Fundnar tvær jarðlíkar fjarplánetur í lífbeltinu

Í nágrenni við okkur í geimnum hafa vísindamenn nú uppgötvað tvær fjarplánetur þar sem líf gæti mögulega þrifist.

BIRT: 29/08/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Í einungis 16 ljósára fjarlægð frá sólkerfi okkar hafa stjörnufræðingar nú fundið tvo hnetti á stærð við plánetuna Jörð í svonefndu lífbelti við rauða dvergstjörnu sem kallast GJ 1002.

 

Þótt svo mörg ljósár geri ókleift að ákvarða hvort þarna leynist líf – eða jafnvel bara vatn – uppfylla þessar fjarplánetur þær kröfur sem gerðar eru til hnatta, þar sem í framtíðinni verður leitað að lífi í verkefni sem kallast „LIVE Mission“.

 

Miklu minni en sólin

Fjarpláneturnar eru merktar sem GJ 1002b og GJ 1002c og snúast um rauða dvergstjörnu sem er um áttundi hluti sólarinnar í massa reiknað.

 

Þetta þýðir að stjarnan er tiltölulega svöl og veikburða, þannig að lífbeltið liggur mjög nálægt.

 

Innri plánetan snýst um stjörnuna á ríflega 10 sólarhringum og hringferðin tekur þá ytri rúmlega 21 sólarhring.

Listræn framsetning tveggja fjarplánetna á stærð við jörðina við rauða dverginn GJ 1002.

Að svo komnu máli þykir þessi staðsetning alveg einstæð.

 

Hitt teljast góð tíðindi að svo lítil fjarlægð frá móðurstjörnunni gerir ýmsar grundvallarmælingar auðveldari, svo sem t.d. rannsóknir á gufuhvolfi á grundvelli þess ljóss sem pláneturnar endurvarpa.

 

„Náttúran virðist staðráðin í að sýna okkur að plánetur sem líkjast jörðinni séu mjög algengar. Þegar þessar eru fundnar þekkjum við alls sjö sólkerfi með reikistjörnum fremur nálægt okkar eigin sól,“ segir Alejandro Macareno, forystumaður rannsóknarinnar.

BIRT: 29/08/2023

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Alejandro Suárez Mascareño/Inés Bonet/IAC.

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is