Greifinn vann málaferli – og höfuð hans fauk af 

Þegar einvígi voru háð til að útkljá deilumál var hugmyndin sú að Guð myndi alls ekki leyfa hinum brotlega að sigra.

BIRT: 01/07/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Á miðöldum var mögulegt að krefjast þess að klögumál yrðu útkljáð með einvígi. Ákærandi og hinn ákærði áttu þá að berjast þar til annar stæði uppi sem sigurvegari og sannaði þannig að Guð væri með honum í liði.

 

Árið 979 ákærði riddarinn Waldo Gero greifa af Alsleben fyrir einhverja óþekkta rangsleitni gegn sér. Ákæran þótti samt svo alvarleg að þýski keisarinn, Ottó 2., skipaði þeim að heyja einvígi.

 

Í bardaganum hlaut Waldo slæmt sár á hnakkann, meðan Gero greifi fékk svo hart höfuðhögg að hann fékk heilahristing og varð að gefast upp.

 

Samkvæmt reglunum hafði Gero þannig tapað en meðan mennirnir hvíldust eftir atganginn féll Waldo skyndilega dauður niður af sárum sínum.

 

Nú stóð Ottó keisari frammi fyrir nokkrum vanda: Með hvorum hélt Guð eiginlega? Keisarinn tók mið af fyrstu úrslitunum og því var Gero greifi hálshöggvinn þrátt fyrir að hafa í raun staðið uppi sem eftirlifandi.

BIRT: 01/07/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Imageselect

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is