhluta hins ósnortna Kimberley-svæðis í Vestur-Ástralíu.

Myndin er gerð í skáhallt loft opins hellis þar sem fólk hefur búið um þúsundir ára – og reyndar geitungar líka. Kengúrumyndin þykir dæmigerð fyrir myndir sem flokkast sem „misútfylltar dýramyndir“ en á þeim er ekki allur líkami dýranna litaður.

 

Eldri myndir e.t.v. til

Vísindamennirnir sem stóðu að aldursgreiningunni gera sér vonir um að þessi rannsókn geti átt þátt í bættum skilningi á tilurð menningar frumbyggja Ástralíu og hvernig hún þróaðist.

 

Vísindamennirnir segja myndina minna talsvert á hellamyndir sem fundist hafa á eyjum í Suðaustur-Asíu og aldursgreiningar hafa sýnt að eru meira en 40.000 ára gamlar.

 

Þetta gefur til kynna mögulegt samhengi og bendir til að ef til vill finnist enn eldri hellamyndir í Ástralíu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: AF SØREN BJØRN-HANSEN

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is