Menning og saga

Hver var fyrsti einræðisherra sögunnar? 

Rómverjar settu fyrsta einræðisherra sögunnar inn í embætti fyrir um 2.500 árum en ólíkt mörgum af einræðisherrum nútímans varð hann að sætta sig við nokkrar strangar reglur.

BIRT: 07/01/2023

Nú til dags notum við orðið einræðisherra sem neikvæða merkingu um ríkisleiðtoga sem stýrir þjóð sinni með harðri hendi. En hugtakið vísaði upprunalega í embættismann í rómverska lýðveldinu sem á vissu tímaskeiði fékk vald til þess að taka einn ákvarðanir.

 

Hugmyndin var sú að leiðtogi með ótakmörkuð völd væri nauðsynlegur í knýjandi aðstæðum þar sem taka þurfti ákvarðanir hratt og örugglega – t.d. þegar uppreisn braust út og ógnaði öryggi ríkisins. Í slíkum tilvikum gat annar af tveimur kosnum konsúlum sem stýrðu Róm verið útnefndur „diktator“.

Sagan er full af ofbeldisfullum einræðisherrum

Fyrstu einræðisherrarnir voru rómverskir embættismenn sem unnu í þjónustu Rómar. Núna lýsir hugtakið fremur einvöldum – oft ofbeldisfullum – foringjum.

Leopold 2.

Land: Belgía
Ár: 1865 – 1909
Fórnarlömb: Allt að 15 milljónir.

 

Leopold 2. konungur Belgíu ríkti með harðri hendi í nýlenduveldinu í Kongó sem var 14 sinnum stærra en Belgía. Innfæddir þar voru hnepptir í þrældóm og voru misnotaðir, pyntaðir og teknir af lífi af einkaher Leopolds, ef þeir frömdu þá ekki sjálfsmorð sjálfir.

Adolf Hitler

Land: Þýskaland
Ár: 1934 – 1945
Fórnarlömb: Um 17 milljónir.

 

Eftir andlát Paul von Hindenburgs forseta árið 1934 hrifsaði ríkiskanslarinn Adolf Hitler öll pólitísk völd til sín og varð einræðisherra í Þýskalandi nasista. Völdin notaði hann til að kasta heiminum út í blóðugt stríð og hann innleiddi kerfisbundin fjöldadráp á gyðingum og öðrum hópum sem pössuðu ekki inn í hugmyndafræði nasistanna.

Joseph Stalín

Land: Sovétríkin
Ár: 1924 – 1953
Fórnarlömb: Um 23 milljónir.

 

Stalín ríkti með vægðarlausum járnhnefa í Sovétríkjunum í næstum þrjá áratugi og útrýmdi sérhverjum sem stóð í vegi hans. Auk þess stóð hann fyrir fjölmörgum misheppnuðum endurbótum sem áttu að gera Sovétríkin að stórveldi en leiddu þess í stað til hungursneyðar sem kostaði milljónir mannslífa.

Maó Zedong

Land: Kína
Ár: 1949 – 1976
Fórnarlömb: Allt að 78 milljónir.

 

Maó stofnaði kommúnistaflokk Kína árið 1949 og stóð fyrir miklum hreinsunum og misheppnuðum efnahagsumbótum sem og menningarbyltingu sem kostaði milljónir manna lífið. Erfitt er að gera grein fyrir fjölda fórnarlamba en margir telja að þau hafi verið milli 49 og 78 milljón manns sem dóu vegna ákvarðana hans.

Einræðisherrann fékk sex mánuði

Þessi einræðisherra var jafnan með afmarkað verkefni – t.d. að stýra her eða bæla niður uppreisn. Einræðisherrann var með neitunarvald gegn öðrum rómverskum stjórnmálamönnum og gat breytt lögum taldi hann slíkt nauðsynlegt. Á móti kom að hann mátti ekki yfirgefa Ítalíu og eins mátti hann einungis nota þá opinberu miðla sem öldungaráðið veitti honum.

 

Yfirleitt sagði einræðisherrann af sér þegar hann hafði leyst verkefni sín, jafnvel þó að hálfu ári síðar væri ekki séð fyrir endann á þeim. Títus Larcíus var samkvæmt sögunni fyrsti maðurinn sem var útnefndur diktator. Hann fékk það verkefni að verja Róm þegar nágrannaættbálkar Rómverja ógnuðu ríkinu.

 

Margir sagnfræðingar líta í dag á Napóleón sem fyrsta einræðisherrann í nútímalegri skilningi. Hann var vinsæll hershöfðingi sem kleif metorðastigann þar til hann gat breytt stjórnarskránni, leyst upp öldungaráðið og krýnt sjálfan sig, fyrst sem konsúl ævilangt og síðan einvalda keisara árið 1804.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

Pegamom Museum,© Library of Congress,© Bundesarchiv,© Nationaal Archief,© The People's Republic of China Printing Office

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

5

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

6

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Sumt fólk sem ég þekki fullyrðir að hafa séð drauga. Ég hef aldrei upplifað neitt yfirnáttúrulegt. Er einhver skýring á þessu?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.