Þann 24. október 2003 lenti Concorde-þota eftir síðasta farþegaflug slíkrar vélar. Í 27 ár var þessi fransk-breska þota eina hljóðfráa þotan í áætlunarflugi en að lokum var reksturinn of kostnaðarsamur og Concorde-þotunum var lagt.
Æ síðan hafa ýmsir flugframleiðendur haft í hyggju að endurlífga hljóðfrátt farþegaflug og nú er fyrirtækið Boom Supersonic komið skrefi nær því að ná háhraðaþotu sinni, Overture, á loft.
Eitt stærsta flugfélag heims, United Airlines, pantaði nýverið 15 háhraðaþotur frá Boom Supersonic og jafnframt hafa fyrirtækin tvö samið um samstarf við þróun þotunnar og líka það sérstaka eldsneyti sem á að knýja hreyflana.
London– New York á 3 tímum
Boom Overture á að ná 2.000 km hraða og eldsneytið verður kolefnishlutlaust.
Hraðinn tvöfaldur
Venjulegar farþegaþotur fljúga á um 800 km hraða. Overture á að ná 2.000 km hraða og vera t.d. 3-4 tíma frá London til New York.
Öryggið tryggt
Overture á ekki að verða varasöm tilraunavél. United Airlines krefst fyllsta öryggis og að hætta á slysi verði alveg í lágmarki.
Vistvænir hreyflar
Til að flugið verði sem vistvænast nota hreyflarnir ekki hefðbundið eldsneyti, heldur SAF, kolefnishlutlaust eldsneyti, unnið úr landbúnaðarúrgangi.
Concorde-þotan var hönnuð á sjöunda áratugnum og verkfræðingarnir þurfa því að byrja alveg upp á nýtt.
Til að sjá kemur Overture til með að minna nokkuð á Concorde með hinni einkennandi þríhyrndu lögun en skrokkurinn verður gerður úr nýjum og léttum blendingsefnum.
Hreyflarnir verða líka af nýrri gerð og mun lágværari en þeir eiga engu að síður að koma þessari 80 tonna þotu á 2.000 km hraða. Í Concorde þurftu menn að nota eftirbrennara sem ollu því að eldsneytisnotkunin rauk upp úr öllu valdi.
Til að byrja með flýgur vélin aðeins yfir Atlandshafið á milli Evrópu og Bandaríkjanna.
Overture flýgur tvöfalt hraðar en venjuleg farþegaþota.
Um borð er pláss fyrir 88 farþega – og allir á 1. farrými.
Til að byrja með flýgur vélin aðeins yfir Atlandshafið á milli Evrópu og Bandaríkjanna.
Overture flýgur tvöfalt hraðar en venjuleg farþegaþota.
Um borð er rými fyrir 88 farþega – og allir á 1. farrými.
Hjá Boom Supersonic hafa menn einmitt sérstakan augastað á eldsneytinu. Eyðslan verður takmörkuð með því að auka hina loftaflsfræðilegu hæfni og eldsneytið á að vera af gerð sem nefnd er SAF, „Sustainable Aviation Fuel“.
Þetta eldsneyti á að framleiða úr landbúnaðarúrgangi í stað jarðolíu og á þá samkvæmt áætlun að teljast kolefnishlutlaust.
Overture á fyrst að hefja sig á loft 2025 og fara í áætlunarflug 2030.