Aukið vatnsmagn í sjó er meðal þeirra þátta sem getur haft áhrif á snúningshraða jarðar.
Nú snýst jörðin einn hring á 86.400 sekúndum, sem samsvarar einum sólarhring.
En það dregur löturhægt úr þessum hraða vegna þess að hreyfingin skapar núningsmótstöðu og sólarhringurinn lengist um 2 millisekúndur á hundrað árum.
Ýmisir þættir, svo sem sjávarföll og jarðskjálftar hafa áhrif á mótstöðuna.
Vísindamenn komust að þeirri niðurstöðu 1998 að breytingar sjávarstrauma og seltu gætu breytt snúningshraðanum um fáeinar míkrósekúndur.
Þessir þættir geta þó virkað í báðar áttir.
Snúningurinn veldur því nú að hnötturinn bungar aðeins út við miðbaug, en þegar hægir á snúningnum verður kúlulögunin æ fullkomnari.
Það leiðir til jarðskjálfta sem hnika massanum til og það eykur hraðann. Það er því erfitt að segja hvort dagarnir muni styttast eða lengjast, þegar hækkar í höfunum.
Jarðskjálftar skekkja möndul hnattarins
Jarðskjálftar geta aukið snúningshraða jarðar með því að raska massahlutföllum og ýta við þyngdarpunktinum.
Jarðskjálftinn sem olli hamfaraflóðbylgjunni 2004 stytti snúningstíma hnattarins um 3 millisekúndur og skekkti möndulinn um 17 sentimetra.
Tunglið hægir á snúningi jarðar
Jörð og tungl eru í læstu reiptogi, sem hægir á jörðinni en eykur hraða tunglsins.
Togstreitunni veldur sporöskjulaga hækkun yfirborðs á flóði, en sjávarföllin skapa núning milli yfirborðs og vatns.