Hefur hækkað sjávarborð áhrif á snúningshraða jarðar?

Bráðnandi ís á pólsvæðunum hækkar yfirborð sjávar, en breytir það snúningshraða jarðar?

BIRT: 02/08/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Aukið vatnsmagn í sjó er meðal þeirra þátta sem getur haft áhrif á snúningshraða jarðar.

 

Nú snýst jörðin einn hring á 86.400 sekúndum, sem samsvarar einum sólarhring.

 

En það dregur löturhægt úr þessum hraða vegna þess að hreyfingin skapar núningsmótstöðu og sólarhringurinn lengist um 2 millisekúndur á hundrað árum.

 

Ýmisir þættir, svo sem sjávarföll og jarðskjálftar hafa áhrif á mótstöðuna.

 

Vísindamenn komust að þeirri niðurstöðu 1998 að breytingar sjávarstrauma og seltu gætu breytt snúningshraðanum um fáeinar míkrósekúndur.

 

Þessir þættir geta þó virkað í báðar áttir.

 

Snúningurinn veldur því nú að hnötturinn bungar aðeins út við miðbaug, en þegar hægir á snúningnum verður kúlulögunin æ fullkomnari.

 

Það leiðir til jarðskjálfta sem hnika massanum til og það eykur hraðann. Það er því erfitt að segja hvort dagarnir muni styttast eða lengjast, þegar hækkar í höfunum.

 

Jarðskjálftar skekkja möndul hnattarins

Jarðskjálftar geta aukið snúningshraða jarðar með því að raska massahlutföllum og ýta við þyngdarpunktinum.

 

Jarðskjálftinn sem olli hamfaraflóðbylgjunni 2004 stytti snúningstíma hnattarins um 3 millisekúndur og skekkti möndulinn um 17 sentimetra.

 

 

Tunglið hægir á snúningi jarðar

Jörð og tungl eru í læstu reiptogi, sem hægir á jörðinni en eykur hraða tunglsins.

 

Togstreitunni veldur sporöskjulaga hækkun yfirborðs á flóði, en sjávarföllin skapa núning milli yfirborðs og vatns.

1
Tog tunglsins veldur útbungun heimshafanna. Án snúnings jarðar myndi hugsuð útbungum fylgja stöðu tunglsins á brautinni.
2
Núningur milli jarðskorpu og sjávar hnikar hins vegar bungunni fram fyrir stöðu tunglsins.
3
Útbungunin togar í tunglið og eykur hraða þess. Á móti hægir aðdráttarfl tunglsins á jörðinni.

BIRT: 02/08/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © ALL OVER & SHUTTERSTOCK

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is