Hafa strútar einhvern tíma getað flogið?

Strútar hafa vængi þótt smáir séu. en hafa þeir einhvern tímann flogið?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

2 mínútur

Loftið er hið rétta heimkynni fuglanna og þeir geta því lent í vandræðum meðal kjötétandi spendýra og skriðdýra eftir að hafa misst flughæfnina.

 

Til eru þó ófleygir fuglar, komnir af fleygum forfeðrum, sem hefur tekist ágætlega að laga sig að umhverfinu á jörðu niðri. Þetta gildir t.d. um mörgæsir, emúa og strúta.

 

Í Norður-Ameríku og Evrópu hafa fundist steingerðar leifar af fleygum forfeðrum strútsins, sem taldir eru hafa verið uppi fyrir 40-70 milljónum ára.

 

Aðrir steingervingar sýna að yngri forfeður misstu flughæfnina fyrir um 40-55 milljónum ára á sléttum Asíu. Þessir fuglar voru mun smávaxnari en strúturinn er nú.

 

Fyrir um 12 milljónum ára höfðu þessir fuglar stækkað mjög og voru þá orðnir stærri en núlifandi strútar. Þá var útbreiðslusvæðið allt frá Mongólíu til Suður-Afríku.

Frár á fæti

Strúturinn ber enn ýmis einkenni sem sýna að hann er kominn af fleygum forfeðrum.

 

Vængjabeinin eru t.d. sáralítið frábrugðin beinabyggingu fleygra fugla þótt strúturinn beiti vængjunum nú í allt öðrum tilgangi, svo sem að laða til sín maka eða hræða óvini. En öfugt við fleyga fugla er ekki lengur að finna á bringubeininu þann kamb sem flugvöðvarnir voru festir við.

 

Strúturinn hefur á ýmsan hátt bætt sér það upp að geta ekki flogið. Hann er t.d. afar frár á fæti. Hann hefur langa og sterkbyggða fætur og samvaxnar tær og getur náð allt að 70 km hraða á stuttri vegalengd.

 

Hann er líka hálslangur og hefur afar góða sjón, þannig að hann kemur auga á rándýr á löngu færi.

BIRT: 04/11/2014

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is