Er hættulegt að kveikja í prumpinu?

Vinur minn segist hafa kveikt í prumploftinu frá sér. Er þetta gerlegt og er það kannski hættulegt?

BIRT: 04/11/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Prumploft er eldfimt. Þarmabakteríur framleiða nefnilega mikið af eldfimu gasi, m.a. vetni og metani.

 

Eldfimast er þó illalyktandi prump því í því er brennisteinsvetni. Það lyktar eins og fúlegg og er mjög eldfimt.

 

Efnainnihald þess lofts sem leitar út um endaþarminn er misjafnt og fer bæði eftir mataræði og virkni þarmabakteríanna. Það er því mismunandi hve auðvelt er að kveikja í því.

 

Vetnið er eldfimast og í því kviknar jafnvel þótt það sé allt niður í 4% af prumploftinu.

Bláleitur vetnislogi

Mikið er af eldfimu gasi í þörmum og lítill neisti dugar til að kveikja í.

1. Gas út um endaþarminn

Bakteríur í þörmum mynda eldfimt gas sem m.a. inniheldur vetni, brennisteinsvetni og metan. Innihald í einu prumpi getur verið 63% vetni sem er eldfimasta lofttegundin.

2. Hiti setur allt á fullt

Þegar vetni blandast súrefni í lofti og fær í sig hita frá kveikjara verður bruni, þar sem vetnið og súrefnið mynda vatn, ljós og hita.

3. Loginn verður bláleitur

Því meira sem er af vetni í prumpinu, því bláleitari verður loginn. Liturinn er tákn um fullkominn bruna en rauðari litur á loga kertis eða báls, stafar af föstum eindum, svo sem sóti.

Þarmabakteríur framleiða mikið af vetni þegar þær brjóta niður trefjar, t.d. úr baunum.

 

Allt eftir því hve mikið er borðað af trefjum getur vetnisinnihaldið verið á bilinu 8-63%. Að meðaltali eru vetni, metan og koltvísýringur allt að 75% af loftinu.

 

Þegar við leysum vind blandast þarmagasið súrefni í loftinu og úr verður eldfim blanda.

 

Loginn út úr afturendanum stendur þó afar stutt þar eð vetni brennur mjög hratt og það loft sem losnar í einu prumpi er ekki nema 100 ml að meðaltali.

 

Þótt það geti vel talist skemmtileg tilraun, er ekki ráðlegt að kveikja í prumpi. Loginn getur borist að endaþarminum og valdið þar brunasárum.

 

Illalyktandi fretur ber í sér mikið brennisteinsvetni og brennur best.

BIRT: 04/11/2023

HÖFUNDUR: JONAS GROSEN MELDAL

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock.

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is