Lifandi Saga

Franskur ofurdreki á flótta frá víglínunni

Risavaxnir skriðdrekar voru framtíðin að áliti franskra stjórnmálamanna. Niðurstaðan var Char 2C, 69 tonna skriðdreki en þegar seinni heimsstyrjöldin braust út varð ljóst að þetta stríðstól var ónothæft skrímsli.

BIRT: 02/03/2023

George Clemenceau, forsætisráðherra Frakklands situr á skrifstofu sinni og les fyrir bréf til hermálaráðherra síns. Hann er svo reiður að yfirskeggið skelfur.

 

„Allt skal lagt undir til að koma 300 2C-skriðdrekum í gagnið fyrir 1. mars á næsta ári. Allri framleiðslugetunni skal beint að smíði þungra skriðdreka,“ segir Clemenceau í bréfinu sem hafnar á borði hermálaráðherrans í byrjun mars 1918.

 

Heimsstyrjöldin hefur staðið á fjórða ár og síðustu tvö árin hefur Clemenceau reynt að koma framleiðslu stærsta skriðdreka heims, Char 2C, á fullan skrið. Forsætisráðherrann er sannfærður um að floti 300 skriðdreka af þessari stærð geti ruðst gegnum víglínur Þjóðverja, brotist yfir breiðar skotgrafir þeirra og fært Frökkum sigur á vígvellinum. En einu sinni enn mætir hann hindrunum.

 

„Skortur á hrávörum kemur því miður í veg fyrir að við getum fjölgað skriðdrekunum úr 60 í 300,“ svarar hermálaráðherrann.

„Ég krefst þess að þegar í stað verði gengið frá pöntun 300 2C-skriðdreka“.

Franski forsætisráðherrann, Georges Clemenceau, í bréfi til hermálaráðherra síns, Lous Loucheur, 1918.

Clemenceau verður yfir sig reiður þegar hann les þetta svar og skrifar bálreiður til baka:

 

„Þér kvartið yfir skorti á hrávörum en ákveðið engu að síður að panta 1.200 létta skriðdreka til viðbótar því sem þegar hafði verið samið um. Ég krefst þess að þegar í stað verði endanlega gengið frá pöntun 300 2C-skriðdreka.“

 

En þrátt fyrir ákveðnar kröfur forsætisráðherrans standa þessir 300 risaskriðdrekar ekki tilbúnir fyrr en þremur árum síðar – eftir að styrjöldinni er lokið og Clemenceau farinn frá völdum. En hitt er þó enn verra að innan tíðar kemur í ljós að skriðdrekarnir hafa ekki þann ofurkraft sem vænst var. Þvert á móti reynist smíði þeirra eitt versta áfallið í sögu franskrar hernaðartækni.

Char 2C-drekinn var 10 metra langur og 4 metrar á hæð og því tignarlegur ásýndum þegar hann fór hjá.

Orrustuskip á landi

Árið 1918 voru skriðdrekar enn fremur sjaldgæf sjón á vígstöðvunum. Bretar smíðuðu fyrstu útgáfu þessa nýja hernaðartækis árið 1916 til þess að brjóta upp kyrrstöðuna á vesturvígstöðvunum. Bryndrekarnir áttu að geta brotist gegnum gaddavír og skotgrafir án þess að vélbyssur andstæðinganna ynnu þeim skaða.

 

Kostir skriðdrekanna voru augljósir og franski fylkishershöfðinginn Jean Babtiste Eugene Estienne var skipaður til forystu um hönnun frönsku gerðarinnar. Estienne hefur verið nefndur „faðir frönsku skriðdrekanna“ og hjá bílaframleiðandanum Renault fékk hann smíðaða létta en dugmikla skriðdreka sem fengu heitið Renault FT. Á endanum voru framleiddir fleiri en 3.000 slíkir skriðdrekar.

 

En það voru ekki allir jafnhrifnir af þessum litlu skriðdrekum Estiennes sem aðeins höfðu tveggja manna áhöfn. Meðal hinna óánægðu var Mourret hershöfðingi sem án vitneskju hernaðaryfirvalda lét skipasmíðastöðina Forges et Chantiers de la Méditerrenée (FCM) í Marseilles byggja frumgerð meira en 40 tonna skriðdreka.

Mest var um hinn litla Renault FT í fyrri heimstyrjöldinni en yfir 3.000 drekar voru framleiddir.

Smíði þessa franska tröllskriðdreka byggðist á vinnu Breta við að þróa það sem þeir nefndu orrustuskip á landi – brynvarin ökutæki sem áttu að verða jafnvel meira en 300 tonn að þyngd og voru þróuð með stuðningi flotamálaráðherrans Winstons Churchill.

 

Bretar urðu þó fljótlega að sætta sig við að svo stór hernaðartól væru of dýr og stæðu heldur ekki undir væntingum. En í Frakklandi lifði draumurinn um ofurskriðdreka áfram, ekki síst meðal valdamikilla stjórnmálamanna á borð við Georges Clemenceau.

 

Með stjórnmálamenn að baki sér reyndi Mourret meira að segja að stöðva framleiðslu FT-skriðdrekanna hjá Renault-verksmiðjunum til að unnt væri að einbeita framleiðslukröftunum að hinni alls óreyndu tröllsvígvél hans.

Breski Mark IV var talinn sá fullkomnasti af þungum skriðdrekum fyrri heimstyrjaldar. Áhöfnin fullkomlega varin gegn handvopnum sökum góðrar brynvarnar.

Þann 27. nóvember 1916 skrifaði Estienne fylkishershöfðingi örvæntingarfullt bréf til æðsta yfirmanns franska hersins, Josephs Jacques Césaire Joffre. Estienne vildi fá tryggingu fyrir því að haldið yrði áfram framleiðslu FT-skriðdrekanna af fullum krafti:

 

„Geta iðnaðarfyrirtækja okkar til að þróa „orrustuskip á landi“ er enn háð mikilli óvissu og nauðsynlegar rannsóknir hafa enn ekki hafist. Aftur á móti er unnt að halda áfram framleiðslu léttra skriðdreka án nokkurrar áhættu.“

 

Joffre hafði heldur ekki mikla trú á að ofurskriðdrekarnir myndu tryggja franska hernum glæsta framtíð. En hann gat þó lítið gert þar eð stjórnmálamennirnir höfðu tekið ástfóstri við hugmyndina um ofurskriðdreka.

Jean Babtiste Eugene Estienne var skapari frönsku skriðdrekasveitanna og helgaði ævina því hlutverki að þróa hernaðarlist með þessum nýju tækjum.

Stjórnmálamenn vildu tröllið

Þrátt fyrir andstöðu innan hersins hélt vinnan við þróun stóra skriðdrekans áfram og 10. febrúar 1917 skilaði skipasmíðastöðin í Marseille fullbúinni frumgerð af FCM 1A. Ferlíkið vó 40 tonn og þyngri en nokkurt annað stríðsfarartæki. Frönsku hershöfðingjarnir fengu nú sýnikennslu í hvernig skriðdrekinn kæmist upp brattar brekkur og yfir skotgrafir á 15 km hraða.

 

Margir forystumenn hersins voru þó ekki ánægðir. Einn gagnrýnendanna var Estienne, maðurinn að baki Renault-skriðdrekanna. Mat hans var nú það að herinn þyrfti enn stærri skriðdreka sem væri tveimur metrum lengri og mörgum tonnum þyngri. Með því að stækka skriðdrekann taldi Estienne að hann yrði betur fær um að fara yfir „norðlæga skurði“ á svæði óvinanna.

 

Fylkishershöfðinginn Estienne hafði reyndar ekki skipt um skoðun, heldur bara aðferð. Tilmæli hans um nýjan og enn stærri skriðdreka leiddu af sér enn meiri útreikninga og nýjar teikningar – og meðan sú vinna stæði yfir yrði unnt að halda áfram framleiðslu á litlu Renault-skriðdrekunum. Og herstjórnin lét sannfærast.

 

Estienne reyndist hafa rétt fyrir sér. Í byrjun febrúar 1918 barst FCM-stöðinni pöntun á nýju ofurskriðdrekunum, Char 2C. Lengdin var nú 10 metrar og hæðin meira en fjórir og enn í dag er þetta stærsti skriðdreki sem smíðaður hefur verið.

Tólf manna áhöfn þurfti á Char 2C. 13. maðurinn á myndinni er sveitarforingi.

Forsætisráðherrann pantaði strax í upphafi 900 skriðdreka af gerðinni Char 2C sem afhenda skyldi vorið 1919. Slíkan fjölda var ógerningur að franski hergagnaiðnaðurinn réði við.

 

Síðar var fjöldinn minnkaður niður í 300 og enn síðar í 60 skriðdreka en jafnvel sú tala olli FCM erfiðleikum.

 

Það bætti ekki úr skák að margir yfirmenn í hernum gerðu í leynum allt sem þeir gátu til að bregða fæti fyrir verkefnið.

 

Estienne krafðist þess skyndilega að Char 2C-skriðdrekarnir yrðu bæði búnir múrbrjót og sprengjuleitartækjum og nýr æðsti yfirmaður hersins Philippé Pétain skipaði svo fyrir að hægt yrði að setja flotholt á þetta 69 tonna ferlíki til að það gæti flotið.

 

Þegar styrjöldinni lauk 11. nóvember 1918, hafði enn ekki verið framleiddur einn einasti Char 2C-skriðdreki. Það kom þó ekki í veg fyrir að metnaðargjarnir stjórnmálamenn létu halda verkefninu áfram og eftir margra ára togstreitu voru að lokum tilbúnir 10 skriðdrekar af þessari gerð árið 1921. Frekari framleiðslu var þá frestað.

Margir kvillar hrjáðu trölldrekann

Franska ofurskriðdrekanum var aldrei beitt í orrustu og það var kannski eins gott. Það reyndist erfitt að koma farartækinu úr sporunum því vélarnar biluðu oft og rafkerfin brugðust iðulega.

Lélegar aflvélar sem kviknaði í

Aflvélarnar voru tvær og sérdeilis óáreiðanlegar. Oft kviknaði í þeim. Þær 20 mínútur sem vélarnar þurftu til að hitna, stóðu vélvirkjar alltaf tilbúnir með slökkvitæki – til vonar og vara.

Brynvörnin allt of þunn

Í upphafi var brynvörnin á Char 2c aðeins 35 mm þykk. 1931 fór hún í 45 mm en stóðst þó illa fallbyssuskothríð. Til samanburðar var brynvörn þýsku drekanna Panser IV frá 1939 allt að 80 mm á þykkt.

Tröll á snigilshraða

Char 2C náði að hámarki 15 km hraða en í seinni heimsstyrjöld voru skriðdrekar komnir á yfir 40 km hraða. Til að seinka ekki öðrum skriðdrekum þurftu Char 2C-drekarnir að vera í sérstakri skriðdrekasveit.

Snúningsturninn var alltaf að bila

Skotturninn gat snúist í heilan hring vegna snjalls, rafknúins kerfis. Fræðilega veitti þetta yfirburða útsýni til allra átta en rafkerfið brást iðulega og þá snerist turninn hreint alls ekki neitt.

Stærðin var fjötur um fót

Char 2C-drekinn var 10 metra langur og vó 69 tonn. Hann var því upplagður til að ryðjast yfir skotgrafir en honum var mjög erfitt að snúa. Þyngdin olli því líka að þessi trölldreki festist oft.

Margir kvillar hrjáðu trölldrekann

Franska ofurskriðdrekanum var aldrei beitt í orrustu og það var kannski eins gott. Það reyndist erfitt að koma farartækinu úr sporunum því vélarnar biluðu oft og rafkerfin brugðust iðulega.

Lélegar aflvélar sem kviknaði í

Aflvélarnar voru tvær og sérdeilis óáreiðanlegar. Oft kviknaði í þeim. Þær 20 mínútur sem vélarnar þurftu til að hitna, stóðu vélvirkjar alltaf tilbúnir með slökkvitæki – til vonar og vara.

Brynvörnin allt of þunn

Í upphafi var brynvörnin á Char 2c aðeins 35 mm þykk. 1931 fór hún í 45 mm en stóðst þó illa fallbyssuskothríð. Til samanburðar var brynvörn þýsku drekanna Panser IV frá 1939 allt að 80 mm á þykkt.

Tröll á snigilshraða

Char 2C náði að hámarki 15 km hraða en í seinni heimsstyrjöld voru skriðdrekar komnir á yfir 40 km hraða. Til að seinka ekki öðrum skriðdrekum þurftu Char 2C-drekarnir að vera í sérstakri skriðdrekasveit.

Snúningsturninn var alltaf að bila

Skotturninn gat snúist í heilan hring vegna snjalls, rafknúins kerfis. Fræðilega veitti þetta yfirburða útsýni til allra átta en rafkerfið brást iðulega og þá snerist turninn hreint alls ekki neitt.

Stærðin var fjötur um fót

Char 2C-drekinn var 10 metra langur og vó 69 tonn. Hann var því upplagður til að ryðjast yfir skotgrafir en honum var mjög erfitt að snúa. Þyngdin olli því líka að þessi trölldreki festist oft.

Drekinn spúði eldi

Á þeim tíma sem leið milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar var risaskriðdrekinn einkum notaður í áróðursskyni til að sýna fram á hernaðarmátt Frakka. Sýndar voru kvikmyndir þar sem hann braut sér leið gegnum byggingar og ruddi niður trjám – allt saman til að sýna að Frakkar ættu sér ósigranlegan skriðdreka.

 

Veruleikinn var þó dálítið öðruvísi. Aflvélarnar áttu í erfiðleikum með að knýja þennan ofurþunga áfram og þær voru stöðugt að bila. Enn verra varð ástandið þó þegar kviknaði í þeim og brennandi eldsneyti spýttist út. Á æfingu bráðnaði annað stígvél vélvirkja undan brennandi bensíni, meðan hann vann að viðgerð.

Þetta 69 tonna skrímsli gat auðveldlega brotið sér leið í gegnum múrsteinsveggi og var mikið notað í frönskum áróðri.

En þegar tekist hafði að koma skriðdrekanum á ferð var „jafn auðvelt að stýra honum og járnbrautarlest,“ svo notuð séu orð eins stjórnandans. En um leið og tröllskriðdrekinn þurfti að taka beygju hvarf sú tilfinning að ekið væri á teinum. Æfingar gátu endað með skelfingu.

 

Skriðdrekinn var svo þungur að hann eyðilagði vegi og vélarhávaðinn var svo ærandi að íbúar þorpa í grennd við æfingarnar lögðu fljótlega hatur á hann. Og það varð síst til bóta þegar ökumaður skriðdrekans gleymdi því hve hátt hann skagaði upp í loftið og reif niður stórt rafmagnsmastur sem hann ætlaði að fara undir.

 

Myndskeið: Sjáðu Char 2C ryðja sér leið í gegn um tré og múra

Nasistar rændu þjóðarstoltinu

Þegar seinni heimsstyrjöldin hófst 1939 var Char 2C-skriðdrekinn fyrir löngu úreltur og mistökin öllum augljós. Brynvörnin stóðst engan veginn fallbyssukúlur nýrrar tækni og með 15 km hámarkshraða var hann nánast ónothæfur í hernaði, þegar vígstöðvarnar einkenndust ekki lengur af skotgröfum.

 

Leiftursókn Þjóðverja setti frönsku ríkisstjórnina í erfiðan vanda. Mikil notkun risaskriðdrekans í áróðri gerði það að verkum að almennir borgarar héldu að Frakkar ættu í þessum skriðdreka ósigrandi hernaðartæki. Þessir skriðdrekar máttu undir engum kringumstæðum falla í óvinahendur, því það hefði haft mjög neikvæð áhrif á baráttuandann.

 

Þegar þýskir skriðdreka rúlluðu vestur yfir landamærin 10. júní 1940 voru síðustu 8 Char 2C-skriðdrekarnir sem enn voru í nothæfu ástandi, utan við Landres í norðausturhluta Frakklands – hættulega nálægt vígstöðvunum.

 

Í miklum flýti voru skriðdrekarnir fluttir svo langt frá Þjóðverjum sem komist varð. Þeir voru settir á lestarvagna og áttu að fara til Dijon mun innar í landinu. En við þorpið Meuse hafði kviknað í vöruflutningalest og hún stóð brennandi á teinunum og lokaði leiðinni.

 

Hermennirnir gátu ekkert gert og af ótta við að skriðdrekarnir lentu í höndum Þjóðverja komu frönsku yfirmennirnir sér saman um að sprengja þá í loft upp.

Þýskir hermenn skoða einn hinna margrómuðu Char 2C-skriðdreka sem Frakkar sprengdu að endingu sjálfir í tætlur.

Það sem hafði átt að verða sigurvopn Frakka í nýju stríði gegn Þjóðverjum endaði nú daga sína í tætlum og reykjarmekki – án þess að hafa nokkru sinni verið beitt í orrustu. Leifar skriðdrekanna blöstu við Þjóðverjum nokkrum dögum síðar og Hermann Göring, yfirmaður þýska flughersins nýtti tækifærið og lýsti því yfir að Stuka-sprengjuflugvélar hefðu grandað hinum ósigrandi risaskriðdrekum Frakka.

 

Einn skriðdrekanna hafði varðveist nokkurn veginn í heilu lagi vegna þess að dínamítið sprakk ekki. Hann var fluttur til Þýskalands sem sigurtákn. Þessi skriðdreki hvarf eftir innrásina í Berlín 1945 og orðrómur gekk um að hann hefði verið fluttur til Sovétríkjanna. Enginn veit þó með vissu hvað varð af síðasta eintakinu af þessu 69 tonna ferlíki.

Bandaríski T-28 skriðdrekinn vó 95 tonn og átti að brjóta niður steinsteypuvirki Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld en var ekki tilbúinn fyrr en eftir stríðslok.

Risaskriðdrekar stóðust aldrei prófið

Franski risaskriðdrekinn var ekki eina dæmið um trölldreka á beltum sem olli miklum vonbrigðum. Nasistar gerðu gælur við hugmyndina um 1.500 tonna skriðdreka.

 

Vonbrigðafarartæki Frakka, Char 2C, kom ekki í veg fyrir að menn reyndu aftur. Eftir að Hitler réðist inn í Pólland 1939 pantaði franski herinn 12 ofurdreka sem áttu að vega heil 140 tonn. Þessi skriðdreki fékk nafnið FCM F1 en komst aldrei í framleiðslu þar eð Þjóðverjar hertóku Frakkland skömmu síðar.

 

Í Þýskalandi krafðist Hitler heils flota trölldreka sem gætu malað undir sig sovéska herinn. Fyrst vildi hann smíða tvær gerðir; Ratte og Monster sem áttu að verða 1.000 og 1.500 tonn að þyngd. Þegar þetta reyndist ógerlegt tók Hitler ástfóstri við þriðju gerðina, Maus sem vó „aðeins“ 188 tonn.

 

Tvær frumgerðir voru smíðaðar en þrátt fyrir aðdáun Hitlers á verkefninu var strax ljóst að ókostirnir voru miklir. Þar vó þungt að hraðinn gat ekki orðið nema 20 km/klst. Þegar Rauði herinn réðist inn í Þýskaland björguðu Rússar eina Maus-drekanum sem til var og hann er nú í Kubinka-safninu vestan við Moskvu.

LESTU MEIRA UM CHAR 2C

  • Jean Mayet: Le Char C2, Musée des Blindés, 1996
  • Tim Gale: French Tanks of the Great War, Pen and Sword Military, 2016

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN , BUE KINDTLER-NIELSEN

© Agence Rol,© National Archives and Records Administration,© John Warwick Brooke,© Agence de presse Meurisse,© Pinterest.com,© Interfoto/Imageselect,© Asisbiz.com,© Randen Pederson,

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.