Fjórar fréttir af T.rex

Grameðlan hafði svipaða höfuðkúpubyggingu og bit og nútíma krókódílar og líkt og hjá alligatorum voru stór holrými í höfuðkúpunni sem hélt höfðinu köldu. Hér eru fjórar stuttar fréttir af T.rex.

BIRT: 23/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

1. T. rex beit eins og krókódíll

Nýjar rannsóknir sýna að höfuðkúpa grameðlunnar var svipuð að byggingu og í krókódílum nútímans.

 

Kjálkaliðirnir voru stífir en ekki liprir eins og t.d. í fuglum sem eru afkomendur forneðlanna.

 

Vísindamenn hjá Missouriháskóla í BNA hafa reiknað út að grameðlan hafi haft bitstyrk upp á 7 tonn eða fjórfalt öflugra bit en krókódílarnir sem nú eiga metið.

 

2. Lítill og snöggur forfaðir

Í Utah í BNA hefur fundist 96 milljón ára steingervingur af lítilli ráneðlu.

 

Hún hefur hlotið heitið Moros Intrepidus og vóg aðeins 78 kg en vísindamennirnir telja þennan smávaxna hlaupara forföður stóru tyrannosaurus-eðlanna sem komu fram fyrir 81 milljón ára.

 

3. Holrúm kældu höfuðið

Grameðlan var með tvö stór holrúm efst í höfuðkúpunni og talið hefur verið að þar hafi verið vöðvar.

 

Nú hafa bandarískir vísindamenn uppgötvað að í samsvarandi holrúmum í alligatorum eru æðar sem losa dýrið við hita og álíta hið sama hafa gilt um T. rex.

 

4. Gat ekki sveiflað tungunni

Grameðlan, Tyrannosaurus rex, er oft sýnd reka tunguna út úr sér.

 

Fjölþjóðlegur hópur vísindamanna hefur borið tungubeinið saman við krókódíla og ýmsa fugla. Mest eru líkindin við krókódíla og tungan í T. rex hefur líklega verið nokkuð föst í neðri kjálkanum.

BIRT: 23/04/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© JORGE GONZALEZ,© courtesy of Brian Engh,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is