Hver var fyrsti einræðisherra sögunnar? 

Rómverjar settu fyrsta einræðisherra sögunnar inn í embætti fyrir um 2.500 árum en ólíkt mörgum af einræðisherrum nútímans varð hann að sætta sig við nokkrar strangar reglur.

BIRT: 07/01/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

Nú til dags notum við orðið einræðisherra sem neikvæða merkingu um ríkisleiðtoga sem stýrir þjóð sinni með harðri hendi. En hugtakið vísaði upprunalega í embættismann í rómverska lýðveldinu sem á vissu tímaskeiði fékk vald til þess að taka einn ákvarðanir.

 

Hugmyndin var sú að leiðtogi með ótakmörkuð völd væri nauðsynlegur í knýjandi aðstæðum þar sem taka þurfti ákvarðanir hratt og örugglega – t.d. þegar uppreisn braust út og ógnaði öryggi ríkisins. Í slíkum tilvikum gat annar af tveimur kosnum konsúlum sem stýrðu Róm verið útnefndur „diktator“.

Sagan er full af ofbeldisfullum einræðisherrum

Fyrstu einræðisherrarnir voru rómverskir embættismenn sem unnu í þjónustu Rómar. Núna lýsir hugtakið fremur einvöldum – oft ofbeldisfullum – foringjum.

Leopold 2.

Land: Belgía
Ár: 1865 – 1909
Fórnarlömb: Allt að 15 milljónir.

 

Leopold 2. konungur Belgíu ríkti með harðri hendi í nýlenduveldinu í Kongó sem var 14 sinnum stærra en Belgía. Innfæddir þar voru hnepptir í þrældóm og voru misnotaðir, pyntaðir og teknir af lífi af einkaher Leopolds, ef þeir frömdu þá ekki sjálfsmorð sjálfir.

Adolf Hitler

Land: Þýskaland
Ár: 1934 – 1945
Fórnarlömb: Um 17 milljónir.

 

Eftir andlát Paul von Hindenburgs forseta árið 1934 hrifsaði ríkiskanslarinn Adolf Hitler öll pólitísk völd til sín og varð einræðisherra í Þýskalandi nasista. Völdin notaði hann til að kasta heiminum út í blóðugt stríð og hann innleiddi kerfisbundin fjöldadráp á gyðingum og öðrum hópum sem pössuðu ekki inn í hugmyndafræði nasistanna.

Joseph Stalín

Land: Sovétríkin
Ár: 1924 – 1953
Fórnarlömb: Um 23 milljónir.

 

Stalín ríkti með vægðarlausum járnhnefa í Sovétríkjunum í næstum þrjá áratugi og útrýmdi sérhverjum sem stóð í vegi hans. Auk þess stóð hann fyrir fjölmörgum misheppnuðum endurbótum sem áttu að gera Sovétríkin að stórveldi en leiddu þess í stað til hungursneyðar sem kostaði milljónir mannslífa.

Maó Zedong

Land: Kína
Ár: 1949 – 1976
Fórnarlömb: Allt að 78 milljónir.

 

Maó stofnaði kommúnistaflokk Kína árið 1949 og stóð fyrir miklum hreinsunum og misheppnuðum efnahagsumbótum sem og menningarbyltingu sem kostaði milljónir manna lífið. Erfitt er að gera grein fyrir fjölda fórnarlamba en margir telja að þau hafi verið milli 49 og 78 milljón manns sem dóu vegna ákvarðana hans.

Einræðisherrann fékk sex mánuði

Þessi einræðisherra var jafnan með afmarkað verkefni – t.d. að stýra her eða bæla niður uppreisn. Einræðisherrann var með neitunarvald gegn öðrum rómverskum stjórnmálamönnum og gat breytt lögum taldi hann slíkt nauðsynlegt. Á móti kom að hann mátti ekki yfirgefa Ítalíu og eins mátti hann einungis nota þá opinberu miðla sem öldungaráðið veitti honum.

 

Yfirleitt sagði einræðisherrann af sér þegar hann hafði leyst verkefni sín, jafnvel þó að hálfu ári síðar væri ekki séð fyrir endann á þeim. Títus Larcíus var samkvæmt sögunni fyrsti maðurinn sem var útnefndur diktator. Hann fékk það verkefni að verja Róm þegar nágrannaættbálkar Rómverja ógnuðu ríkinu.

 

Margir sagnfræðingar líta í dag á Napóleón sem fyrsta einræðisherrann í nútímalegri skilningi. Hann var vinsæll hershöfðingi sem kleif metorðastigann þar til hann gat breytt stjórnarskránni, leyst upp öldungaráðið og krýnt sjálfan sig, fyrst sem konsúl ævilangt og síðan einvalda keisara árið 1804.

BIRT: 07/01/2023

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Pegamom Museum,© Library of Congress,© Bundesarchiv,© Nationaal Archief,© The People's Republic of China Printing Office

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is