Getur súrefni kveikt í lofti?

Er það mögulegt að súrefni geti kveikt í lofti?

BIRT: 27/01/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Það kviknar ekki í lofti, jafnvel þótt súrefnismagnið sé aukið. Súrefni brennur ekki, heldur nærir brunann og þess vegna er hættulegra að hafa opinn eld í nágrenni við mikið súrefni.

 

Ef t.d. er kveikt á kerti þar sem súrefni í loftinu er meira en það er að jafnaði, brennur kertið hraðar og bruninn getur orðið hættulegur.

 

Til að bruni geti orðið þarf þrennt að vera til staðar; eldfimt efni, súrefni og hiti.

 

Þegar efni brennur myndar það efnasamband við súrefni og við það myndast meiri hiti en bruninn þarf til að hefjast. Af þessu leiðir að bruninn getur haldið áfram þangað til annað hvort gerist; að eldfima efnið er allt brunnið eða súrefnið þrýtur. Að auki getur eldur slokknað með kælingu, t.d. af völdum vatns.

 

Loftið í gufuhvolfinu er að jafnaði gert úr 78% af köfnunarefni og 21% af súrefni auk lítils magns annarra lofttegunda.

 

Köfnunarefni brennur ekki þar eð það myndar ekki samband við súrefni nema fyrir tilverknað meiri orku en bruninn myndi framleiða og af gastegundum er allt of lítið í loftinu til að þær geti valdið bruna í loftinu.

BIRT: 27/01/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is