HABL-veiran finnst í leðurblökum

Skeifuleðurblaka á heimkynni í Yunnanhéraði í Kína og ber í sér HABL-veiru, sem gæti valdið nýjum faraldri.

BIRT: 15/09/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Allt frá árinu 2002 hafa vísindamenn undrast hvaða dýr gæti borið í sér svonefnda HABL-veiru, sem olli tveggja ára lungnabólgufaraldri, varð um 800 manns að bana og sýkti margfalt fleiri alvarlega.

 

Nú telja kínversku vísindamennirnir Shi Zheng-Li og Cui Jie hjá Veirufræðistofnun Kína að hýsillinn sé svonefnd skeifuleðurblaka, nánar tiltekið sá stofn sem heldur til tilteknum helli í Yunnanhéraði í Kína.

 

Um fimm ára skeið hafa vísindamennirnir tekið mörg þúsund sýni úr saur leðurblaknanna og endaþarmi.

 

Rannsóknirnar sýna leðurblökurnar bera í sér afbrigði HABL-veirunnar, mjög keimlíkt því afbrigði sem olli veikindum og kostaði mannslíf á allra fyrstu árum aldarinnar.

 

Með því að greina gen alls 15 veiruafbrigða komust vísindamennirnir að því að öll genin, sem byggðu upp það afbrigði, sem lagðist á menn, er að finna í veiruafbrigðum í þessari leðurblökutegund.

 

Tiltekinn hópur af leðurblökum með veirugen, sem gætu valdið nýjum bráðalungnabólgufaraldri hefur aðsetur í aðeins eins kílómetra fjarlægð frá næsta þorpi og vísindamennirnir fullyrða að hætta á nýjum faraldri sé svo sannarlega til staðar.

 

Fyrstir til að veikjast í HABL-faraldrinum á sínum tíma voru íbúar bænum Guangdong, í um þúsund km fjarlægð frá þeim hellum þar sem hýsilleðurblökurnar fundust nú.

 

Vísindamennirnir telja því alveg víst að til séu fleiri leðurblökubyggðir þar sem veiran er til staðar. Þeir hyggjast halda áfram leitinni til að koma í veg fyrir nýr faraldur spretti upp.

HABL-veldur inflúensueinkennum á borð við hósta og háan hita. Í 10-20% tilvika veikist fólk svo alvarlega að líf þess er í hættu.

BIRT: 15/09/2023

HÖFUNDUR: ANTJE GERD POULSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © ALAMY/IMAGESELECT

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is