Hitler líkaði ekki við fótbolta
Adolf Hitler líkaði illa við fótbolta af einni ástæðu: Hann gat ekki stjórnað úrslitunum. Leiðtogi Þýskalands nasismans uppgötvaði þá staðreynd á einu orustunni sem sagnfræðingar vita með vissu að hann var sjálfur viðstaddur, þ.e. á þessum landsleik.
Eftir að þýska landsliðið bar sigurorð af Lúxemborg með 9-0 sigri í opnunarleik Ólympíuleikanna 1936, voru Þjóðverjar gríðarlega vinsælir og spennan í hámarki til að sjá þá mæta Noregi í 8-liða úrslitum 7. ágúst.
Hins vegar urðu allir 55.000 áhorfendurnir, Hitler þar á meðal, fyrir miklum vonbrigðum þegar þýsku gestgjafarnir töpuðu 2-0 fyrir norska landsliðinu.
MYNDSKEIÐ: Sjáðu Hitler á opnunarhátíð Ólympíuleikanna:
Hitler bannaði íþróttamenn af gyðingaættum
„Foringinn er í uppnámi. Ég hef vart stjórn á sjálfum mér. Dramatískur og taugatrekkjandi landsleikur,“ skrifaði áróðursráðherrann Joseph Goebbels sem fylgdist einnig með leiknum, í dagbók sína.
Þó Hitler hafi ekki haft áhuga á fótbolta, gat hann ekki bannað íþróttina.
Þess í stað bönnuðu nasistar gyðingum að stunda íþróttir. Forseti fótboltafélags Bayern München sem var gyðingur, neyddist til dæmis til að hætta.