Jörðin

Hrein orka fyrir alla

Þetta hljómar fjarstæðukennt en er það í raun alls ekki: Við getum í rauninni mætavel breytt allri orkuframleiðslu okkar á þann veg að engin koltvísýringsmengun hlotnist af allri þeirri raforku sem við notum. Lausnin er fólgin í miklu betri nýtingu á óþrjótandi orku heldur en þekkist í dag, að viðbættri orku úr kjarnorkuverum. Ef við jafnframt aðstoðum þróunarlöndin, til þess að þau endurtaki ekki mistökin sem við gerðum, þá höfum við þokast dágóðan spöl í átt að takmarkinu, sem er að ná böndum á þróun andrúmsloftsins.

BIRT: 04/11/2014

Við þurfum að skipta með okkur hreinu orkulindunum

Ef við skiptum óþrjótandi orku með okkur, verður næg orka fyrir alla. Þetta er hugmyndin að baki „Græna netinu“, sem ætlað er að tengja Evrópu, Afríku og Mið-Austurlönd með rafstrengjum sem gera okkur kleift að þiggja orku þegar okkur skortir hana og senda frá okkur þegar við höfum ofgnótt af henni.

 

Sólin er í þann veg að setjast yfir Sahara og framleiðslan í stóru sólarorkuverunum dregst saman.

 

Hins vegar er strekkingsvindur yfir Norðursjó, þar sem vængirnir á vindmyllunum úti á hafi snúast af krafti.

 

Í sjónum undan strönd Skotlands streyma sjávarföllin gegnum stóra hverfla og straumurinn úr rafölunum er tengdur meginraflínunum, sem tengja Evrópu, Afríku og Mið-Austurlönd.

 

Enn sem komið er eru þetta einungis hugmyndir á teikniborðinu en sérfræðingar eru sammála um að viðamikið rafmagnsnet væri skynsamleg langtímafjárfesting, því með slíku neti yrði unnt að jafna út mismun, þannig að umframframleiðsla á einum stað gæti nýst á öðrum stað þar sem raforku skorti.

 

Samkvæmt mestu bjartsýnisspám gæti slíkt net haft það í för með sér að öll raforka í Evrópu, Afríku og Mið-Austurlöndum fengist úr óþrjótandi orkugjöfum.

 

Aðrir útreikningar eru þó öllu varfærnislegri: Samkvæmt þeim yrði hægt að koma „Græna netinu“ á fót innan 30 ára og yrði það þannig úr garði gert að tveir þriðju hlutar orkunnar sem við hefðum þörf fyrir fengjust úr óþrjótandi orkugjöfum.

 

Hvernig sem á það er litið er raforka alveg einstök framleiðsluvara. Strauminn þarf að nota nánast á sama andartaki og hann er framleiddur og ef ekkert net er fyrir hendi myndast það sem tæknimennirnir nefna yfirfall, en með því er t.d. átt við aðstæður þar sem ekki tekst að losna við alla orku sem framleidd er í sjávarvindmyllum á hvassviðrasömum degi, svo dæmi sé nefnt.

 

Net gæti komið í veg fyrir slíkar aðstæður. Það myndi hafa í för með sér gífurlegan kostnað, en eins og málsvarar „Græna netsins“ segja: Okkur hefur tekist þetta áður. Sem dæmi má nefna að allt breska rafmagnskerfið var byggt upp á einum áratug, en sú vinna hófst árið 1925.

 

„Græna netið“ myndi greinast hingað og þangað, sem yrði til að auka styrk þess, því ef vandamál kæmu upp á einum stað yrði unnt að leiða strauminn annað.

 

Þá yrði að sama skapi flókið að hafa stjórn á netinu en engan veginn ógerlegt þó. Þetta hefur sýnt sig í Danmörku, þar sem tekist hefur að samþætta hundruð vindmylla og nokkur lítil orkuver í eitt stórt net.

 

Byggja þarf fleiri kjarnorkuver

 

 

Kjarnorka er langt frá því að vera úr sér gengin sem orkugjafi. Nýjar tegundir af kjarnakljúfum líta brátt dagsins ljós, sem bæði eru öruggari, traustari og aflmeiri en þeir gömlu. Finnar ríða á vaðið með nýtt kjarnorkuver, sem séð getur tveimur milljónum manna fyrir raforku.

 

„Alheimsþörfin fyrir raforku á eftir að aukast gífurlega í takt við bætt lífskjör í sífellt fleiri löndum. Kjarnorka er engin allsherjarlausn á orkuvanda heimsins en mun þó áfram gegna mikilvægu hlutverki í þeirri orkagjafablöndu sem nýtt verður í heiminum.“

 

Þetta sagði forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), Mohamed el-Baradei, í ávarpi sínu til orkumálaráðherra mjög margra landa fyrr á þessu ári.

 

Verið er að reisa 44 ný kjarnorkuver víðs vegar um heim, og ráðgert er að reisa enn fleiri, því þó svo að margar efasemdarraddir heyrist víða í heiminum um ágæti kjarnorkuvera, þá mælir Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna með notkun kjarnorku í því skyni að draga úr koltvísýringsmengun.

 

Flest kjarnorkuver eru reist með það fyrir augum að þau muni endast í 40 ár en ráðgert er að nýju verin endist í alls 60 ár. Þá má einnig geta þess að þeir kjarnaofnar sem notaðir eru í dag nýta einungis örfá prósent af orkunni úr úraneldsneytinu en gert er ráð fyrir langtum betri nýtingu í kjarnorkuverum framtíðarinnar.

 

Verið er að reisa mjög nútímalegan kjarnaofn í Finnlandi, Olkiluoto 3, en áætlað er að framleiða megi 1600 MW rafmagns með honum, sem nýtast muni tveimur milljónum manna.

 

Kjarnorkuver þetta er svokallað þriðju kynslóðar ver, þar sem meiri áhersla er lögð á öryggi en áður.

 

Þá telja Svíar og Finnar sig jafnframt hafa leyst úrgangsvandann. Þessi tvö lönd teljast vera í fararbroddi hvað varðar örugga, varanlega geymslu geislavirks úrgangs. Í báðum löndum er fyrirhugað að varðveita úrganginn í þéttum hylkjum, sem verða innsigluð og staðsett djúpt í meginlandsskildi jarðar.

 

Þriðji heimurinn þarf að finna lausnir á hverjum stað

 

Þróunarlöndin hafa tækifæri til að hverfa rakleitt frá viðarkolum og eldivið yfir í nútíma tækni. Þau geta með öðrum orðum hlaupið yfir það skref sem felst í notkun umhverfisspillandi nýtingu jarðefnaeldsneytis.

 

Íbúar 40 þorpa í Indlandi geta leigt sér lampa, gegn mjög vægu gjaldi, sem hlaðinn er með sólarorku yfir daginn.

 

Lampar þessir hafa gjörbylt lífinu í þorpunum, því nú gefst íbúunum tækifæri til að stunda verslun og ferðast um á kvöldin, auk þess sem skólabörnin geta nú stundað heimalærdóminn við ljós.

 


Í Indlandi einu lifa 400 milljón manns án rafmagns og þegar litið er til alls heimsins er fjöldinn 1,6 milljarðar. Mörg þróunarlönd eru hins vegar tilbúin til að grípa tækifærið og þess að iðnvæðast til að bæta lífskjörin en þetta krefst orku. Ógrynni af orku.

 

Enn sem komið er hafa mörg lönd kosið að fylgja í fótspor iðnvæddu ríkjanna og treysta á orku úr kolum, olíu og gasi. Ef sú þróun heldur áfram, mun árleg koltvísýringslosun aukast úr u.þ.b. 29 milljörðum tonna í 40 milljarða tonna á næstu 20 árum, ef marka má útreikninga frá bandarísku umhverfisrannsóknarstofnuninni (EIA).

 

„Þróunarlöndin eru á villigötum. Þau þyrftu að endurskipuleggja orkuframleiðslu sína og leggja áherslu á sjálfbærni.“

 

Svo harðorður var dr. Rajendra Pachauri, formaður milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, á ráðstefnu fyrir loftslagsvísindamenn. Sjálfur á hann rætur að rekja til Indlands og hann tók einmitt sem dæmi lampana sem hlaðnir eru sólarorku að deginum til, en langflest þróunarlöndin eru einmitt staðsett á þeim hluta jarðar þar sem sólin er hátt á himni allt árið.

 

Mörg þróunarlönd er enn fremur að finna á svæðum þar sem góðir möguleikar eru á að nýta jarðhitaorku úr jörðu. Þetta á t.d. við um Filippseyjar en þar er að finna stærsta jarðhitaverk heims, sem framleiðir u.þ.b. 700 MW en það jafngildir framleiðslu stórs hefðbundins orkuvers.

 

Hvort heldur sem valið er að reisa svo stór orkuver ellegar treysta á smærri lausnir á hverjum stað, þá telja margir sérfræðingar að þróunarlöndin ættu að vera fær um að sleppa við kol og olíu og fara rakleitt í það að nota hátæknivædda orkugjafa.

 

Slíkt heljarstökk á sviði tækninnar er engan veginn óhugsandi og gott dæmi er að íbúar margra þróunarlanda hafa farið beina leið úr símaleysi yfir í það að nota farsíma. Þegar þessi orð eru rituð eru alls 340 milljón farsímar í Afríku.

 

Þróunarlöndin hlupu með öðrum orðum yfir þann þátt símaþróunarinnar að nota hefðbundna heimasíma, með þeim dýru koparlínum sem því fylgir, og vel má búast við áþekkri þróun á sviði orkuframleiðslu.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

Maðurinn

Af hverju þreytumst við í hita?

Menning og saga

Hvað varð um Nefertítí drottningu?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is