Alheimurinn

Fyrsta pláneta í annarri stjörnuþoku fundin

Með því að leita eftir örsmáum breytileika í röntgengeislun frá fjarlægu tvístirni fundu stjörnufræðingar plánetu í annarri stjörnuþoku í milljóna ljósára fjarlægð.

BIRT: 24/08/2022

Síðan fyrsta fjarplánetan fannst 1995 hafa stjörnufræðingar uppgötvað um 4.500 plánetur á brautum um aðrar stjörnur en sólina.

 

Uppgötvun plánetunnar M51-ULS-1b markar þó mikil tímamót. Þetta er nefnilega fyrsta fjarplánetan sem finnst utan Vetrarbrautarinnar.

 

M51-ULS-1b snýst um tvístirni í „Hringiðuþokunni“ eða M51a sem er í um 28  milljón ljósára fjarlægð.

Langflestar fjarplánetur hafa uppgötvast með hjágönguaðferðinni:

 

Stjörnufræðingar fylgjast með birtumagni stjörnu í langan tíma og ef birtumagnið minnkar um fáeina þúsundustu hluta með reglulegu millibili, stafar það af því að pláneta gengur fyrir stjörnuna og skyggir örlítið á hana héðan séð.

 

Þessari aðferð er ekki unnt að beita úr svona mikilli fjarlægð. Birtumagnið er of lítið til þau tæki sem nú eru notuð ráði við að mæla svo litlar breytingar á svo litlu ljósi.

Stjörnuþokan M51 sem einnig kallast Hringiðuþokan er í um 28 milljón ljósára fjarlægð.

Vísindamenn hjá Harvard & Smithsonian-miðstöðinni leituðu þess í stað að tvístirni þar sem önnur stjarnan hefur fallið saman í nifteindastjörnu.

 

Í tvístirni sogar nifteindastjarna til sín efni frá hinni stjörnunni og hitinn sem því fylgir veldur öflugri röntgengeislun.

 

En röntgengeislunin berst frá litlu svæði og því getur stór pláneta valdið mælanlegri minnkun á þeirri geislun þegar hún skyggir á uppsprettuna, séð frá jörðu. Og það var einmitt þannig sem plánetan M51-ULS-1b fannst.

 

Vísindamennirnir notuðu gömul gögn frá gervihnettinum Chandra við þessa leit og komust þá skyndilega í feitt:

 

Þann 20. september 2012 slokknaði á röntgengeislun frá þessu sólkerfi í þrjá tíma. Bingó! Þar með var í fyrsta sinn fundin pláneta í annarri stjörnuþoku.

 

Vísindamennirnir hyggjast þó rannsaka hvort önnur ástæða en hjáganga plánetu gæti skýrt hvarf röntgengeislunarinnar.

 

En ef röntgen-hjágönguaðferðin virkar í raun og veru, verður trúlega unnt að finna fleiri ámóta fjarlægar plánetur í gögnum sem þegar eru til.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: EBBE RASCH

Shutterstock,© S. BECKWITH/STSCI, THE HUBBLE HERITAGE TEAM/STSCI/AURA, NASA, ESA,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Ný rannsókn leiðir í ljós: Þetta er barnið í systkinahópnum sem er oftast í uppáhaldi hjá foreldrum

Jörðin

Kólnar jörðin smám saman að innanverðu?

Náttúran

Af hverju er ekki hættulegt að búa í Hírósíma?

Lifandi Saga

Hvað varð um „skriðdrekamanninn“ á Torgi hins himneska friðar? 

Maðurinn

Hvenær byrjuðu menn að reykja?

Lifandi Saga

Hver er munurinn á sjíta – og súnníta múslimum? 

Lifandi Saga

„Fólk trúði því að jörðin væri flöt“

Náttúran

Sjáið furðuverurnar: Óþekktar tegundir leynast í djúpinu 

Maðurinn

Ættartréð vefst fyrir vísindamönnum: Hverjir voru forfeður okkar?

Alheimurinn

Svarthol gata alheim okkar 

Menning

Nei! Jörðin er ekki flöt

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is