Orka Joint European Torus-samrunaofninn við Oxford í Englandi hefur meira en tvöfaldað framleiðslumet sitt frá árinu 1997. Þetta er það sem Culham Center for Fusion Energy (CCFE) skrifar í fréttatilkynningu.
Metið er afrakstur nýs eldsneytis og áratugalangs undirbúnings svonefndra tokmak-ofna.
Þótt taka eigi þennan aldurhnigna ofn úr notkun innan tíðar hefur þetta mikla þýðingu varðandi ITER-samrunaofninn, svipaða gerð sem nú er verið að byggja í Frakklandi – og þar með möguleika mannkyns til að öðlast aðgang að óþrjótandi orku.
Tokamak-ofninn
Ofninn er í laginu eins og bíldekk og vetnisplasminn er haldinn af miðlægum segli í gati hringsins og segulspólum um hringinn. Hægt er að viðhalda vetnisplasma í eina klukkustund í senn. TRANSLATE
Ofureldsneyti slær met aftur
JET-ofninn náði að framleiða heil 59 megajúl á 5 sekúndum. Það er meira en tvöföldun á þeim 21,7 megajúlum sem sami ofn náði á 4 sekúndum 1997.
Þótt sjálfur hátindurinn væri hærri 1997 náðist miklu meiri meðalframleiðsla nú. Eldsneytið skipti meginmáli í báðum tilraununum.
Bæði 1997 og 2021 notuðu vísindamenn hjá CCFE deteríum og hið sjaldgæfa vetnisísótóp tritíum.
Tritíum er geislavirkt og myndar mun fleiri nifteindir þegar það rennur saman við deteríum heldur en ef tvær deteríum frumeindir renna saman. Deteríum er líka vetnisísótóp en ekki geislavirkt.
Myndband: Horfðu á JET-ofninn líkja eftir sólinni
JET-ofninn er af gerð sem nefnd er tokamak. Eldsneytið er hitað svo mikið að það verður að plasma sem segulsvið ofnsins heldur föstum.
Þegar hiti og þrýstingur hækka svo enn meira, taka frumeindir í eldsneytinu að renna saman – og losa þá orku í formi nifteinda.
Mettilraunir lofa góðu fyrir samrunaorku í framtíðinni
Í Suður-Frakklandi er nú verið að byggja ITER-ofn og hann á að kosta um 19 milljarða evra. ITER ofninn er af tokamak gerð rétt eins og JET-ofninn sem nú á að loka eftir um 40 ára þjónustu.
LESTU EINNIG
ITER-ofninum er ætlað að nota samskonar eldsneyti og JET og nýja metið lofar því góðu varðandi samrunaverkefni framtíðar.
Með meiri afkastagetu og ofni sem er sérhæfður fyrir tritíum-ísótópið gera menn sér vonir um að ITER verði fyrsti samrunaofninn sem nær að framleiða meiri orku en þarf til að knýja hann.
Ætlunin er að ITER-ofninn verði tilbúinn 2025.