Ef uppfinningamaðurinn Thomas A. Edison hefði fengið vilja sínum framgengt, þá myndi hin 200 tonna þunga og 93 metra háa frelsisstytta hrópa daglega skilaboð til borgara New York.
Edison hafði kynnt til sögunnar fyrsta apparatið sem gat tekið upp hljóð, nefnilega hljóðritann. Hann vissi samt ekki ennþá hvernig væri best að nota hljóðritann.
LESTU EINNIG
Í viðtali árið 1878 kom hann þó með nokkrar tillögur. Ein sú furðulegasta var sú að smíða gríðarstóran hljóðrita sem ætti að staðsetja innan í frelsisstyttunni.
Á þeim tíma var fyrirhugað að styttan myndi standa við höfnina í New York og Edison lagði til að með hljóðritanum gætu yfirvöld sent út alls konar tilkynningar yfir alla Manhattan og nærliggjandi borgarhverfi.
Sem betur fer fyrir borgarbúa varð ekkert úr þessari ráðagerð.