Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Ég finn stundum fyrir þreytu ef ég hef sofið lengur en venjulega. Er hægt að sofa of mikið?

BIRT: 13/04/2024

Vísindin eru ekki á einu máli á þessu sviði.

 

Nokkrar gamlar rannsóknir gáfu til kynna að of mikill svefn leiddi af sér slen og leti. Nýleg tilraun sem gerð var við Henry Ford háskólann í Detroit leiddi hins vegar allt annað í ljós.

 

Tilraunin gekk út á að láta hóp fólks sofa klukkustund lengur en venjulega. Í ljós kom að þessi aukalegi klukkutími bætti einbeitingu þátttakendanna, frammistöðu þeirra í vinnu, svo og akstursgetuna.

 

Svefninn skiptist í þrep

Samt sem áður kannast allir við að hafa vaknað eftir sérlega langan svefn og fundist þeir vera vankaðir.

 

Úr því að aukalegur svefn getur leitt til þess að okkur finnist við vera enn þreyttari en ella tengist það sennilega því á hvaða svefnstigi við vöknum. Þegar við sofum förum við í gegnum nokkur svefnstig, allt frá mjög þungum svefni, svonefndum djúpsvefni, yfir í léttan svefn sem einkennist af heilavirkni sem líkist því sem gerist þegar við erum vakandi.

 

Ef við erum vakin úr djúpsvefni er hætt við að okkur finnist við vera syfjuð og utan við okkur um stund.

Svefn er einstaklingsbundinn

Ef við sofum nokkurn veginn reglubundið, tímasetur líkaminn svefninn þannig að við vöknum af léttu svefnstigi.

 

Ef við hins vegar sofum lengur en við eigum að venjast getur fyrirkomulagið riðlast og við vaknað úr djúpsvefni. Þetta kann jafnframt að vera ástæða þess að gamlar rannsóknir gefa til kynna að aukalegur svefn leiði af sér sljóleika.

 

Ógerlegt er að segja hvað við þurfum langan svefn því svefnþörfin er einkar breytileg manna á meðal. Þegar um fullorðið fólk er að ræða mælist meðaltalið rétt yfir sjö klukkustundum en þó hafa sumir þörf fyrir allt að níu tíma svefn á meðan öðrum nægir að sofa í fimm til sex tíma og í einstaka tilviki jafnvel skemur.

 

Besta reglan felst í að sofa þar til við vöknum sjálf, ef hægt er að komast af án vekjaraklukku.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is