Geimferðir valda breytingum á erfðavísum okkar

NASA lét senda tvíbura út í geiminn á meðan tvíburabróðir hans varð eftir á jörðu niðri. Þegar sá sem ferðaðist út í geim sneri aftur til jarðar, höfðu erfðavísar hans breyst til muna.

BIRT: 14/07/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Ferðin til Mars tekur um það bil hálft ár, sé miðað við þá tækni sem við höfum nú yfir að ráða.

 

Ef við hyggjumst senda fólk alla leið þangað er mikilvægt að rannsaka hver áhrif geimurinn hefur á mannslíkamann þegar hann dvelur langtímum saman í víðáttum geimsins.

 

Einstök tvíburarannsókn

Í mars árið 2015 var geimfarinn Scott Kelly sendur á vegum NASA til alþjóðlegu geimstöðvarinnar í 340 daga ferð, á meðan tvíburabróðir hans, Mark, varð eftir á jörðu niðri.

 

Báðir mennirnir voru rannsakaðir í þaula og fylgst grannt með þeim meðan á ferlinu stóð í von um að niðurstöðurnar leiddu í ljós á hver áhrif dvölin á ISS hefði á Scott Kelly.

 

Nú hafa niðurstöður þessarar merku tvíburarannsóknar verið birtar og þær leiða í ljós að breyting varð á arfberum Scotts í kjölfarið á dvölinni í geimstöðinni:

RNA-sameindir

200.000 RNA-sameindir í blóðfrumum tvíburanna eru ólíkar í Scott og Mark. Ætlunin er að sýna fram á með rannsóknum hvort geimferð Scotts eigi sök á mismuni þessum.

Erfðafræðingar við NASA veittu því athygli að gríðarleg hækkun varð á svonefndri dna-metýlun frá þeirri stundu er Scott kom út í geiminn. Dna-metýlun er ferli sem virkjar og óvirkjar hinu ýmsu gen í dna-strengnum.

 

Meðan á þessari 340 daga dvöl stóð urðu erfðafræðingarnir varir við þúsundir lítilla breytinga í arfberum Scotts sem ekki varð vart í tvíburabróður hans Mark.

 

Breytingarnar var unnt að nema í skamman tíma eftir að geimfarinn sneri aftur til jarðar en arfberarnir fóru hins vegar aftur í sitt upprunalega horf fljótlega eftir heimkomuna.

 

Erfðafræðingarnir binda vonir við að þessi nýja vitneskja gagnist þeim til að undirbúa geimfara betur undir langa dvöl úti í geimnum og vonast jafnframt til þess að geta fyrirbyggt ýmsa heilsufarslega kvilla meðal geimfara með því að þróa meðhöndlun gegn þeim fyrirfram.

 

Árið 2019 voru allar niðurstöðurnar birtar í tímaritinu Science. Þær er unnt að lesa HÉR.

BIRT: 14/07/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock & NASA

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is