Er hægt að sofa of mikið?

Ég finn stundum fyrir þreytu ef ég hef sofið lengur en venjulega. Er hægt að sofa of mikið?

BIRT: 08/01/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Vísindin eru ekki á einu máli á þessu sviði.

 

Nokkrar gamlar rannsóknir gáfu til kynna að of mikill svefn leiddi af sér slen og leti. Nýleg tilraun sem gerð var við Henry Ford háskólann í Detroit leiddi hins vegar allt annað í ljós.

 

Tilraunin gekk út á að láta hóp fólks sofa klukkustund lengur en venjulega. Í ljós kom að þessi aukalegi klukkutími bætti einbeitingu þátttakendanna, frammistöðu þeirra í vinnu, svo og akstursgetuna.

 

Svefninn skiptist í þrep

Samt sem áður kannast allir við að hafa vaknað eftir sérlega langan svefn og fundist þeir vera vankaðir.

 

Úr því að aukalegur svefn getur leitt til þess að okkur finnist við vera enn þreyttari en ella tengist það sennilega því á hvaða svefnstigi við vöknum. Þegar við sofum förum við í gegnum nokkur svefnstig, allt frá mjög þungum svefni, svonefndum djúpsvefni, yfir í léttan svefn sem einkennist af heilavirkni sem líkist því sem gerist þegar við erum vakandi.

 

Ef við erum vakin úr djúpsvefni er hætt við að okkur finnist við vera syfjuð og utan við okkur um stund.

Svefn er einstaklingsbundinn

Ef við sofum nokkurn veginn reglubundið, tímasetur líkaminn svefninn þannig að við vöknum af léttu svefnstigi.

 

Ef við hins vegar sofum lengur en við eigum að venjast getur fyrirkomulagið riðlast og við vaknað úr djúpsvefni. Þetta kann jafnframt að vera ástæða þess að gamlar rannsóknir gefa til kynna að aukalegur svefn leiði af sér sljóleika.

 

Ógerlegt er að segja hvað við þurfum langan svefn því svefnþörfin er einkar breytileg manna á meðal. Þegar um fullorðið fólk er að ræða mælist meðaltalið rétt yfir sjö klukkustundum en þó hafa sumir þörf fyrir allt að níu tíma svefn á meðan öðrum nægir að sofa í fimm til sex tíma og í einstaka tilviki jafnvel skemur.

 

Besta reglan felst í að sofa þar til við vöknum sjálf, ef hægt er að komast af án vekjaraklukku.

BIRT: 08/01/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is