Tækni

Gamall samrunaofn slær met í orkuframleiðslu

Aldurhniginn samrunaofn hefur skilað tvöfaldri orkuframleiðslu á við það sem áður hafði tekist. Þetta boðar bjartari framtíð fyrir næstu kynslóð slíkra ofna og gæti opnað dyr að óþrjótandi orku.

BIRT: 17/09/2022

Orka Joint European Torus-samrunaofninn við Oxford í Englandi hefur meira en tvöfaldað framleiðslumet sitt frá árinu 1997. Þetta er það sem Culham Center for Fusion Energy (CCFE) skrifar í fréttatilkynningu.

 

Metið er afrakstur nýs eldsneytis og áratugalangs undirbúnings svonefndra tokmak-ofna.

 

Þótt taka eigi þennan aldurhnigna ofn úr notkun innan tíðar hefur þetta mikla þýðingu varðandi ITER-samrunaofninn, svipaða gerð sem nú er verið að byggja í Frakklandi – og þar með möguleika mannkyns til að öðlast aðgang að óþrjótandi orku.

Tokamak-ofninn

Ofninn er í laginu eins og bíldekk og vetnisplasminn er haldinn af miðlægum segli í gati hringsins og segulspólum um hringinn. Hægt er að viðhalda vetnisplasma í eina klukkustund í senn. TRANSLATE

Ofureldsneyti slær met aftur

JET-ofninn náði að framleiða heil 59 megajúl á 5 sekúndum. Það er meira en tvöföldun á þeim 21,7 megajúlum sem sami ofn náði á 4 sekúndum 1997. 

 

Þótt sjálfur hátindurinn væri hærri 1997 náðist miklu meiri meðalframleiðsla nú. Eldsneytið skipti meginmáli í báðum tilraununum. 

 

Bæði 1997 og 2021 notuðu vísindamenn hjá CCFE deteríum og hið sjaldgæfa vetnisísótóp tritíum. 

 

Tritíum er geislavirkt og myndar mun fleiri nifteindir þegar það rennur saman við deteríum heldur en ef tvær deteríum frumeindir renna saman. Deteríum er líka vetnisísótóp en ekki geislavirkt. 

Myndband: Horfðu á JET-ofninn líkja eftir sólinni

JET-ofninn er af gerð sem nefnd er tokamak. Eldsneytið er hitað svo mikið að það verður að plasma sem segulsvið ofnsins heldur föstum.

 

Þegar hiti og þrýstingur hækka svo enn meira, taka frumeindir í eldsneytinu að renna saman – og losa þá orku í formi nifteinda.

 

Mettilraunir lofa góðu fyrir samrunaorku í framtíðinni

Í Suður-Frakklandi er nú verið að byggja ITER-ofn og hann á að kosta um 19 milljarða evra. ITER ofninn er af tokamak gerð rétt eins og JET-ofninn sem nú á að loka eftir um 40 ára þjónustu.

LESTU EINNIG

ITER-ofninum er ætlað að nota samskonar eldsneyti og JET og nýja metið lofar því góðu varðandi samrunaverkefni framtíðar.

 

Með meiri afkastagetu og ofni sem er sérhæfður fyrir tritíum-ísótópið gera menn sér vonir um að ITER verði fyrsti samrunaofninn sem nær að framleiða meiri orku en þarf til að knýja hann.

 

Ætlunin er að ITER-ofninn verði tilbúinn 2025.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

© Claus Lunau & JAMES PROVOST & MPIPP. © EUROfusion

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is