Search

Hvernig getur fótbolti breytt um stefnu í loftinu?

Sum flottustu mörkin í fótbolta eru skoruð beint úr aukaspyrnum, þegar boltinn er skrúfaður fram hjá varnarveggnum eða yfir hann. En hvernig kemur snúningur á boltanum honum til að breyta um stefnu í loftinu?

BIRT: 14/12/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Heimsmeistarmótið í knattspyrnu er í fullum gangi og stundum sjáum við ótrúleg skot þar sem boltinn sveigir yfir varnarmúrinn og í markið.

 

Knattspyrnumenn eyða löngum stundum í að æfa sig í að skrúfa boltann fram hjá eða yfir varnarvegg. Það er eina leiðin til að koma boltanum í markið þegar varnarveggurinn lokar beinni línu boltans í mark.

 

Ástæðan er fólgin í þeim sérstöku áhrifum sem snúningur boltans hefur á stefnu hans.

 

Snúningur breytir loftmótstöðunni

Til að nýta snúningsáhrifin þarf að skjóta boltanum þannig af stað að hann snúist um sjálfan sig. Það er gert með því að fóturinn skelli örlítið skáhallt á honum, t.d. aðeins hægra megin við miðjuna.

 

Þegar boltinn er kominn á ferð verður hann fyrir loftmótstöðu en mótstaðan hefur ekki sömu áhrif á báðum hliðum. Þegar hægri hlið boltans hreyfist í sömu stefnu og boltinn sjálfur verður loftmótstaðan meiri þeim megin. Vinstra megin er mótstaðan minni vegna þess að yfirborðið færir sig öfugt við stefnuna.

Loftstraumar fá boltann til að sveigja

Snúningsbolti breytir um stefnu vegna þess að loftmótstaðan er misjöfn.

1. Spark skapar snúning

Leikmaðurinn sparkar örlítið hægra megin í boltann þannig að hann snýst. Boltinn hreyfist ekki aðeins áfram heldur snýst líka um sjálfan sig.

2. Loftmótstaðan verður misjöfn

Vegna snúningsins verður loftmótstaðan minni vinstra megin. Loftið dregst aðeins inn á við fyrir aftan boltann.

3. Boltinn breytir um stefnu

Sveigja loftsins inn á við til vinstri skapar mótkraft – þau snúningsáhrif sem valda því að boltinn breytir um stefnu.

Afleiðingin verður sú að loftið vinstra megin dregst inn aftan við boltann. Þann myndast lægri loftþrýstingur vinstra megin við boltann en hægra megin. Loftþrýstingsmunurinn jafnast með því að boltinn dregst til vinstri og snúningsáhrifin eru einmitt fólgin í þessu.

 

Sú list að senda snúningsbolta er stunduð í mörgum íþróttagreinum, allt frá körfubolta til golfs. Í tennis og borðtennis skapa leikmenn snúning nánast í hverju höggi. Í þessum greinum sést skýrt hvernig boltinn eða kúlan skrúfast niður á yfirsnúningi en fer lengra á undirsnúningi.

BIRT: 14/12/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Getty Images

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is