Lifandi Saga

Hálfguð Norður-Kóreu með fingurinn á kjarnorkutakkanum

Frá Kóreustríðinu til Kims Jong-Uns – þannig breyttist fátækt og myrkvað einræðisríki yfir í áttunda helsta kjarnorkuveldi heims.

BIRT: 23/02/2023

Norður-Kórea virðist oft á tíðum vera stórfurðulegt ríki sem stjórnað hefur verið af hinni valdasjúku Kim fjölskyldu í þrjár kynslóðir. En það er full ástæða til að taka einræðisríkið alvarlega.

 

Norður-Kórea með fjórða stærsta her heims – 1,2 milljónir hermanna og óþekktan fjölda kjarnorkuvopna.

 

Hin dimma Norður-Kórea

Af og til er gervihnattamynd tekin af Norður-Kóreu og nágrannalöndum hennar, Suður-Kóreu og Kína, að nóttu til.

 

Munurinn á milli ríkjanna í Austur-Asíu er vægast sagt sláandi.

Gervihnattamynd af nánast almyrkvaðri Norður-Kóreu með upplýstum borgum Kína og Suður-Kóreu í kringum sig. Í Suður-Kóreu er raforkunotkun á íbúa 10.162 kWst á ári. Í Norður-Kóreu er sama tala bara u.þ.b. 600 kWh á ári.

Á meðan stórborgir Kína og Suður-Kóreu lýsa upp eins og eldflugur á næturhimninum, birtist Norður-Kórea sem svarthol á miðju kortinu.

 

Því miður er þetta myrkvunin ekki vegna framsýnnar loftslagsvitundar  einræðisstjórnar Norður-Kóreu.

 

Gervihnattamyndin segir okkur það  sem einræðisríkið hefur án árangurs reynt að halda leyndu fyrir umheiminum: Að tæplega 26 milljónir íbúa landsins búa við algera fátækt án rafmagns, nettengingar og sambands við umheiminn.

 

Kim ættarveldið í Norður-Kóreu

Opinberar myndir af fulltrúum hinnar ríkjandi einræðisættar Norður-Kóreu: Kim Il-Sung (1912-1994), Kim Jong-Il (1941-2011) og Kim Jong-Un (fæddur einhvers staðar milli 1982 og 1984).

Norður-Kórea er lokaðasta land heims en undanfarna sjö áratugi hefur öll áhersla verið lögð á persónudýrkun einræðisherranna sem allir hafa tilheyrt Kim-ættarveldinu.

 

Kim fjölskyldan hefur verið við völd síðan seint á fjórða áratugnum þegar Kim Il-Sung tók við hlutverki fyrsta einræðisherra Norður-Kóreu. Sonur hans Kim Jong-Il tók við af honum árið 1994.

 

Árið 2011 tók Kim Jong-Un við stjórnartaumunum eftir dauða föður síns.

 

Kim Jong-Un myrti frænda sinn og eldri bróður

Kim Jong-Un var nánast óþekktur í Kóreu þegar hann skyndilega tók sæti í þjóðaröryggisnefnd Norður-Kóreu árið 2009.

 

Kim hafði varið stærstum hluta æsku sinnar í heimavistarskóla í Sviss, undir dulnefni en komst á undraverðan hátt til skjótra metorða í Norður-Kóreu þegar tveir eldri bræður hans féllu í ónáð hjá föður þeirra, Kim Jong-Il.

 

Árið 2010 var Kim Jong-Un gerður að fjögurra stjörnu hershöfðingja og honum færð mikil völd innan hersins, svo og verkamannaflokksins, þrátt fyrir að hafa nánast enga reynslu af hermennsku.

 

Eftir að faðir hans lést árið 2011 var Kim Jong-Un gerður að æðsta leiðtoga Norður-Kóreu.

Tveir ríkisleiðtogar sem dást hvor að öðrum, heilsast á leiðtogafundi árið 2018.

Allar götur frá því að Kim Jong-Un komst til valda hefur hann hert mjög tökin á íbúum lands síns.

 

Allir þeir sem einræðisherrann taldi standa í vegi fyrir sér voru annað hvort sendir í illræmdar vinnubúðir eða þeim komið fyrir kattarnef.

 

Árið 2013 lét Kim taka af lífi frænda sinn, Jang Songthaek, svo og börn hans og barnabörn. Opinbera skýringin var sú að frændinn væri föðurlandssvikari.

 

Margt þykir hins vegar benda til þess að leiðtoginn hafi einfaldlega látið taka frændann af lífi þar sem honum hafi staðið ógn af honum sem stjórnmálamanni.

 

Sama ofsóknarkennd hefur sennilega ráðið því að Kim lét taka eldri bróður sinn, Kim Jong-Nam, af lífi árið 2017. Hann óttaðist nefnilega að bróðirinn gæti gert tilkall til einræðisherratitilsins.

 

Banatilræðið átti sér stað á flugstöðinni í Kúala Lumpúr árið 2017 þegar kona nokkur sem norðurkóresk yfirvöld höfðu ráðið til verksins lagði klút með banvænu eiturgasi yfir andlit bróðurins.

Tvö börn fyrir framan bandarískan M26 skriðdreka í Kóreustríðinu 1951.

Ógnarstjórn Kim-ættarveldisins hófst skömmu eftir að Kóreu, sem áður var japönsk nýlenda, var skipt í tvennt.

 

Sovétríkin öðluðust yfirráð yfir norðurhluta landsins en Bandaríkjamenn hernámu suðurhlutann.

 

Ráðstöfun þessari var ætlað að vara um stundarsakir en frá byrjun var um að ræða algeran aðskilnað milli norðurs og suðurs, aðskilnað sem enn er við lýði í dag.

 

Þegar Sovétríkin komust til valda í Norður-Kóreu þurftu þeir að velja æðsta leiðtoga landsins.

 

Fyrir valinu varð Sovétvinurinn og hermaðurinn Kim Il-Sung sem steig á valdastól 9. september árið 1948.

Staðreyndir um Norður-Kóreu

● Stofnað: 9. september 1948

● Íbúafjöldi: 26 milljónir

● Flatarmál: 120.540 km²

● Höfuðborg: Pyongyang

● Æðsti leiðtogi: Kim Jong-Un (2011-)

● Stjórnarfar: Einræðisríki, sósíalískt ríki.

Kim Il-Sung – „leiðtoginn mikli“

Fljótt fór að bera á persónudýrkun í garð Kim Il-Sung og skömmu eftir að hann komst til valda fóru landsmenn að nefna hann „leiðtogann mikla“.

 

Kim Il-Sung setti á laggirnar þjóðarher Norður-Kóreu sem samanstóð af fyrrverandi hermönnum sem stundað höfðu skæruhernað gegn Japönum.

 

Hinn 25. júní árið 1950 fékk Kim svo leyfi Sovétmanna til að ráðast inn í Suður-Kóreu. Kóreustríðið var orðið að veruleika.

 

Norður-Kóreumenn kalla átökin enn „sigursæla frelsisstríðið fyrir föðurlandið“.

 

Sigurinn hafði hins vegar gífurlegan fórnarkostnað í för með sér. Meðan á þessum þriggja ára langa stríðsrekstri stóð má segja að Bandaríkjamenn hafði sprengt Norður-Kóreu aftur á steinaldarstigið. Sovéskar heimildir herma að 85 hundraðshlutar allra mannvirkja í Norður-Kóreu hafi eyðilagst í stríðinu.

Kim Il-Sung vísar syni sínum Kim Jong-Il leiðina. Mikið unnin mynd af feðgum á fjallinu goðsagnakennda: Mount Paektu. Það er sama fjallið og Kim Jong-Un á annarri mynd hér í greininni ríður upp á hvítum hesti.

Þegar Kóreustríðinu lauk árið 1953 höfðu hartnær þrjár milljónir Kóreubúa látið lífið sem samsvaraði um tíund allra íbúa Kóreuskagans.

 

Álitið er að um tvær milljónir hinna látnu hafi verið Norður-Kóreubúar.

 

Um miðjan sjötta áratug 20. aldar losnaði Norður-Kórea undan sovéskum og kínverskum afskiptum þegar „leiðtoginn mikli“ hóf til vegs og virðingar hugtakið „juche“ sem kalla mætti sjálfsþurft á íslensku.

 

Hugmyndafræðin að baki „juche“ fólst með orðum stjórnarinnar í að „leysa eigin vandamál á eigin ábyrgð undir öllum kringumstæðum“.

 

Á þingi verkamannaflokksins í Pyongyang árið 1980 var gert ljóst að framtíð Norður-Kóreu myndi hvíla á herðum Kim-fjölskyldunnar um ókomna tíð.

 

Þar var nefnilega kunngjört að elsti sonur Kims Il-Sungs, að nafni Kim Jong-Il, skyldi taka við völdum í landinu eftir lát föður síns.

 

Valdaskiptunum var ætlað að tryggja að byltingunni yrði haldið við lýði, mann fram af manni, líkt og það var orðað.

 

Hinn 8. júlí árið 1994 lést Kim Il-Sung svo eftir alvarlegt hjartaáfall.

 

Útvarpsstöðin kunngjörði tíðindin með orðunum: „Stóra hjartað er hætt að slá“.

 

Kim Jong-Il – „leiðtoginn ástsæli“

Kim Jong-Il

Kim Jong-Il var nú einvaldur í Norður-Kóreu og á margan hátt alger andstæða föður síns.

 

Faðirinn Kim Il-Sung hafði verið hylltur sem kjarkmikil frelsishetja með mikla reynslu af hernaði en sonurinn var sagður vera drykkfelldur glaumgosi með furðulega hárgreiðslu og gífurlegan skapofsa.

 

Fyrsta tímabilið sem hann ríkti sem einræðisherra gaf honum eflaust ríkulegt tilefni til að skeyta skapi sínu en aðeins tveimur dögum eftir valdatöku Kims Jong-Ils sem yfirmaður þjóðarhersins leystust Sovétríkin upp.

 

Kommúnistaríkin sem fram til þessa höfðu stutt við Norður-Kóreu, bæði fjárhagslega og stjórnmálalega, voru nú liðin tíð.

 

Fall múrsins rauf í sundur líflínuna milli Sovétríkjanna og Norður-Kóreu sem haldið höfðu þeim síðarnefndu gangandi áratugum saman og allan tíunda áratuginn geisaði skelfileg hungursneyð í landinu.

 

Talið er að á bilinu hálf til tvær milljónir manna hafi látist af völdum hennar. Sagt er að sumir hafi lagt sér til munns rottur í því skyni að lifa af og að aðrir hafi stundað mannát.

 

Þegar svo efnahagsástandið fór að taka við sér óx persónudýrkun á leiðtoga ríkisins.

 

Stjórnin spann upp ævintýralegar frásagnir um Kim Jong-Il og segja má að hann hafi nánast verið tekinn í guðatölu.

 

Samkvæmt frásögnum þessum hafði „leiðtoginn ástsæli“, líkt og Kim Jong-Il kallaðist, fæðst í timburkofa uppi í hinu þjóðsagnakennda Paektu-fjalli á landamærum Kína og Norður-Kóreu.

 

Einstaklega skær stjarna á að hafa lýst upp himininn þegar hann fæddist en þessi hluti frásagnarinnar minnir óneitanlega á fæðingu Krists í Biblíunni. Líkt og það væri ekki nóg, þá birtist einnig tvöfaldur regnbogi yfir fjallinu eftir að Kim Jong-Il hafði verið getinn.

 

Kjarnorkuvopn Norður-Kóreu komin til að vera

Norður-Kórea hefur yfir að ráða fjórða stærsta her í heimi með 1,2 milljónum hermanna. Einræðisríkið hefur einnig yfir að ráða óþekktum fjölda kjarnorkuvopna.

Um aldamótin síðustu var versta hungursneyðin yfirstaðin og íbúar landsins lifðu þá „einungis“ við stöðugan sult og vannæringu.

 

Kim Jong-Il lagði allan metnað í að styrkja herafla landsins með það fyrir augum að illskeyttir kapítalistar Vesturlanda þyrðu ekki að hreyfa við ógnarveldinu.

 

Verkamannaflokkurinn í Norður-Kóreu tileinkaði sér einkunnarorðin „Herinn er flokkurinn, íbúarnir og þjóðin“ og árið 2006 náði kjarnorkuvopnastefna Norður-Kóreu hæstu hæðum þegar stjórnin hrinti í framkvæmd fyrstu tilraunasprengingunni.

 

Kim Jong-Un – „arftakinn mikli“

Kim Jong-Un ríður upp fjallið Paektu, sem hefur nánast guðdómlega stöðu meðal Norður-Kóreubúa. Samkvæmt opinberum sögum fæddust faðir Kim Jong-Un og afi á fjallinu. Og þar hófst sem kóreska sköpunarsagan.

„Leiðtoginn ástsæli“ lést árið 2011 og við tók núverandi leiðtogi Norður-Kóreu, sonurinn Kim Jong-Un.

 

Hann hefur haldið kjarnavopnastefnu föður síns áfram af miklum móð.

 

Í september í fyrra voru samþykkt ný lög um kjarnavopn í landinu.

 

Í þeim kom fram að kjarnavopn Norður-Kóreu væru ekki á förum og að afkjarnavopnun kæmi aldrei til greina.

 

Eða líkt og Kim Jong-Un orðaði það í viðtali við ríkisreknu fréttastofuna, KCNA, í tengslum við samþykkt nýju laganna:

 

„Styrkurinn til að bægja frá okkur stórveldahroka er það eina sem getur tryggt okkur frið“.

 

Fimm stórfurðulegar mýtur um leiðtoga Norður-Kóreu

Sameiningarboginn í Pyongyang, reistur árið 2001. Heitið er ekki vegna yfirvofandi sameiningar Suður-Kóreu og Norður-Kóreu, heldur fjarlæg hugmyndafræðileg von.

Leiðtogar í guðatölu

Áróður og persónudýrkun eru nauðsynleg stjórninnni í Norður-Kóreu, sem í áratugi hefur sýnt leiðtoga sína sem guðlegar verur. Hér eru fimm af skrýtnustu mýtum um leiðtoga Norður-Kóreu.

 

  • Þegar Kim Jong-Il var þriggja vikna gamall steig hann sín fyrstu skref. Aðeins fimm vikum síðar hafði hann á undraverðan hátt öðlast hæfileikann til að tala.

 

  • Kim Jong-Il var ótrúlegur golfspilari. Í fyrsta skiptið sem hann sveiflaði golfkylfu á móti náði hann fimm holum í höggi sem er heimsmet. Tiger Woods hvað?

 

  • Á aðeins tveimur árum skrifaði Kim Jong-Il 13 óperur. Hann skrifaði einnig yfir 1.500 bækur á meðan hann stundaði háskólanám.

 

  • Kim Jong-Il fór aldrei á klósettið, eiginleiki sem hann erfði frá föður sínum. Þennan merkilega hæfileika hefur sonur hans ekki erft. Kim Jong-Un er frægur fyrir að koma með persónulegt salerni hvert sem hann ferðast.

 

  • Norður-kóresk skólabörn geta nú lesið um að núverandi leiðtogi landsins hafi getað keyrt bíl þegar hann var þriggja ára.

 

Ungur Bandaríkjamaður lést eftir eins og hálfs árs fangavist í Norður-Kóreu

Árið 2016 var bandaríski háskólaneminn Otto Warmbier dæmdur í 15 ára refsivinnu fyrir að stela pólitísku áróðursefni í heimsókn sinni til Norður-Kóreu. Í þessu myndbandi viðurkennir hann glæp sinn fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og biður yfirvöld grátandi um fyrirgefningu. Þegar Otto Warmbier var loksins framseldur til Bandaríkjanna eftir hálfs árs diplómatíska togstreitu var hann meðvitundalaus og lést skömmu síðar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Andreas Ebbesen Jensen

© Shutterstock,© Wikimedia Commons,© Wikimedia Commons/Shealah Craighead,© Library of Congress,© AFP/Ritzau Scanpix

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is