Maðurinn

Getum við lesið hugsanir annarra?

Hugsum okkur manneskju sem hugsar um eitthvað alveg tilviljanakennt og líkt og hendi sé veifað getur önnur manneskja sér til um hvað hin er að hugsa. Fæstir vísindamenn hafa nokkra trú á hugsanalestri en með tilraunum hefur hugsanlega verið unnt að mæla hugsanalestur í heila.

BIRT: 14/10/2023

Sumar kenningar byggja að svo miklu leyti á getgátum að hefðbundnir vísindamenn vísa þeim alfarið á bug. Hér verður beitt vísindalegum aðferðum til að greina svindl frá vísindum.

Móðir og dóttir sitja hvor á móti annarri, aðskildar af lágu skilrúmi. Þær geta horfst í augu en koma ekki auga á hendur hvorrar annarrar. Móðirin tekur spil úr spilastokk, horfir á táknið sem er ferhyrningur og teiknar táknið á miða.

 

Því næst horfir hún í augu dóttur sinnar og þegar dóttirin er spurð að því hvaða spil móðir hennar hafi dregið, svarar hún hiklaust: „ferning“.

 

Tilraunin er endurtekin 25 sinnum og þó svo að unnt sé að velja um fimm ólík tákn svarar hún rétt í öllum tilvikum utan einu sinni. Tölfræðilega séð er ógerningur að um einskæra heppni sé að ræða og fyrir bragðið draga fræðimennirnir þá ályktun að dóttirin geti lesið hugsanir móður sinnar.

 

Tilraun þessi var gerð á Ítalíu árið 2018 en líkt og við á um margar aðrar tilraunir á sviði hugsanalestrar sannfærði hún ekki marga vísindamenn.

 

Gagnrýnendur álíta tilraunina hafa verið illa útfærða og segja hana gefa kost á alls kyns svindli. Umfram allt leita þeir skýringa á því með hvaða móti hugsanirnar ættu að geta borist frá einni manneskju til annarrar.

 

Samt sem áður er ekki hægt að hafna fyrirbærinu alfarið.

 

Ef marka má kanadíska sálfræðinginn Michael Persinger er nefnilega unnt að mæla virkni í sérlegum hluta heilans í hvert sinn sem hugsanalesarinn getur sér réttilega til og virðist hafa móttekið hugsanir hins aðilans.

 

Svipbrigði koma upp um rétta svarið

Hugsanalestur eða hugsanaflutningur, er sú grein dularsálfræðinnar sem fjallar um sérlega andlega hæfileika sem sagt er að sumir búi yfir.

 

Dularsálfræði tekur enn fremur til getunnar til að hreyfa hluti með hugarorku, svo og skyggnigáfu en með því er átt við getuna að segja fyrir um hið óorðna. Vísindamenn hafa í raun sýnt hugsanalestrinum mestan áhuga.

 

Einn þekktasti hugsanalesari sögunnar var Bandaríkjamaðurinn J.B. Rhine sem einnig er talinn vera upphafsmaður dularsálfræðinnar.

 

Hann lagði stund á ýmsar rannsóknir allt til dauðadags árið 1980, þar sem hann m.a. gerði tilraunir með svonefnd Zener-spil sem hann sagði leiða í ljós að hugsanalestur ætti sannarlega við rök að styðjast.

Bandaríski sálfræðingurinn J.B. Rhine gerði margar tilraunir með hugsanalestur en var gagnrýndur fyrir að leyfa þátttakendum að svindla.

Spilin voru nefnd í höfuðið á þýska sálfræðingnum Karli Zener sem hannaði þau á fjórða áratug 20. aldar. Hver stokkur samanstóð af 25 spilum með fimm ólíkum táknum þannig að hvert tákn kom fyrir á fimm spilum.

 

Þátttakendunum var ætlað að draga eitt spil, horfa á það og hugsa um táknið. Hugsanalesarinn getur ekki séð myndina á spilinu en á þess í stað að reyna að lesa hugsanir þess sem dregur spilið og geta sér til um hvaða tákn spilið sýnir.

Þegar táknin eru einungis fimm talsins eru 20% líkur á að hugsanalesarinn geti sér rétt til fyrir tilviljun.

Aðrir vísindamenn gagnrýndu tilraunina.

 

Það sem þeim þótti helst gagnrýnisvert var að tilraunaþátttakandinn og hugsanalesarinn voru yfirleitt í sama herbergi sem gerði þeim með ýmsu móti kleift að gera villur eða þá beinlínis að beita brögðum. Tilraunaþátttakandinn gat t.d. hæglega grett sig eða gefið frá sér hljóð sem gefið gat hugsanalesaranum vísbendingu um rétta svarið, hvort heldur það var ætlunin eður ei.

 

Þessir skekkjuvaldar kallast „skynlekar“ og með því er átt við að hugsanalesarinn geti séð, heyrt eða með öðru móti borið skynbragð á rétta svarið án þess að hugsanalestur komi þar við sögu.

Í annarri tilraun dregur einstaklingur spil með áprentuðum táknum en annar sem situr á bak við skilrúm á svo að geta sér til um táknin.

Tilraunir J.B. Rhines og annarra vísindamanna hafa jafnframt verið gagnrýndar fyrir þær sakir að tölfræðigreining niðurstaðnanna væri af skornum skammti.

 

Þegar táknin eru einungis fimm talsins eru 20% líkur á að hugsanalesarinn geti sér rétt til fyrir tilviljun og ef hann getur komið með rétt svar í fleiri en 20% tilvika gera vísindamenn því ráð fyrir að skýringin hljóti að vera fólgin í hugsanalestri.

 

Þessa ályktun er hins vegar ekki rétt að draga fyrirvaralaust. J.B. Rhine skilaði sem dæmi ekki ávallt spilum sem búið var að draga aftur í stokkinn og við það breyttust líkurnar að sjálfsögðu.

 

Þess ber enn fremur að geta að tilraunir með hugsanalestur hafa ekki verið gerðar nægilega oft til að útiloka megi að rétt svör eigi rætur að rekja til einskærrar heppni.

 

Við þetta má svo bæta að flestar tilraunir með hugsanalestur fela í sér grundvallarveikleika.

Vísindatilraun: Margar tilraunir voru slælega útfærðar

Til þess að sanna megi að hugsanalestur sé gerlegur þurfa vísindamenn m.a. að vera sér meðvitaðir um tölfræðina og möguleikann á að verið sé að svindla. Fæstar tilraunirnar standast þessar kröfur og fyrir vikið telst fyrirbærið ekki hafa verið vísindalega sannað.

Tölfræði: Tilraunirnar voru ekki endurteknar nægilega oft

Þegar svonefnd Zener-spil eru notuð eru 20% líkur á réttu svari en þó svo að hugsanalesarinn standi sig betur kann það að skrifast á tilviljun. Eigi tilraunirnar að vera marktækar þarf að endurtaka þær verulega oft.

Væntingaáhrif: Vísindamenn sjá það sem þeir ætla sér að sjá

Í dæmigerðri tilraun á hugsanalesarinn að endurgera teikningu annars. Allar teikningar fela hins vegar í sér venjuleg rúmfræðileg form og vísindamenn taka þá áhættu að láta væntingarnar hlaupa með sig í gönur og túlka formin sem hugsanalestur.

Svindl: Hugsanalesarinn getur kíkt í laumi

Rétt svör eiga ekki endilega rætur að rekja til hugsanalestrar því hugsanlegt er að hugsanalesarinn sé að svindla. Hugsanalesarinn getur hugsanlega séð spil sem speglast í gleraugum tilraunaþátttakandans eða fylgst með handahreyfingum þegar viðkomandi teiknar.

Vísindamenn kjósa yfirleitt að tilraunir byggi á nákvæmum kenningum um þá starfsemi sem gert er ráð fyrir að eigi sér stað í tilraunum en fræðimönnum á sviði hugsanalestrar hefur örsjaldan tekist að veita nokkra skýringu á því með hvaða hætti hugsanalestur ætti að eiga sér stað. Þetta torveldar mat á því hvort niðurstöðurnar tengist lestri hugsana yfirleitt með nokkru móti.

 

Hugsanlega hefur sálfræðingurinn Michael Persinger sem nú er látinn, fundið eins konar vísindalega skýringu á hugsanalestri í rannsóknum sínum sem gengur út á það að tengja hugsanalestur við sneiðmyndir af heila.

 

Sérleg heilastöð lýstist upp

Persinger gerði eftirfarandi tilraun í Laurentian háskólanum í Kanada árið 2009.

 

Tíu einstaklingar sátu fyrir framan hugsanalesarann Sean Harribance og sýndu honum myndir af nánum ættingja, maka eða vini á meðan þeir hugsuðu um persónueinkenni viðkomandi og sérlega eiginleika þess.

 

Harribance þekkti ekki fólkið á myndunum en átti engu að síður að lýsa persónueinkennum þeirra eins vel og hann gat.

  • Nafn

Michael Persinger, sálfræðingur

Fæddur árið 1945, látinn árið 2018.

 

  • Starfsheiti

Prófessor við Laurentian háskólann í Kanada.

 

  • Rannsóknir

Persinger tók heilasneiðmyndir sem skýrðu hugsanalestur og önnur dularsálfræðileg fyrirbæri á þann veg að mjög dauf segulmögnun myndaðist í gagnaugablöðum heilans. Öðrum vísindamönnum tókst þó ekki að endurtaka tilraunir hans.

Í öllum tilraununum var komið fyrir 19 rafskautum í hjálmi hugsanalesarans sem mæla áttu rafvirknina í heila hans. Þegar svo Persinger skoðaði mælinganiðurstöðurnar kom greinilegt mynstur í ljós.

 

Í hvert sinn sem Harribance gat sér rétt til í lýsingu sinni á ókunnuga einstaklingnum á myndinni jókst virknin á afmörkuðu litlu svæði lengst inni í hægra heilahveli hans.

 

Svæði þetta nefnist hægri drekabörkur og Persinger áleit hugsanalestur heilans eiga sér stað þarna þegar okkur tækist að beita hugsanalestri.

Ef marka má hugsanaflutningsfræðinginn Michael Persinger lýsist tiltekið svæði upp í heila hugsanalesarans þegar hann svarar rétt.

Aðrir vísindamenn hafa, líkt og Michael Persinger, reynt að ljá umræðunni um hugsanalestur meira vægi með því að tengja fyrirbærið við rannsóknir á heilastarfseminni.

 

Rannsókn sem stýrt var af fræðilega eðlisfræðingnum Giulio Ruffini við Starlab rannsóknarmiðstöðina í Barselóna kann að veita svar við því með hvaða hætti hugsanalestur geti aukið virknina í tilteknum hluta heilans.

 

Yfirfærði blossasýn

Ruffini og félagar hans létu tilraunaþátttakendur horfa inn í skæran ljósblossa í tilraun sem gerð var árið 2014.

 

Andartaki síðar tókst Ruffini að beita rafskautum í hársverðinum til að skrá heilabylgjur sem mynduðust í heila þátttakendanna þegar blossinn birtist þeim og hafði breiðst út gegnum heilakúpuna.

 

Síðan gátu vísindamennirnir umbreytt þeim heilabylgjum sem komust undan í segulsvið sem lagt var yfir hársvörð annars tilraunaþátttakanda.

 

Segulsviðið færðist ósjálfrátt gegnum höfuðkúpuna og inn í heilann þar sem það leysti úr læðingi heilastarfsemi í sjónstöðvunum og gerði það að verkum að sá einstaklingur sá einnig skæran ljósblossa

Það eina sem vísindamennirnir höfðu þurft að gera var að umbreyta heilabylgjunum í segulsvið og flytja það frá hársverði eins til annars.

Með hjálp vísindamannanna höfðu sjónhrif fyrri þátttakandans nú færst út gegnum heilakúpuna og inn gegnum heilakúpu seinni þátttakandans, þar sem þau leystu út læðingi sjónhrif sambærilegs blossa.

 

Með öðrum orðum hafði átt sér stað raunverulegur hugsanaflutningur. Það eina sem vísindamennirnir höfðu þurft að gera var að umbreyta heilabylgjunum í segulsvið og flytja það frá hársverði eins til annars. Sjálf skynjunin að koma auga á skæran blossa fluttist þar með frá einum heilanum til hins.

Fullyrðing: Hugsanir berast frá einum heila til annars

Tilraunir hafa leitt í ljós að unnt sé að flytja hugsanir manna á milli með sérlegum búnaði. Vísindamenn kunna þó enga einhlíta skýringu á því hvernig hugsanir geta flust frá einum til annars.

Sannað: Heilabylgjur senda hugsanir út úr höfuðkúpunni

Þegar tiltekinn einstaklingur hugsar, hreyfir sig eða skynjar eitthvað, myndast rafboð í heila hans. Taugaboðin mynda daufar sveiflur samtímis í rafspennu heilans sem rafskaut utan á höfuðkúpunni geta numið.

Sannað: Segulmagn flytur hugsanir til annars

Heilabylgjurnar geta breyst í öflugt segulsvið sem sent er inn í heila annars einstaklings. Segulmagnið hefur áhrif á virknina í tilteknum heilasvæðum og getur gert það að verkum að einstaklingurinn upplifir alveg það sama og sá fyrri.

Ósennilegt: Hugsanir flögra í loftinu

Andstætt við útvarpsbylgjur geta heilabylgjur ekki farið yfir langan veg. Fyrir vikið er ósennilegt að þær geti borist beint manna á milli en ef svo væri þá þyrftu þær að breytast í segulsvið til að hafa áhrif á heila viðtakandans.

Tilraunin gefur til kynna að hugmyndin um hugsanaflutning sé ekki úr lausu lofti gripin og að hugsanlega sé unnt að flytja hugsanir eins einstaklings til annars á eðlilegan hátt með notkun rafsegulmagnaðra bylgna sem heilinn sendir frá sér.

 

Vísindamönnum hefur raunar ekki tekist að útskýra hvernig slíkur flutningur frá einum til annars gæti gerst af sjálfu sér en tilgátan er sú að um hafi verið að ræða eins konar bylgjur þegar dóttirin í ítölsku rannsókninni gat sér til um hvaða spil móðir hennar hafði dregið.

 

Gagnrýnisraddirnar telja þó líklegra að konan hafi lesið úr svipbrigðum eða hlustað eftir skrjáfinu í pappírnum þegar móðirin skráði hjá sér hvaða tákn hún hefði dregið.

 

Fyrir bragðið var tilraunin endurtekin með hærra skilrúmi sem kom í veg fyrir að konurnar næðu augnsambandi, svo og spjaldtölvu sem engin hljóð gaf frá sér þegar móðirin skráði táknin með fingrinum.

 

Nú urðu niðurstöðurnar skyndilega allt aðrar. Nú gat dóttirin sér aðeins rétt til í fimm skiptum af 25 sem er nákvæmlega sú niðurstaða sem búast mætti við tölfræðilega séð ef um eintómar getgátur væri að ræða.

 

Spurningin er nú aðeins sú hvort hærra skilrúm og hljóðlaus spjaldtölva hafi heft „hugsanabylgjur“ milli móður og dóttur eða bara komið í veg fyrir að þær gætu sent hvor annarri leynileg skilaboð.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: GORM PALMGREN

© Ritzau Scanpix. © Roberta Baria. © Shutterstock. © Daniel V. © Rick Chard.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig varð Rússland svona stórt?

Maðurinn

Svona gróa sár

Tækni

Gervigreindin getur nú spáð fyrir um líf og dauða

Maðurinn

Þannig þekkjast félagsblindir

Lifandi Saga

Dr. Kellogg rak út djöfulinn með kornflexi 

Maðurinn

Nú verða þessi börn hávaxnari en jafnaldrar þeirra

Maðurinn

4.000 ára gömul steinhella reyndist vera fjársjóðskort

Menning og saga

Hver átti hugmyndina að táknunum fyrir karla og konur?

Náttúran

Sjáið heiminn með augum hunda

Lifandi Saga

Raðmorðingi sigraði í sjónvarpsþætti

Náttúran

Apar þekkja gamla vini

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is