Search

Vísindamenn fóðra flugurnar á blóði og veirum

Daglega klekjast mörg þúsund moskítómý í franskri rannsóknastofu. Þar starfa sérfræðingar í vörnum gegn þessum blóðsugum sem dreifa malaríu, zíkaveiru og gulusótt.

BIRT: 14/04/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

Matreiðsla / Hættulegum veirum blandað í blóð.

Þeir smitvaldar sem moskítóflugur dreifa í menn eru meðhöndlaðir í vel einangraðri deild rannsóknastofunnar. Vísindamenn klæðast öryggisbúningum, grímum og hönskum þegar þeir blanda veirum í blóðið sem notað er til að fóðra flugurnar.

Þjónusta / Máltíðin er borin fram 37 gráðu heit.

Tvisvar í viku fá flugurnar blóð sem hitað er upp í 37 gráður. Prótín og fitur í blóðinu nýtast þeim til að mynda egg. Karlflugur fá aðeins vatn og hunang sem svipar til blómasafans sem þær lifa á í náttúrunni.

Deyfing: Flugurnar verða meðfærilegar í kulda.

Þegar kvenflugurnar hafa sogið í sig skammt af sýktu blóði eru þær deyfðar með því að leggja þær á ís. Blóðmettaðar flugurnar eru næst settar í geyma og settar í hitaskáp þar sem veirunum gefst færi á að flytja sig úr meltingarveginum í aðra líkamshluta.

Upphitun: Veiran dreifist um líkamann

Blóðfylltu kvenflugurnar eru flutt í ílát og sett í hitaskáp þar sem vírusinn hefur tíma til að dreifa sér frá þörmum til líkamans.

Töppun: Klippt fluga skilar af sér munnvatni.

Fætur og vængir eru klipptir af sýktu flugunum svo þær nái örugglega ekki að flýja, þegar munnvatnssýni er tekið. Bæði munnvatn og höfuð eru rannsökuð til að greina hvernig veiran kemst í munnvatn flugunnar. Með munnvatninu berst veiran í menn þegar flugan stingur.

Ilmskynjari / Fíngerð hár nema líkamslykt.

Moskítóflugur laðast að lykt og útöndun manna. Fíngerð hár á þreifurunum eru næm fyrir tilteknum ilmsameindum og sérstakt tæki er notað til að greina hvernig taugafrumur í hárunum bregðast við mismunandi ilmefnum.

Frjálst val: Mismunandi ilmefni

Flugurnar eru settar inn í Y-laga leiðslu, þar sem þær geta valið milli geyma með mismunandi ilmefnum. Meðal þess sem vísindamennirnir vilja komast að, er hvort þær flugur sem eru ónæmar fyrir skordýraeitri laðist að öðrum ilmefnum en aðrar moskítóflugur.

Munnryksuga / Flugunum er blásið í dauðann.

Blásið er í slöngu til að feykja flugunum út í flösku með eitri. Í rannsóknastofunni er m.a. verið að prófa nýjar eiturtegundir til að geta unnið á flugum sem hafa komið sér upp ónæmi. Sama eitrið er í öllum flöskunum en hins vegar mismikið magn.

Banvænn elskhugi / Karlinn smitar rauðu eitri við mökun.

Ófrjóar karlflugur eru smurðar með skordýraeitri. Ætlunin er að eitrið berist í kvenflugur við mökun og þær eignist færri afkvæmi. Eitrið er merkt með rauðum lit til að sýna hve mikið berst yfir á kvenfluguna.

Ný kynslóð / Kvenflugan getur verpt mörgum sinnum.

Þremur dögum eftir mökun verpir kvenflugan um hundrað eggjum í kyrrt vatn. Hún getur verpt mörgum sinnum eftir aðeins eina mökun en þarf að fá meira blóð fyrir hverja hrygningu. Í rannsóknastofunni klekjast allt að 3.000 egg á dag.

Matreiðsla / Hættulegum veirum blandað í blóð.

Þeir smitvaldar sem moskítóflugur dreifa í menn eru meðhöndlaðir í vel einangraðri deild rannsóknastofunnar. Vísindamenn klæðast öryggisbúningum, grímum og hönskum þegar þeir blanda veirum í blóðið sem notað er til að fóðra flugurnar.

Þjónusta / Máltíðin er borin fram 37 gráðu heit.

Tvisvar í viku fá flugurnar blóð sem hitað er upp í 37 gráður. Prótín og fitur í blóðinu nýtast þeim til að mynda egg. Karlflugur fá aðeins vatn og hunang sem svipar til blómasafans sem þær lifa á í náttúrunni.

Deyfing: Flugurnar verða meðfærilegar í kulda.

Þegar kvenflugurnar hafa sogið í sig skammt af sýktu blóði eru þær deyfðar með því að leggja þær á ís. Blóðmettaðar flugurnar eru næst settar í geyma og settar í hitaskáp þar sem veirunum gefst færi á að flytja sig úr meltingarveginum í aðra líkamshluta.

Upphitun: Veiran dreifist um líkamann

Blóðfylltu kvenflugurnar eru flutt í ílát og sett í hitaskáp þar sem vírusinn hefur tíma til að dreifa sér frá þörmum til líkamans.

Töppun: Klippt fluga skilar af sér munnvatni.

Fætur og vængir eru klipptir af sýktu flugunum svo þær nái örugglega ekki að flýja, þegar munnvatnssýni er tekið. Bæði munnvatn og höfuð eru rannsökuð til að greina hvernig veiran kemst í munnvatn flugunnar. Með munnvatninu berst veiran í menn þegar flugan stingur.

Ilmskynjari / Fíngerð hár nema líkamslykt.

Moskítóflugur laðast að lykt og útöndun manna. Fíngerð hár á þreifurunum eru næm fyrir tilteknum ilmsameindum og sérstakt tæki er notað til að greina hvernig taugafrumur í hárunum bregðast við mismunandi ilmefnum.

Frjálst val: Mismunandi ilmefni

Flugurnar eru settar inn í Y-laga leiðslu, þar sem þær geta valið milli geyma með mismunandi ilmefnum. Meðal þess sem vísindamennirnir vilja komast að, er hvort þær flugur sem eru ónæmar fyrir skordýraeitri laðist að öðrum ilmefnum en aðrar moskítóflugur.

Munnryksuga / Flugunum er blásið í dauðann.

Blásið er í slöngu til að feykja flugunum út í flösku með eitri. Í rannsóknastofunni er m.a. verið að prófa nýjar eiturtegundir til að geta unnið á flugum sem hafa komið sér upp ónæmi. Sama eitrið er í öllum flöskunum en hins vegar mismikið magn.

Banvænn elskhugi / Karlinn smitar rauðu eitri við mökun.

Ófrjóar karlflugur eru smurðar með skordýraeitri. Ætlunin er að eitrið berist í kvenflugur við mökun og þær eignist færri afkvæmi. Eitrið er merkt með rauðum lit til að sýna hve mikið berst yfir á kvenfluguna.

Ný kynslóð / Kvenflugan getur verpt mörgum sinnum.

Þremur dögum eftir mökun verpir kvenflugan um hundrað eggjum í kyrrt vatn. Hún getur verpt mörgum sinnum eftir aðeins eina mökun en þarf að fá meira blóð fyrir hverja hrygningu. Í rannsóknastofunni klekjast allt að 3.000 egg á dag.

BIRT: 14/04/2023

HÖFUNDUR: JESPER BINDSLEV

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Patrick Landmann

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is