Glerfroskar eru þekktir fyrir þunna og að hluta til gagnsæja húð, einkum á búknum.
Talið er að húðin virki sem eins konar felulitur og geri froskunum auðveldara að dyljast fyrir rándýrum skóganna.
1
HJARTA
2
EGG
3
MAGI
Kvenfroskarnir þroska 20-30 egg og þau sjást vel gegnum húðina, rétt eins og líffærRI dýrsins. Það eru hins vegar karlfroskarnir sem taka að sér eftirlit með eggjunum þar til þau klekjast og halda t.d. sníkjudýrum frá þeim.
Líffæri froskanna eru þakin lagi af litarefnisfrumum, sem geta endurvarpað ljósi og þannig verndað gegn sterku sólskini og þeim hita sem það ber með sér. Í náttúrunni geta þessir froskað orðið meira en tíu ára gamlir.