Heilsa

Genalækningar eiga að gera líkamsfitu heilsusamlegri

Hægt verður að mæla einn einstakan erfðavísi í fitufrumum okkar með það að markmiði að lækna offitu. Með því að fjarlægja þetta tiltekna gen, geta vísindamenn breytt frumunum þannig að þær fari að brenna fitu í stað þess að hún safnist fyrir.

BIRT: 15/06/2023

Genatilraunir á músum sýna að hægt sé að meðhöndla offitu með því að breyta fitufrumum líkamans.

 

Vísindamenn við Massachusetts háskólann í Bandaríkjunum náðu þessum árangri með því að styðjast við svonefnda CRISPR-tækni sem felst í því að klippa tiltekin gen úr erfðaefni frumnanna.

 

Brún fita brennir orku

Í líkömum okkar fyrirfinnast tvö afbrigði fitu, svokölluð hvít fita, svo og brún fita. Í hvítu fitunni gegna frumurnar hlutverki óvirkrar fituuppsöfnunar á meðan brúnu fitufrumurnar virkja brennsluna og láta líkamann breyta fitu í varma.

Einn erfðavísir breytir fitunni

Með nýrri aðferð verður brátt hægt að breyta óheilsusamlegri hvítri fitu í brúna með því að taka einn erfðavísi úr umferð.

 

1 – Hvítar fitufrumur teknar úr umferð

Læknar fjarlægja hefðbundnar hvítar fitufrumur úr líkömum offitusjúklingsins. Eitt gramm af frumum er nægjanlegt.

 

2. Erfðavísir fjarlægður úr kjarnanum

Með því að beita svonefndri CRISPR-tækni er erfðavísirinn NRIP1 fjarlægður úr frumunum og við það breytast þær í brúnar fitufrumur.

 

3. Brúnum frumum bætt inn

Þegar brúnu fitufrumunum er komið fyrir í líkamanum breyta þær fitu í varma og sá sem haldinn var offitu byrjar að léttast.

Ungabörn hafa yfir að ráða mörgum brúnum fitufrumum og geta fyrir vikið auðveldlega fengið hita í líkamann en brúnu frumunum fer hins vegar fækkandi þegar við eldumst.

 

Þessu getur nýja tæknin gjörbreytt að vild. Vísindamenn fjarlægðu hvítar fitufrumur úr fólki og klipptu úr þeim erfðavísi sem kallast NRIP1.

 

Breyttir erfðavísar þola feitan mat

Þegar frumurnar voru lausar við erfðavísinn breyttust þær í brúnar fitufrumur sem vísindamennirnir síðan sprautuðu inn í tilraunamýs. Vísindamennirnir gáfu músunum síðan fituríka fæðu í því skyni að kanna áhrifin. Aðrar mýs fengu sömu meðhöndlun en þær fengu reyndar aðeins hvítar fitufrumur.

 

Niðurstöðurnar leiddu í ljós að mýsnar með brúnu fituna þyngdust helmingi minna en þær sem höfðu fengið hvíta fitu.

Þegar hvítri fitu er breytt í brúna verður ekki einvörðungu þyngdartap heldur batnar ástand lifrarinnar að sama skapi. Þetta sýndu tilraunir með mýs. Eftir meðferðina þoldu mýsnar feitari fæðu, auk þess sem stærð lifrarinnar hélst óbreytt. Sömu sögu var að segja af lit hennar (neðri mynd). Mýs sem fengu fituríka fæðu, án þess að meðferðinni hefði verið beitt, sátu uppi með stærri og ljósari lifur (efri mynd).

Blóðsykurmagn músanna með brúnu fituna hélst eðlilegt og sama máli gegndi um insúlínnæmi. Mýsnar með hvítu fituna þróuðu á hinn bóginn með sér einkenni sykursýki og blóðsykurmagnið var óeðlilegt.

 

Tæknin verður prófuð á öpum

Rannsóknir á lifrum músanna leiddu enn fremur í ljós mun. Mýsnar með brúnu fituna voru að öllu jöfnu með dekkri lifur á meðan mýsnar með hvítu fituna voru með stærri og ljósari lifur.

 

Vísindamennirnir hyggjast gera tilraunir með aðferðina á öpum áður en endanlega verður hægt að hefja tilraunir á mönnum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Shutterstock,© Ken Ikeda Madsen & Shutterstock

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Vinsælast

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

6

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

3

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

4

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

5

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Lifandi Saga

Í fallhlíf til helvítis: Slökkviliðsmenn stukku beint niður í eldhafið

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Sérsveitarhermaðurinn Ehud Barak barðist með hnífum, hríðskotaskammbyssu og í kvenklæðum gegn fjandmönnum Ísraela um áratugaskeið en þrátt fyrir þessa fortíð reyndi hann að skapa varanlegan frið við Palestínumenn þegar hann varð forsætisráðherra.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is