Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Í dag eru bóluefni gegn mörgum af verstu sjúkdómum sögunnar aðgengileg.

BIRT: 20/02/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Þegar læknirinn Edward Jenner hafði uppgötvaði fyrsta bóluefnið var aðeins tímaspursmál hvenær lækningar við mörgum öðrum alvarlegum sjúkdómum heimsins fundust. Í dag hafa læknavísindin náð tökum á nokkrum þeirra.

 

Barnaveiki

Einkennin eru bráð öndunarfærasýking vegna bakteríunnar Corynebacterium diphtheriae.

 

Hún sest á slímhúð í hálsi, nefi og hálsi, þar sem hún seytir eiturefnum.

 

Þar myndar efnið útfellingar sem geta stíflað öndunarvegi sem veldur því að sjúklingur fær andnauð og getur kafnað.

 

Elsti þekkti barnaveikifaraldurinn skall á Spáni árið 1613 og eftir það breiddist sjúkdómurinn út um allan heim.

 

Árið 1913 prófaði þýski sýklafræðingurinn Emil von Behring bóluefni á dýrum.

 

Tilraunin heppnaðist vel og nokkrum árum síðar var bóluefni fyrir menn tilbúið.

 

  • Dauðsföll fyrir bólusetningu: 260.000 á ári

 

  • Dauðsföll eftir bólusetningu (2015): 37.000

 

 

Mislingar

Af barnasjúkdómum eru mislingar einn sá hættulegasti.

 

Hann orsakast vegna svokallaðrar mislingaveiru (Morbilli) og kemur fram sem rauð útbrot, augnbólga og hár hiti.

 

Mislinga má rekja allt aftur til 8. aldar þegar persneskur læknir lýsti sjúkdómnum.

 

Mislingar voru útbreiddir um allan heim og ábyrgir fyrir hárri dánartíðni meðal barna – allt þar til bandaríski læknirinn John Enders fann bóluefni árið 1963

 

Þrátt fyrir að bólusetning hafi dregið verulega úr sjúkdómnum deyja enn yfir 100.000 börn á hverju ári af völdum veirunnar lífshættulegu.

 

  • Dauðsföll fyrir bólusetningu: 2,7 milljónir á ári

 

  • Dauðsföll eftir bólusetningu (2015): 134.200

 

 

Stífkrampi

Sýkingin er af völdum jarðvegsbakteríunnar Clostridium tetani.

 

Bakterían framleiðir eiturefni sem dreifist um taugabrautir til heila og mænu.

 

Þar hamlar hún hreyfigetu líkamans. Afleiðingin er lífshættuleg krampaköst.

 

Sjúkdómnum var upphaflega lýst af föður læknisfræðinnar, Hippocrates, um 400 f.Kr.

 

Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1884, þegar þýski læknirinn Arthur Nicolaier fylgdist með bakteríunni í smásjá sinni, að rannsóknir tóku við sér.

 

Árið 1923 þróaði franski líffræðingurinn Gaston Ramon loksins bóluefni gegn sjúkdómnum, sem í dag herjar aðallega í þróunarlöndum Afríku.

 

  • Dauðsföll fyrir bólusetningu: 1,2 milljónir á ári

 

  • Dauðsföll eftir bólusetningu (2015): 59.000

 

 

Kíghósti

 

Bakterían Bordetella pertussis er orsök kíghósta.

 

Hún sest á öndunarvegi og veldur kröftugum hóstaköstum sem fylgt er eftir með hvæsandi (flautandi) hljóð við öndun og hugsanlega uppköstum.

 

Sjúkdómurinn, sem herjar aðallega á börn, dreifist með hósta og hnerra.

 

Kíghósti er talin vera mest smitandi bakteríusýkingin: Ef sýktur einstaklingur í hóstar eða hnerrar í herbergi munu níu af hverjum 10 öðrum í herberginu tölfræðilega smitast ef þeir hafa ekki fengið sjúkdóminn eða eru bólusettir.

 

Bakterían uppgötvaðist árið 1906 af belgíska lækninum Jules Bordet sem þróaði bóluefni. Hann hlaut síðar Nóbelsverðlaunin í læknisfræði.

 

  • Dauðsföll fyrir bólusetningu: 990.000 pr ári

 

  • Dauðsföll eftir bólusetningu (2008): 89.000

BIRT: 20/02/2023

HÖFUNDUR: Andreas Ebbesen Jensen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Cdc/Science Photo Library & Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is